Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 18. maí 2009 27 Pepsi-deild kvenna: ÍR-Valur 1-10 Bryndís Jóhannesdóttir - Dagný Brynjarsdóttir 3, Katrín Jónsdóttir 2, Helga Sjöfn Jóhannsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Anna Garðarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, sjálfsmark. Afturelding/Fjölnir-Fylkir 1-3 Margrét Þórólfsdóttir - Danka Podovac, Rúna Sif Stefánsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir. KR-Keflavík 6-0 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 6. Breiðablik-Stjarnan 0-1 Björk Gunnarsdóttir. GRV-Þór/KA 0-3 Rakel Hönnudóttir 2, Mateja Zver. STAÐAN: Fylkir 3 3 0 0 14-2 9 Stjarnan 3 3 0 0 8-1 9 Valur 3 2 0 1 15-5 6 Þór/KA 3 2 0 1 15-6 6 Breiðablik 3 2 0 1 9-4 6 KR 3 1 0 2 7-4 3 Aftureld/Fjöln. 3 1 0 2 4-9 3 GRV 3 1 0 2 3-8 3 Keflavík 3 0 03 1-15 0 ÍR 3 0 0 3 2-24 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Fari svo að Aron Kristjánsson taki tilboði danska félagsins Århus GF mun Sigur- bergur Sveinsson fylgja honum til Danmerkur, að því er heimild- ir fréttastofu Stöðvar 2 herma. Sigurbergur stefndi framan af vetri að komast í atvinnu- mennsku en ákvað að skuldbinda sig Haukum áður en tímabilið kláraðist. Forsendur munu aftur á móti breytast nokkuð ef Aron fer frá liðinu og yrði það mikið áfall fyrir Íslandsmeistarana að missa þjálfarann sinn sem og bestu skyttuna. - hbg Íslandsmeistarar Hauka: Fer Sigurbergur með Aroni? SIGURBERGUR SVEINSSON Fer hugsan- lega til Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir opnaði markareikning sinn fyrir Linköping í dag þegar hún tryggði liðinu sigur á Djurgården, 1-0. Margrét Lára kom af bekkn- um á 70. mínútu og skoraði sigur- markið tíu mínútum síðar. Það gengur ekki eins vel hjá fyrrum þjálfara Margrétar Láru, Elísabetu Gunnarsdóttur, en lið hennar, Kristianstad, tapaði sjö- unda leik sínum í röð í deildinni og er enn án stiga. - hbg Sænski kvennaboltinn: Fyrsta mark Margrétar Láru MARGRÉT LÁRA Komin í gang. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Það er breytt landslagið í kvennaboltanum í ár. Yfirburðir Vals og KR eru ekki þeir sömu og hafa verið undanfarin ár og önnur lið eru farin að blanda sér í slag- inn. Stjarnan og Fylkir eru þau lið sem byrja tímabilið með mestum látum en bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni. Stjarnan vann mjög sterkan sigur á Blikum um helgina og Stjarnan ætlar að berjast á toppn- um þrátt fyrir áföll fyrir tíma- bilið. Fylkisliðið er einnig að koma skemmtilega á óvart og verður líklega ekki valtað mikið yfir það í sumar líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Íslandsmeistarar Vals hafa tapað einum leik í sumar og það gegn Breiðablik. Valsstúlk- ur rúlluðu létt yfir ÍR um helgina en ÍR-liðið virðist ekki eiga mikið erindi í deildina. Norðanstelpur í Þór/KA hafa einnig verið að bíta frá sér og verða örugglega sterkar með Rakel Hönnudóttur í broddi fylkingar. KR-ingurinn Hrefna Huld Jóhannesdóttir var samt að öðrum ólöstuðum maður helgarinnar en hún skoraði öll sex mörk KR gegn Keflavík. Hrefna er nýkomin aftur til KR og byrjar vel í sumar. - hbg Hrefna var stjarna helgarinnar í Pepsi-deild kvenna: Fylkir og Stjarnan efst SJÓÐHEIT Hrefna Huld skoraði öll sex mörk KR gegn Keflavík um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.