Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 51
í öðrum kafla er sagt frá rannsóknum á
seinni hluta 18. aldar. Þar koma m.a. við
sögu Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson,
Ó1159-162afur Olavius, Skúli Magnússon,
Nicolai Mohr og Sveinn Pálsson. Skrif
þessara manna voru ekki eingöngu um
náttúrufræði heldur og um útgerðarhætti
og aflabrögð. Fróðlegt er að kynnast í
þessum kafla hugmyndum manna um ver-
tíðargöngur þorsks við Suðvestur- og
Vesturland og ýmsa þá þætti sem taldir
voru ráða aflabrögðum.
Þriðji kaflinn fjallar um rannsóknir um
miðbik 19. aldar. Þar er m.a. sagt frá
straumrannsóknum Carls Irmingers, en
hann sýndi fram á að hluti hins hlýja Atl-
antsstraums fellur norður með vestur-
strönd íslands. Þessi hluti Atlantsstraums-
ins hefur síðan verið nefndur Irminger-
straumur.
Fjórði kaflinn greinir frá hafrannsókn-
um og skrifum um dýrafræði 1874-1908.
Þar er veigamest umfjöllun um Ingolfs-
leiðangrana á árunum 1895 og 1896, svo og
um Thors-leiðangrana 1903-1908. í Ing-
olfs-leiðangrinum fóru í fyrsta sinn fram
kerfisbundnar rannsóknir á sjávarhrygg-
leysingjum við landið og enn þann dag í
dag eru niðurstöður hans með því merk-
asta sem skrifað hefur verið um sjávar-
hryggleysingja við ísland. Þessi staðreynd
leiðir hinsvegar hugann að því hve tak-
markaðar rannsóknir hafa í raun átt sér
stað á ýmsum hópum hryggleysingja í
sjónum hér við land. Á nær eitt hundrað
árum hefur vitneskja okkar um marga þá
lágdýrahópa sem fjallað var um í niður-
stöðum Ingolfs-leiðangursins lítið aukist.
Leiðöngrunum á Thor var stjórnað af
dýrafræðingnum Johannes Schmidt og
náðu þær til rannsókna á sjónum, plöntu-
og dýrasvifi og úrbreiðslu og mergðar
fiskseiða. Niðurstöður þeirra birtust í
fjölda ritgerða sem eru grundvöllur að
þeirri þekkingu sem við búum við í dag
um lífið í sjónum og nytjastofnana um-
hverfis landið.
í fimmta kafla segir Jón frá sjómæling-
um við Island og gerð sjókorta. Þetta er
stysti kafli bókarinnar, en í honum er sagt
frá sjómælingaleiðöngrum á sautjándu,
átjándu og nítjándu öld og fjallað um sjó-
kort sem síðan voru unnin upp úr niður-
stöðum þeirra. Upplagt hefði mér þótt að
birta hér með myndir af einhverjum þess-
ara gömlu sjókorta og jafnvel sýna mun á
þeim og öðrum nýrri.
Sjötti kaflinn ber heitið „Norskar haf-
rannsóknir 1859-1914“. Þar er sagt frá
upphafi fiskirannsókna við Noreg og sjó-
rannsóknum í Noregshafi. Um þessar
rannsóknir er fjallað í bókinni vegna þess
að þær fóru að hluta til fram í hafinu við
Island og eins höfðu niðurstöður þeirra
mikil áhrif á rannsóknir annarra þjóða á
þessum tíma.
I sjöunda kafla er fjallað um hið merka
brautryðjandastarf Bjarna Sæmundssonar
en hann er í raun sá sem lagði grundvöll-
inn að íslenskum rannsóknum á sviði haf-
og sjávarlíffræði. Bjarni var bundinn við
kennslu stóran hluta starfsævi sinnar en
þrátt fyrir það eru afköst hans á sviði
rannsókna og ritstarfa með ólíkindum. Er
Bjarni hóf rannsóknir sínar vissi almenn-
ingur, sjómenn og embættismenn enn lítið
um lífshætti nytjafiska og lífið í sjónum og
sem brautryðjanda kom það í hans hlut að
vinna íslenskum fiskirannsóknum traust
og virðingu. Framsýni og hugsjónir Bjarna
koma fram í tillögum hans frá 1905 um
það að hverju beri að stefna á sviði ís-
lenskra haf- og fiskirannsókna. Þar nefnir
hann mörg atriði sem síðar urðu mikilvæg
rannsóknarverkefni íslenskra fiskifræð-
inga.
í áttunda kafla er tjallað um rannsóknir
og skrif um botnþörunga. Jón rekur skril'
1. mynd. Ein af mörgum áhugaverðum myndum sem prýða Hafrannsóknir við ísland.
Myndin er úr handriti Jóns lærða þar sem hann tjallar um sandlægjuna. Jón Jónsson get-
ur um það að talið er að hér sé um að ræða sömu tegund og menn í dag kalla gráhval,
Eschrichtius gibbosus. Hún finnst nú einungis í Kyrrahafinu, en heimildir eru um hana
við strendur Evrópu á fyrstu öldum eftir Krists burð og við austurströnd Noröur-Amer-
íku í byrjun 18. aldar. Ljósm. ívar Brynjólfsson.
161