Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 58
TVÖFALT FRAMHLAUP Víða í dölum landsins hafa fjallshlíðarnar hlaupið fram, eins og sagt er. Hluti fjallshlíðarinnar hefur þá klofnað frá fjallinu og hrunið niður í dalinn. Þetta mun einkum hafa gerst í lok ísaldarinnar. Jöklar höfðu þá grafið sig alllangt niður í hraunlagastaflann og myndað dalina. Þegar jöklarnir hurfu úr dölunum, misstu brattar fjallahlíðarnar þann stuðning sem þær höfðu haft af ísmassanum. Þær urðu þá gjarnan óstöðugar og sprungu fram.'jarðlagaskipanin brotnaði upp og bergið endaði í hrúgöldum niðri í dalbotni. Myndin sem hér er birt sýnir lítið framhlaup, sem hlaupið hefur fram úr eldra og stærra framhlaupi norður í Sléttuhlíð, líklega löngu síðar en stóra framhlaupið. Við slíkt framhlaup hafa aðstæður verið öðru vísi en lýst var að ofan, en hvernig þær voru er enn óþekkt. Ljósm. photo Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 168, 1989. 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.