Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 46
var útlit fyrir að miklar gufuspreng- ingar gætu verið í aðsigi og ógnað íbú- unum á eynni. Var þá í skyndingu ráðist í að flytja alla íbúana, nær 11.000 manns á brott. Til flutninganna voru send 41 skip til eyjunnar. Fólkið flutti svo aftur til eyjunnar hinn 19. desember. Þetta er mesta aðgerð af þessum toga sem Japanir hafa ráðist í. Hún hefur orðið þeim dýrmæt reynsla og er ef til vill ein meginástæðan fyrir því hve mikla alvöru þeir leggja í það að þekkja eldfjöll sín, hvernig þau haga sér, hvernig hægt er að bregðast við þegar þau gjósa, og hvernig haga ber öllum slíkum aðgerðum. (Kuno 1962, Oki o.fl. 1978, National Land Agency 1987, Fujii og Watanabe 1988, Metropolitan 1988). JARÐHITI í JAPAN Mikill jarðhiti er víða í Japan og er hann tengdur eldvirkninni þar eins og annars staðar. Heitu laugarnar sjö í Hakone eru meðal best þekktu náttúrulegra bað- staða í Japan og hafa lengi verið afar vinsælar bæði til þess að njóta þar al- mennra baða og útivistar í einstæðri náttúru og eins sem heilsubrunnur. Vitað er að í þeim tilgangi hafa þær verið notaðar síðan um 1600. Svæðið hefur verið þjóðgarður síðan 1933. Hakone eldstöðin er tæpa 100 km suð- vestur af Tokyo, um 10 km austsuð- austan við rætur Fuji-san. Elstu merki um virkni í Hakone eru um 400.000 ára. I fyrstu byggðist upp mikil flöt eldkeila sem síðan brotnaði og seig aftur og aftur og myndaði nokkrar öskjur. Þær eru nú samhangandi og mynda mikinn dal innan sigbarm- anna. Innan hans hafa síðan byggst upp nokkrar litlar keilur og gúlar. Þar er nú mikil jarðhitavirkni en gos orðin afar fátíð. Þekktar eru um 350 heitar laugar þarna og talið að þær flytji um 23 m3 af heitu vatni til yfirborðs á mínútu hverri (Minato 1977, Oki o.fl. 1978). 1 borginni Beppu sem er á norð- austurströnd eyjunnar Kyushu er mik- ið jarðhitasvæði, eitt hið allra stærsta og frægasta í Japan. Þar eru margvís- legir hverir vafðir í gróðri (lO.mynd). Vatnið hefur mjög mismunandi eigin- leika og samsetningu. Þar eru leir- hverir og gufuhverir, volgar laugar, sjóðandi hverir og jafnvel goshverir. Margir jarðhitastaðirnir í Beppu kall- ast jigoku sem þýðir víti. Botninn í einum hveranna er djúprauður af út- fellingu járnsambanda og þungmálma og kallast þar að sjálfsögðu Blóð- rauða-Víti (ll.mynd). Vatnið í öðrum er óvenjulega djúpblátt og tært og minnir Japani á úthafið, kallast hann Sæ-Víti. Við þriðja staðinn er bundin mikil saga af munklífi. Eyddist munkasetrið af skyndilegri uppkomu hvera og kallast það Munka-Víti. Þannig má lengur telja. Það eru því fleiri en við íslendingar sem höfum út- málað fyrir fyrir okkur eilífa útskúfun í Ijósi bullandi brennisteinslausna. Gróðursæld er mikil umhverfis hvera- svæðin og náttúran öll með eindæm- um í augum bláeygðs Frónbúa. (Kobayashi o.fl. 1988a). Á gufuhverasvæði nokkru í Beppu hafa verið reistir miklir stráskálar yfir gufuútstreymið. Inni í þeim setjast ýmiskonar útfellingar á yfirborðið og safnast þar fyrir í skorpum. Þökin varna því að regnið skoli þeim jafnóð- um í burtu. Þegar nóg er orðið um skán í hverjum skála er hann hreins- aður og skorpan þurrkuð og möluð, sett í ílát og seld. Fólk kaupir þetta og hefur með sér heim. Þar er því hellt út í baðvatnið til bóta fyrir andann, skinn og kropp. Japanir hafa langa hefð í heilsuböðum í náttúrulegum hverum og laugum og meta það mikils 156

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.