Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 26
 18. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● sumarbústaðir Á þeim tíma er sólin aldrei sest flykkjast Ís- lendingar í sveitasæluna. Margir eiga eigin bú- staði en flestir reyna að leigja þá í eina til tvær vikur yfir sumarið. Heilmikið umstang fylgir því að flytja heila fjölskyldu út á land. Pinklum og töskum er troðið í bílinn og svo er rennt af stað. Til að gera bústaðadvölina sem ánægjulegasta er gott að huga að smáatriðunum. Börnin þurfa að hafa eitthvað við að vera og hinir fullorðnu þurfa að láta fara vel um sig. Hér má sjá nokkra hluti sem gera sumarbústaðaferðina að notalegri upplifun. Góðir dagar í bústaðnum Tími sumarbústaðaferða gengur senn í garð. Gott er að skipuleggja sig vel áður en lagt er af stað og hafa með sér nokkra hluti sem auka á notalegheitin. Letileg sumarbústaðatilvera nær hámarki í hengirúmi. Þetta fæst í Ikea á 7.990 krónur. Sólina er gott að sleikja í sólstól sem þessum. Hann er á hjólum, er stillanlegur og með útdragan- legum bakka. Fæst í Ilvu og kostar 34.900 krónur. Púðar eru þarfaþing og auka á nota- legheitin. Þessir fást í Ikea á 1.490 krónur stykkið. Fátt er sveitalegra en bútasaumsteppi. Þetta fæst í Ilvu og kostar 9.900 krónur. Badminton er afþreying bæði fyrir börn og fullorðna. Þetta badmin- tonsett fæst í Rúmfatalagernum á 399 krónur. Heitir sumardagar kalla á kalda hressingu á borð við íspinna. Þessi íspinnabox fást í Ikea á 295 krónur. Börnin skemmta sér vel í sætu tjaldi sem þessu. Það fæst í Rúmfatalagernum, fæst í nokkrum litum og kostar 1.690 krónur. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Óskum eftir öllum stærðum og gerðum sumarhúsa og sumarhúsalóða á söluskrá. Mjög fallegur og hlýlegur 42 fm sumarbústaður í Hraunborgum í Grím- snes og Grafningshreppi.Lóðin er 0,5 ha leiguland, í góðum trjálundi ,mikill veðursæld. Húsið er í góðu standi. Í húsinu eru 2 svefnher- bergi, og baðherbergi með nýju salerni og sturtu.Eldhúsið og stofan eru saman í rými ný eldhúsinnrétting. Nýr góður pallur er við húsið sem snýr í suðurátt um 50fm að stærð. Rafmagnspottur er við húsið .Geymsluskúr er á lóð og er hann 9 fm, en hann ekki fullbúin að utan . Rafmagn er í húsinu og 200 lítra hitakútur. Allar upplýsingar veitir: Hannes Steindórsson s699-5008 Hannes Steindórsson kynnir: Auglýsingasími – Mest lesið 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.