Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 43
7. mynd. Usu-Shinzan gúllinn sem myndaðist á árunum 1977-1979. í forgrunni eru „flóð-
greiður". Þær eru ætlaðar til þess að safna stórgrýti, trjábolum og öðrum stórum hluturn
úr eðjuhlaupum sem konta ofan úr fjallinu. Um aðgerðir Japana í þessa veru er fjallað í
síðari hluta greinarinnar. The dome Usu-Shinzan formed duríng 1977-1979. In the for-
eground there is a kind of grillwork to collect the larger objects carried by hazardous
mudflows. Ljósm. photo Páll Einarsson.
keilum, Kinugasa-yama, Kusenbu-
yama og Hugen-dake. Fjallið situr of-
an á tertíeru set- og gosbergi. Nokkur
gos hafa orðið í Unzen-dake síðan
sögur hófust. Þeirra mest og verst var
gosið 1792. Frá því í nóvember 1791
gekk á með miklum jarðskjálftum á
svæðinu en fyrst sá til goss 10. febrúar
1792. Þá urðu sprengingar með grjót-
flugi í toppgígnum Hugen-dake en
gosinu þar var lokið 1. mars. Þá hófst
hinsvegar hraungos á gíg utan í norð-
urhlíðum fjallsins. Þar rann mikið
hraun á nokkrum dögum, en hinn 5.
mars varð allmikið hrun í fjallinu. I
apríl fór síðan aftur að bera á tíðum
jarðskjálftum og fundust allt upp
undir 300 skjálftar á dag. Einn þeirra
olli hruni húsa í borginni Simabara
sem stendur á austurströnd skagans
undir fjallsrótunum. Hinn 21. maí
varð aftur hrun í fjallinu, nú mjög
mikið og hljóp hrunið fram yfir borg-
ina og drap um 10.000 manns. Enn-
fremur framkallaði hrunið flóðbylgjur
sem kallast tsunamis og nefna mætti
sjávarskafla eða sjávarskriður á ís-
lensku til aðgreiningar frá öðrum flóð-
bylgjum. Þær æddu yfir flóann og
drápu 4300 manns á ströndinni austan
og sunnan hans. Ekki er ljóst hvort
hrun þetta stafaði af jarðskjálftunum
eða hvort sprenging varð í fjallinu.
Síðan hefur allt verið tiltölulega kyrrt
í Unzen-dake nema all miklir jarð-
skjálftar verða þar af og til. (Kuno
1962).
Bandai-san. Á Nasu-beltinu um 220
153