Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 41
sem stendur á rústum eldri öskju. Keilan hefur þegar hrunið saman og myndað öskju að nýju. Innan yngri öskjunnar hafa síðan hlaðist upp margir gúlar, þar af 10 svo sögur fari af. Gúlar þessir eru tvenns konar. Annars vegar eru svo kallaðir hraun- gúlar en þeir einkennast af því að upp í gegn um yfirborðið treðst afar seig og tiltölulega köld kvika og hrúgast þar upp og myndar fell eða hrauk. Hún nær ekki að renna á brott frá uppkomustaðnum. Hins vegar eru gúlar sem ekki hafa fengið neitt ís- lenskt fagheiti en kallast í eldíjalla- fræðunum cryptodomes. Þeir einkenn- ast af því að kvikan sjálf kemst ekki upp á yfirborðið en treðst upp undir það og lyftir ofanáliggjandi jarðlög- um. Þannig myndast fell á yfirborðinu án þess að í nýtt berg sjáist. Þetta er því í raun innskot sem treðst inn í jarðlögin alveg við yfirborð. Það mætti ef til vill kalla þessa gerð gúla eða innskota kýli á íslensku uns annað betra orð kemur fram. Frægastur þessara gúla í Usu er hraungúllinn Showa-Shinzan. Hann myndaðist á árunum 1943-45. í desember 1943 komu nokkrir sterkir jarðskjálftar á svæðinu og er leið á janúar þá fór hveitiakur austanvert í Usu smám saman að lyftast og springa. Járn- brautarteinar lágu um svæðið og svo kom að landið varð of bratt fyrir lest- ina og flytja þurfti teinana annað. Þetta ris hélt áfram og í júni var ris- hraðinn orðinn um 150 cm á dag. I fyrstu var þetta kýli og ekki bólaði á neinu nýju efni á yfirborðinu en hinn 23. júní varð sprenging í kollinum á rissvæðinu og þaðan í frá gekk á með sprengingum samfara risinu fram í október. Þá fór nýtt efni, svart, seigt og kalt hraundeig (dasít) að troðast upp á yfirborðið, kýlið fór að breytast í hraungúl. Hraundeigið hélt áfram að hrúgast upp fram í september 1945. Þá náði gúllinn upp í 406 m hæð yfir sjáv- armál og var orðinn tæplega 300 m hár yfir upprunalegt yfirborð landsins á svæðinu. Vöxtur gúlsins er vel þekktur því póstmeistarinn, Masao Mimatsu í þorpinu Scobetsu, skammt frá gúlnum hafði gott útsýni til gúlsins og ákvað að fylgjast með þróun hans. Hann strengdi viðmiðunarstrengi með jöfnu millibili á milli húsa og teiknaði nákvæmlega upp útlínur gúlsins á hverjum degi á meðan á myndun hans stóð. Hann gekk á gúlinn og mældi hitastig og sprungur og skráði hjá sér sprengingar, jarðskjálfta og aðra at- burði. Þetta var á meðan á síðari heimsstryrjöldinni stóð og allar að- stæður manna voru mjög erfiðar. Hann lét það samt ekki aftra sér og samfellt í tvö ár hélt hann áfram iðju sinni. Fyrir vikið er til afar nákvæm og skilmerkileg greinargerð um þróun þessa fyrirbæris, sú langbesta sem enn hefur verið gerð. Mimatsu varð enda frægur fyrir vikið og ekki síður fjallið sem hann skráði svo ítarlega verða til. Myndirnar lagði hann saman og bjó til yfirlit yfir þróun hvers mánaðar. Þess- ar myndir hans hafa víða verið birtar og ganga undir nafninu Mimatsu-línu- rit (ó.mynd). Mikið gos var í Usu á ár- unum 1977-1979. Þessi goshrina end- aði með því að enn eitt kýlið myndað- ist í Usu. Þetta kýli kallast Usu-Shinzan og er 653 m hátt (7.mynd). Vel var fylgst með þessu gosi og það rannsakað af miklum áhuga en nú með mun meiri og betri tækni og lærdómi en Mimatsu varð að láta sér lynda í hallæri stríðsins. (Ku- no 1962, Minato 1977, Katsui o.fl. 1981). Aso-san. Mest eldfjallanna á Kyushu er Aso eða Aso-san sem er á eynni miðri um 115 km austur af Nagasaki. Þar er ein stærsta askja sem 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.