Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15
tæka félagi tókst að reka safnið. Hins vegar var safnið alltaf í húsnæðis- hraki. Fyrstu þrettán árin skipti það þrisvar uin húsnæði en árið 1908 fékk það inni í Safnahúsinu (húsi Lands- bókasafnsins) við Hverfisgötu. Þar fór vel um safnið fyrstu árin en brátt varð það húnæði einnig of lítið. Árið 1928 hóf félagið að safna í hússjóð en ljóst var að eitt sér hefði það ekki bolmagn til að reisa safnhús. Því var ákveðið að gefa ríkinu náttúrugripasafnið með því skilyrði að byggt yrði yfir það og var safnið afhent árið 1947. Aðrar breytingar sem urðu á starf- semi félagsins á 5. áratugnum voru að árið 1941 keypti það tímaritið Náttúru- fræðinginn (sem þá var 10 ára gamall) og hefur hann síðan verið félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags. LITIÐ UM ÖXL OG FRAM Á VEG Margt hefur breyst síðan Hið ís- lenska náttúrufræðifélag var stofnað. Fyrir 100 árum var Háskóli Islands ekki til, né heldur voru stundaðar neinar reglubundnar hagnýtar rann- sóknir á þeim náttúruauðlindum lands og sjávar sem við lifum á. Þegar fé- lagið hóf að gangast fyrir fyrirlestrum árið 1923, voru þeir eini vettvangurinn þar sem flutt var fræðsluefni um nátt- úrufræði fyrir almenning. Heimsmynd náttúrufræðinnar hefur gerbreyst á sl. 100 árum og þekkingu á náttúru Is- lands fleygt fram. Brautryðjendastarf íslenskra náttúrufræðinga um alda- mótin var einkum fólgið í því að lýsa þeim fjölbreytileika sem þeir fundu í íslenskri náttúru og flokka hann en viðfangsefni náttúrufræðinga nú er einkum að reyna að skilja og útskýra þennan fjölbreytileika. Annað hefur hins vegar ekki breyst frá stofnun félagsins. Fólk hefur enn sömu ánægju af náttúruskoðun og úti- vist og nálægð við ósnortna náttúru veitir enn sömu lífsfyllinguna og var fyrir einni öld. Fyrirbæri náttúrunnar koma enn jafnmikið á óvart og gleðja enn augu og anda í óendanlegri fjöl- breytni sinni. Það sem þó hefur áreiðanlega breyst mest á þeirri öld sem liðin er, er náttúran sjálf. Núlifandi kynslóðir verða líklega víða á jörðinni hinar síð- ustu sem lifa það að enn sé til óráð- stafað og ónýtt landrými. Um næstu aldamót munu náttúruleg búsvæði víðast aðeins verða til sem litlar og einangraðar eyjar í hafsjó ræktaðs lands. í mörgum löndum munu villi- dýr og gróður sem áður einkenndu viðkomandi álfu, aðeins verða til í dýra- eða grasagörðum, friðlöndum og þjóðgörðum. Ekki er ólíklegt að frá miðri þessari öld og fram að næstu aldamótum verði allt að 100.000 teg- undir aldauða. Líklegt er að mörg þeirra dýra sem eru eftirlæti gesta í náttúrugripasöfnum og dýragörðum, verði þá útdauð í heimkynnum sínum og hvergi til villt. Fram að næstu alda- mótum mun framtíð tugþúsunda teg- unda lífvera ráðast af meðvituðum ákvörðunum mannsins um hversu langt hann gengur í að breyta búsvæð- um. Það eru örlög allra tegunda að deyja út en áætlað hefur verið að á næstu áratugum verði útrýming teg- unda um milljón sinnum hraðari en tegundamyndun. Það er verið að ganga freklega á fjölbreytileika líf- heims jarðarinnar því þau vistkerfi sem maðurinn skapar í staðinn eru nær undantekningarlaust fábreyttari en hin náttúrulegu. Náttúruunnendur og náttúruskoð- arar næstu aldar munu ekki safna náttúrugripum heldur munu kraftar þeirra beinast að því að tryggja fram- tíð þeirra óröskuðu búsvæða sem eftir verða. Aldauði tegunda er alltaf óaft- urkræfur og eyðilegging búsvæða er 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.