Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 34

Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 34
18 18. maí 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Djö maður! Sjáðu Svíana! Nú taka þeir Ólympíugull- ið og HM-gullið í ísknattleik! Svo fara þeir á HM í fótbolta. Hvers eigum við að gjalda? Við unnum nú einu sinni Ítali! Já, það er nú bara mjög ferskt! Manstu eftir einhverju eftir síðustu ísöld? Við erum ágætir í hand- bolta. Þarna sérðu! Við erum góðir í leiðinlegum íþróttum en ömurlegir í öllu sem skiptir máli! Fótbolta- stelpurnar hafa nú gert góða hluti upp á síðkastið! Haha! Hverjum er ekki sama? Jú, það get ég sagt þér! Þeir eru margir! Og svo erum við ekki slæmir í kraftakeppnum! Ég vissi að það var rétt ákvörðun að kaupa þennan bíl. Rétt og satt. Jújú, hann er kannski ekki sá fallegasti en sjáðu bara útsýnið í gegnum sóllúguna! Já... Köllum við þetta það nú, sóllúgu? Allir hundar verða að fara til læknisins minnst einu sinni á ári. Dr. Dóri Heilsunnar vegna... og til að fá sálarfrið... Til að fá sleikjó. Hvert langar þig að fara í sumar? Ekkert. Ekkert?? Það hljómar bara alls ekki illa... Það erfiðasta verð- ur að fá krakkana til að halda sig fjarri í tvær vikur. Það er bara vesen að ferðast... bensínverð er fáránlegt... við ættum bara að vera hérna og njóta frísins heima við. ... hún fékk allt við skilnað- inn... og þá meina ég allt! Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur verður haldin í Neskirkju við Hagatorg 20. Maí næst komandi kl.: 20:00 í fundarherberki í kjallara. Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnin. nydogun@nydogun.is Loksins er Eurovision-brjálæðinu lokið og pistlum eins og þessum fer snarlega fækkandi í kjölfarið. Á hverju einasta ári fer fram þetta samsæri ríkissjónvarpa í Evrópu um að pína íbúa viðkomandi landa til þess að horfa á keppnina þeirra. Samsær- ið felst í því að gera fólki það nánast ómögu- legt að verða ekki vart við keppnina og keppnislögin svo að þegar loksins kemur að keppninni er varla annað hægt en að horfa. Þrátt fyrir að fólk leggi sig virkilega fram við að fylgjast ekki með gengur það sjaldn- ast upp, allavega á Íslandi. Svo kannski er best að sætta sig bara við það og taka þátt í gleðinni. Ég horfði á keppnina og skipti á milli íslenska og breska ríkissjónvarpsins. Þegar kom að Íslandi kynnti breski þulurinn hina ungu og stórglæsilegu Jóhönnu á sviðið. Hann sagði lagið eiga verulega möguleika á sigri, en vegna kreppunnar á Íslandi hefðu greinilega ekki verið til peningar fyrir bún- ingum svo mamma Jóhönnu hlyti að hafa gramsað í skápunum sínum og fundið gaml- an brúðarmeyjarkjól. Það hlaut auðvitað að koma að minnsta kosti eitt kreppudjók, en þau urðu fleiri. Þegar atriðið var búið átti kynnirinn ekki orð yfir það hversu frábært þetta var. Íslendingar hlytu að gera sér miklar vonir um velgengni í keppninni – svo lengi sem þeir ynnu ekki. Það er nefni- lega mergurinn málsins, þó það sé ekki líklegt til vinsælda á Íslandi. Við höfum aldrei haft efni á því að vinna keppn- ina, en í ár hefði sigur líklega verið banabitinn. Í þetta skiptið er annað sætið því í alvörunni lang- mesti sigurinn. Langmesti sigurinn NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.