Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 33
kyu-eyjar og tilheyra Japan. Til suð-
urs frá Honshu nokkurn veginn miðri
liggur önnur keðja smáeyja sem kall-
ast Izu-eyjar og tilheyra Japan suður
undir Bonin-eyjar. Til norðausturs frá
Hokkaido liggur enn ein smáeyjakeðj-
an. Hún kallast Kuril-eyjar og heyrir
undir Sovíetríkin. Allar eru þessar
eyjar hluti af eyjabogum (l.mynd).
Lengd japönsku eyjakeðjunnar er
yfir 2500 km og teygist hún yfir um 22
breiddargráður eða frá 24°N og norð-
ur undir 46°N. Veðurfar er því afar
ólíkt eftir héruðum þó landið sé allt
innan tempraða beltisins. Á Kyushu
er hlýtemprað loftslag og sumarið
rakt. Þar ganga monsúnrigningar sem
í Japan kallast Bai-u-tíminn (plómu-
regnið) og hefst hann hinn 10. júní. í
júní og júlí rignir því afar mikið og
einnig rignir verulega í september en
venjulega er nokkurt lát á í ágúst. Á
Hokkaido er kaldtemprað loftslag og
sumarið án sérstakra regntíma. Við
Ryukyu-eyjar er temprað hitabeltis-
loftslag (subtrópískt) og í sjónum eru
litskrúðug kóralrif. Á Hokkaido er
temprað heimskautaloftslag (subark-
tískt) og rekur þangað hafís á vetrum.
Af þessu leiðir að sjálfsögðu mjög
breytilegt gróðurfar og mismunandi
ræktun, ólíkt sjávarlíf og sjávarfang og
þar af leiðandi ólíka starfsemi í land-
inu að flestu leyti.
Japanir rækta afar mikið en mest þó
af hrísgrjónum sem eru uppistaðan í
fæðu þeirra (2.mynd). Þeir eru einnig
með mestu fiskveiðiþjóðum heims og
neyta hlutfallslega meiri fiskjar en
flestar aðrar þjóðir. Þá standa þeir
ekki síður framarlega í fiskirækt. Sam-
anlögð strandlengja Japans er um
27.000 km eða hátt í 5 sinnum lengri
en íslands og er því ekki að undra þó
þeim hafi lærst af nýta sér vel gæði
hafsins sem eru mikil þar um slóðir. Á
síðari árum liafa Japanir komist í röð
allra fremstu iðnaðar- og verslunar-
þjóða heims þó landið hafi ekki opn-
ast fyrir áhrifum og samskiptum við
vesturlönd fyrr en á miðri síðustu öld.
Þá ríkti þar eins konar lénsskipulag
sem þó var á fallanda fæti. Einkum
standa þeir framarlega í vöruþróun og
hátækniiðnaði. All mikil auðæfi í
formi málma og annarra jarðefna
finnast í Japan en lífræna orkugjafa
eiga Japanir af skornum skammti
nema helst kol.
Gróður er gríðarlega mikill um allar
eyjar og sér varla í dökkan díl þar sem
ekið er um, allt vefst í grænum gróðri
á augabragði hátt upp í fjöll. Mest
áberandi eru skógar sem nú eru víða
vel ræktaðir og nýttir á reglubundinn
máta. Talið er að um 70% landsins
séu þakin skógum, mest fjalllendi.
Alls staðar sem hægt er að koma því
við hefur land verið tekið undir rækt-
un, einkum hrísgrjónaræktina. Dýralíf
er fjölskrúðugt í Japan en á í vök að
verjast fyrir vaxandi umsvifum
manna. Þó er nú mikið unnið að varð-
veislu óspilltra gróðursvæða og dýra-
lífs með stofnun verndarsvæða og
reynt er að bjarga við lífsskilyrðum
þeirra tegunda sem eru í útrýmingar-
hættu. Þjóðgarðar skipta fleiri tugum í
Japan enda náttúran í landinu víðast
hvar afar aðlaðandi og Japanir hafa
frá fornu fari haft mikið dálæti á nátt-
úrunni.
Japanir eru smávaxnir en meðalhæð
þeirra fer nú ört vaxandi. Fólkið er
með afbrigðum iðjusamt og nægju-
samt en þó gætir þar í vaxandi mæli
kröfugerðar um lífsmynstur á vest-
ræna vísu. Trúarbrögð eru margvís-
leg. Mest ber líklega á Búddatrú og
Shintoisma en það er forn og þjóðleg
blanda af átrúnaði á anda dýra og
ýmsa náttúruvætti og keisara- og
hetjudýrkun. Trú þeirra virðist yfir-
leitt vera öfgalaus og einlæg og þó trú-
143