Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 8
 18. maí 2009 MÁNUDAGUR LANGHOLTSSKÓLI Foreldrar í Langholtsskóla hafa áhyggjur af því að ekki sé tekið nógu vel á eineltismálum sem komi upp innan veggja skólans og tala um óvirkni í skólanum sem hafi viðgengist lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTUN Megn óánægja er meðal hóps foreldra í Langholtsskóla með viðbrögð skólans þegar eineltis- mál koma upp. Unnur Ragnheiður Hauksdóttir og Tina Maria John- son eiga báðar börn í skólanum sem hafa orðið fyrir einelti. Þeim þykir skólinn ekki taka nógu hratt og vel á eineltismálum. „Dóttir mín talaði um að það væri stúlka í bekknum sem væri mikið að stríða henni í haust og eftir áramót fór þetta að ágerast. Dóttir mín er frekar lágvaxin og stúlkan var til dæmis galandi og gólandi yfir alla í bekknum að hún væri dvergur. Kennarinn lofaði að tala við yfirvöld skólans og því hélt ég að þetta væri í einhverjum far- vegi,“ segir Unnur. „Síðan fór þetta að ágerast og ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri farið að dreifast um hverfið. Dóttur minni var farið að líða svo illa að ég tók hana úr skólanum um tíma. Við foreldarnir fórum með hana út úr bænum og fórum svo niður í skóla að ræða við skólastjór- ann. Mér fannst óskaplega lítið gert úr þessu hjá honum,“ segir Unnur. „Hann fór að tína eitt og eitt barn út úr bekknum til að tala við án vitundar foreldra en foreldrarnir vita ekki af þessu nema þeir sem ég hef talað við. Skólastjórinn hélt að með því að gerandinn kæmi til okkar og bæðist afsökunar þá væri málið búið. Að því er virðist átti ekki meira að gerast. Nú er þetta afgreitt mál en ég er ekki sátt við það. Ég vil til dæmis að stelpan fái sálfræðiaðstoð,“ segir hún og telur óvirknina í skólanum hafa viðgeng- ist lengi. Tina Maria á tvo drengi, sem báðir eru eða hafa verið í Lang- holtsskóla og hafa orðið fyrir ein- elti. Hún er mjög reið yfir því hversu lítið er tekið á eineltismál- um í skólanum. Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri hafnar því að slælega sé tekið á eineltismálum í skólanum. Hann bendir á að skólinn hafi tekið upp Olveusar-verkefnið fyrir nokkr- um árum og segir að farið sé eftir þeirri aðgerðaáætlun í hvívetna. Hann vill ekki ræða einstök mál sem hafa komið upp innan skól- ans. Fjóla Íris Stefánsdóttir, formaður Foreldrafélags Langholtsskóla, seg- ist ekki hafa heyrt af alvarlegum eineltismálum í Langholtsskóla upp á síðkastið. Hún segir að ástandið hafi batnað mikið eftir að skólinn hafi tekið upp Olveusar-verkefnið fyrir nokkrum árum. ghs@frettabladid.is Langholtsskóli taki ekki nóg á einelti Foreldrar í Langholtsskóla eru óánægðir og segja að slælega sé tekið á eineltis- málum í skólanum. „Óvirknin“ í skólanum hafi viðgengist lengi. Skólastjórinn hafnar þessu og segir farið eftir Olveusar-áætluninni í hvívetna. MENNING Hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir sem reka fyrirtækið Fígúra hafa fest kaup á tveimur pakkhúsum og göml- um verslunarhúsum Kaupfélags Borgfirðinga í Englendingavík í Borgarnesi og hyggjast opna þar menningar- og listamiðstöð. Gengið var frá kaupunum fyrir helgi. Þar verður brúðuleikhús, leik- brúðusafn, vinnustofur fyrir brúðu- og leikmunagerð og síðan veitingastofa og gjafavöruversl- un. Annað pakkhúsið var reist árið 1885 og hitt ári síðar. „Við fögnum þessum örlögum hús- anna,“ segir Finnbogi Rögn- valdsson, formaður byggðarráðs og meðlimur í hollvinasamtökum sem stofnuð voru árið 2003 um endurreisn og verndun húsanna. Aðspurður hvort þetta sé jafn- vel betri starfsemi en Kaupfélag Borgfirðinga var þarna með segir hann, „ja, þetta er býsna ólíkt.“ Hjónin hafa unnið í áratugi að leikbrúðulist og gerði Bernd til dæmis árið 2003 kvikmyndina Strings þar sem leikbrúður koma í leikara stað. Hann færði einnig líf í brúðuna Pappírspésa sem Herdís Egilsdóttir skrifaði um á sínum tíma. „Við ætlum að gefa okkur ár í þetta,“ segir Hildur. „Þannig að í maí 2010 verða Brúðuheimar opnaðir í Borgar- nesi.“ - jse Menningar- og listamiðstöð opnuð í Englendingavík í Borgarnesi: Brúður taka kaupfélagið yfir HÚSIN Í ENGLENDINGAVÍK Þarna voru höfuðstöðvar Kaupfélags Borgfirðinga á sínum tíma en sum húsanna voru reist á árunum 1885 til 1886. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR IÐNAÐUR Endanleg niðurstaða ESA, Eftirlitstofnunar EFTA, um fjárfestingarsamning um álver í Helgu- vík, gæti verið tilbúin í byrjun ágúst. Þetta er þó háð því að ESA berist fullnægjandi svör við spurningum sem hún sendi íslenskum stjórnvöldum 4. maí, og að íslensk stjórnvöld svari fyrir lokafrest sem þau hafa til 2. júní. Verði svörin tæmandi, hafa starfsmenn ESA tvo mánuði til að ljúka yfirferð sinni. Per Andreas Bjørgan, fram- kvæmdastjóri á sviði samkeppnis mála og ríkis- aðstoðar hjá ESA, vill ekki gefa upp um hvað ESA hafi spurt íslensk stjórnvöld. „Við vorum með þónokkrar spurningar. Þetta er stór samningur og við þurfum að hafa allar upplýsingar.“ Um leið og svörin berist verði málið sett í forgang. „Við skiljum að það er mikilvægt að fá þetta á hreint,“ segir hann. Fjárfestingarsamningur ríkisins og Century Alu- minum var samþykktur á Alþingi í apríl. Þá var hann gagnrýndur nokkuð, og var meðal annars efast um að hann stæðist samkeppnissjónarmið EES- samningsins, sökum ívilnana ríkisins. - kóþ Eftirlitsstofnun EFTA biður um skýringar á fjárfestingarsamningi um Helguvík: Gæti tafist allt fram í ágúst HELGUVÍK Framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík úti á Reykja- nesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verðandi lagahöfundar óskast Lagadeild www.lagadeild.hi.is Umsóknarfrestur til 5. júní Kennarar við lagadeild Háskóla Íslands skrifa nánast allar kennslubækur í lögfræði sem notaðar eru í landinu. Við byggjum framsækið og krefjandi nám á 100 ára hefð við langöflugasta háskóla landsins. Engin skólagjöld Skrásetningargjald aðeins kr 45.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.