Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 14
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, for-
maður Hins íslenska náttúru-
fræðifélags sæmir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum,
grasafræðing, fyrrum skóla-
meistara Menntaskólans á
Akureyri og heiðursfélaga fé-
lagsins, barmmerki á afmælis-
hátíðinni að Hótel Loftleið-
um. Steindór hefur verið fé-
lagi í H.Í.N. síðan 1922,
lengur en nokkur annar núlif-
andi félagi. Hann hefur verið
afkastamikill rithöfundur á
löngum ferli sínum. Ljósm.
Skúli Þór Magnússon.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ
Aðaltilgangurinn með stofnun fé-
lagsins var, eins og segir í 2. grein laga
félagsins, að „koma upp sem full-
komnustu náttúrugripasafni á Islandi
sem sé eign félagsins og geymt í
Reykjavík“. Félagar hófust þegar
handa um söfnun náttúrugripa og var
safnið fyrst opnað almenningi árið
1895, sex árum eftir stofnun félagsins.
Benedikt Gröndal var fyrsti formaður
félagsins og vann hann þrekvirki við
að koma safninu upp. Ekki er hægt að
minnast á safnið án þess að geta starfa
Bjarna Sæmundssonar. Hann var for-
maður félagsins í 35 ár og umsjónar-
maður safnsins allan þann tíma og var
safnið að verulegu leyti hans verk.
Bjarni vann ötullega við að bæta og
auka við safnið. Miklu safnaði hann
sjálfur en var auk þess í sambandi við
menn úti um land sem söfnuðu og
sendu honum náttúrugripi. Þótt nátt-
úrufræðingar hafi eðlilega átt stærstan
þátt í umsjón félagssafnsins, lögðu
áhugamenn því alltaf mikið til svo
sem sjá má á gjafalistum safnsins.
Bændur og sjómenn söfnuðu mörgum
gripum, íslendingar sem lagt höfðu
land undir fót til fjarlægra heimshluta
sendu gjafir og einnig ánöfnuðu félag-
ar náttúrugripasafninu sín sérsöfn.
Náttúrugripasafn félagsins var gott
safn á þess tíma mælikvarða. Meðan
félagið átti það og rak, var aðsókn að
því alltaf góð. Frá 1925-1940, var t.d.
aðsókn á bilinu 8.000-12.000 manns á
ári, þrátt fyrir stuttan opnunartíma.
Þetta samsvarar því að árlega hafi um
þriðji hver Reykvíkingur heimsótt
safnið. Metnaður félagsins náði ekki
aðeins til sýningarsafns fyrir almenn-
ing, heldur var það alltaf von þess að í
safninu yrði íslenskum náttúrufræð-
ingum sköpuð aðstaða til rannsókna.
Sú vitneskja sem fékkst með safnstarf-
inu lagði líka verulegan skerf til vís-
indalegrar þekkingar á náttúru ís-
lands.
Á fimmta áratugnum urðu þáttaskil
í sögu félagsins. Frá árinu 1895 hafði
félagið rekið náttúrugripasafnið eitt,
þó með nokkrum stuðningi ríkisins.
Aldrei var tekinn aðgangseyrir í safn-
ið og þegar það er haft í huga að fé-
lagar voru nær allt til þessa tíma innan
við 200, verður það að teljast með
ólíkindum hvernig þessu litla og fá-
124