Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 24
 18. MAÍ 2009 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● sumarbústaðir Hjónin Margrét Jónsdóttir og Jakob Jakobsson hafa átt margar af sínum ljúfustu stundum í Sunnuhlíð, sínu öðru heimili á sumrin. Þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins ber að garði hjá hjónunum Margréti Jónsdóttur, fyrrverandi fréttamanni, og Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi og fyrr- verandi forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, mæta þau húsbóndan- um þar sem hann ýtir á undan sér hjólbörum. Hann er á leið að bera úrgang á melana utan við girðingu sumarhúss þeirra. Um árabil hirtu þau Margrét og Jakob hey af hinum ýmsu lóðum í Reykjavík og báru á melana. Í dag eru þau ekki alveg jafn stórtæk en færa þó ævinlega allan úrgang af eigin lóð í Reykjavík upp eftir. Og húsfreyjan tók líka fjallið sem gnæfir yfir bústaðn- um í fóstur fyrir tuttugu árum. Hún fékk ýmsa til að leggja sér lið við að græða fjallið. Á þeim tíma var það svart en nú er það farið að grænka mikið, sem auk græðslunnar er því að þakka að fellið hefur verið friðað. Sunnuhlíð er skammt frá Reykjavík. Þegar þangað er komið verður maður borgarinnar hins vegar ekki var. Það kunna þau hjón vel að meta og verða fegin vorinu ár hvert, þegar tími er kominn fyrir sveitina. „Við erum sveita- börn og eigum voðalega erfitt með að vera á malbikinu á sumrin,“ segir Margrét. Jakob tekur undir það og bætir við: „Og ég er nú sjómaður líka.“ Jakob eignaðist bústað- inn fyrir tæplega fjörutíu árum. Húsið er þó eldra og hluti þess er síðan fyrir stríð. Þann hluta endurbyggðu þau hjónin fyrir um tuttugu árum í nákvæmri eftir- mynd hins eldri. Byggingarefnið var þó annað, en sá gamli var samansettur úr kassafjölum, klæddum með tjöru- pappa og bárujárni, eins og þá tíðk- aðist. Nýrri hluti hússins er síðan frá 1950. Oft hefur verið líflegt á sumar- heimili þeirra hjóna, húsið fullt af börnum og barnabörnum og gest- ir velkomnir. Sjónvarp og tölv- ur fá hins vegar ekki að koma inn fyrir hússins dyr. Þau hjónin kjósa heldur félagsskap hvor annars, ná- granna sinna og vina. Þau vilja þó ekki kannast við að slappa lítið af. „Nei, við erum óttalegir letingj- ar, njótum helst að sitja hér inni við arininn og drekka kaffi,“ segir Margrét. Ekki var þó leti hjónanna meiri en svo þennan dag, að nú átti að fara í það verk að bera öll húsgögn út á hlað og þrífa húsið í hólf og gólf. Þannig hefst hvert vor hjá þeim Jakobi og Margréti. - hhs Sveitafólk sem tók heilt fjall í fóstur Jakob ber úrgang á á melana. Gatið úr stofunni inn í eldhúsið er vinsælt hjá börnum, enda tilvalið fyrir ýmsa leiki. Í matjurtagarðinum rækta þau hjónin grænmeti og hinar ýmsu kryddjurtir. Margrét gerir vettlinga með vattarsaumi, fornri saumaaðferð sem fáir þekkja í dag. Gamall lampi speglast í blómaspegli. Margrét með hluta af kassafjöl- unum sem notaðar voru í gamla bústaðnum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Sími: 586 8080 • Kjarna • Þverholti 2 • 207 Mosfellsbær • www.fastmos.is 10 ár í Mosfellsbæ Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested,lögg. fasteignasali Sumarhús við Klettsfl öt í Húsa- felli. 22,2 fm sumarhús + ca. 8 fm svefnloft (ekki skráð), heitt vatn, rafmagn, heitur pottur og sólpallur með skjólveggjum. Húsið var allt tekið í gegn að innan vorið 2007 og getur allt innbú fylgt. Sundlaugin, golfvöll- urinn og verslunin í mjög stuttu göngufæri. Öll skipti skoðuð (bíll, fellihýsi, hjólhýsi) V. 7,9 m. 4563 Klettsfl öt - Húsafelli Mjög fl ottur 112,8 fm sumar- bústaður í byggingu við Herjólfsstíg 18 í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Húsið er fullfrágengið að utan, klætt með liggjandi viðarklæðningu. Stór timbur- verönd að sunnan og vestan- verðu með heitum potti. Að innan er húsið fulleinangrað og rakavarið, hitalagnir eru komnar ísteyptar í plötu. Flott tækifæri fyrir laghentan einstakling að koma sér upp glæsilegum bústað í sumar. V. 21.9 m. 3504 Herjólfsstígur - Ásgarðslandi 50,2 fm sumarbústaður ásamt bátaskýli rétt við Meðalfellsvatn í Kjós. Húsið stendur á 1.600 fm gróinni lóð á fallegum stað. Í húsinu er kalt vatn og rafmagn. Töluvert af innbúi fylgir með bústaðnum. Bústaðnum fylgir bátaskýli og bátur við Meðalfellsvatn. V 11,9 m. 3760 Meðalfellsvegur - m/bátaskýli SUMARHÚS Auglýsingasími – Mest lesið 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.