Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 33
kyu-eyjar og tilheyra Japan. Til suð- urs frá Honshu nokkurn veginn miðri liggur önnur keðja smáeyja sem kall- ast Izu-eyjar og tilheyra Japan suður undir Bonin-eyjar. Til norðausturs frá Hokkaido liggur enn ein smáeyjakeðj- an. Hún kallast Kuril-eyjar og heyrir undir Sovíetríkin. Allar eru þessar eyjar hluti af eyjabogum (l.mynd). Lengd japönsku eyjakeðjunnar er yfir 2500 km og teygist hún yfir um 22 breiddargráður eða frá 24°N og norð- ur undir 46°N. Veðurfar er því afar ólíkt eftir héruðum þó landið sé allt innan tempraða beltisins. Á Kyushu er hlýtemprað loftslag og sumarið rakt. Þar ganga monsúnrigningar sem í Japan kallast Bai-u-tíminn (plómu- regnið) og hefst hann hinn 10. júní. í júní og júlí rignir því afar mikið og einnig rignir verulega í september en venjulega er nokkurt lát á í ágúst. Á Hokkaido er kaldtemprað loftslag og sumarið án sérstakra regntíma. Við Ryukyu-eyjar er temprað hitabeltis- loftslag (subtrópískt) og í sjónum eru litskrúðug kóralrif. Á Hokkaido er temprað heimskautaloftslag (subark- tískt) og rekur þangað hafís á vetrum. Af þessu leiðir að sjálfsögðu mjög breytilegt gróðurfar og mismunandi ræktun, ólíkt sjávarlíf og sjávarfang og þar af leiðandi ólíka starfsemi í land- inu að flestu leyti. Japanir rækta afar mikið en mest þó af hrísgrjónum sem eru uppistaðan í fæðu þeirra (2.mynd). Þeir eru einnig með mestu fiskveiðiþjóðum heims og neyta hlutfallslega meiri fiskjar en flestar aðrar þjóðir. Þá standa þeir ekki síður framarlega í fiskirækt. Sam- anlögð strandlengja Japans er um 27.000 km eða hátt í 5 sinnum lengri en íslands og er því ekki að undra þó þeim hafi lærst af nýta sér vel gæði hafsins sem eru mikil þar um slóðir. Á síðari árum liafa Japanir komist í röð allra fremstu iðnaðar- og verslunar- þjóða heims þó landið hafi ekki opn- ast fyrir áhrifum og samskiptum við vesturlönd fyrr en á miðri síðustu öld. Þá ríkti þar eins konar lénsskipulag sem þó var á fallanda fæti. Einkum standa þeir framarlega í vöruþróun og hátækniiðnaði. All mikil auðæfi í formi málma og annarra jarðefna finnast í Japan en lífræna orkugjafa eiga Japanir af skornum skammti nema helst kol. Gróður er gríðarlega mikill um allar eyjar og sér varla í dökkan díl þar sem ekið er um, allt vefst í grænum gróðri á augabragði hátt upp í fjöll. Mest áberandi eru skógar sem nú eru víða vel ræktaðir og nýttir á reglubundinn máta. Talið er að um 70% landsins séu þakin skógum, mest fjalllendi. Alls staðar sem hægt er að koma því við hefur land verið tekið undir rækt- un, einkum hrísgrjónaræktina. Dýralíf er fjölskrúðugt í Japan en á í vök að verjast fyrir vaxandi umsvifum manna. Þó er nú mikið unnið að varð- veislu óspilltra gróðursvæða og dýra- lífs með stofnun verndarsvæða og reynt er að bjarga við lífsskilyrðum þeirra tegunda sem eru í útrýmingar- hættu. Þjóðgarðar skipta fleiri tugum í Japan enda náttúran í landinu víðast hvar afar aðlaðandi og Japanir hafa frá fornu fari haft mikið dálæti á nátt- úrunni. Japanir eru smávaxnir en meðalhæð þeirra fer nú ört vaxandi. Fólkið er með afbrigðum iðjusamt og nægju- samt en þó gætir þar í vaxandi mæli kröfugerðar um lífsmynstur á vest- ræna vísu. Trúarbrögð eru margvís- leg. Mest ber líklega á Búddatrú og Shintoisma en það er forn og þjóðleg blanda af átrúnaði á anda dýra og ýmsa náttúruvætti og keisara- og hetjudýrkun. Trú þeirra virðist yfir- leitt vera öfgalaus og einlæg og þó trú- 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.