Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 18. maí 2009 TÖKUM NOTUÐ VEL MEÐ FARIN HJÓL UPPÍ NÝ SKIPTIMARKAÐUR MEÐ NOTUÐ REIÐHJÓL 19.995 44.995 64.995 BARNAHJÓL VERÐ FRÁ AÐ TALA FYRIR ÍSLANDS HÖND Málþing 20. maí í Salnum Kópavogi P IP A R • S ÍA • 9 08 35 Að tala fyrir Íslands hönd er yfirskrift málþings sem verður haldið í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 20. maí kl. 8.15-12.00. Málþingið er á vegum hinna ýmsu samtaka atvinnurekenda, Útflutningsráðs, Almannatengslafélags Íslands og Ferðamálastofu. Innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um orðspor Íslands, fortíð og framtíð. Kynntar verða niðurstöður úr viðhorfsrannsókn sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa hafa látið gera í Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi um viðhorf almennings til Íslands. Meðal þeirra sem flytja erindi eru David Hoskin frá Eye-for-Image í Danmörku, Geoff Saltmarsh frá The Saltmarsh Partnership í Bretlandi, dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Ósló, Andrés Jónsson, formaður Almannatengslafélags Íslands og Urður Gunnarsdóttir, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis. Hafa atburðir síðustu mánaða skaðað orðspor okkar erlendis? Hafa skilaboð okkar til erlendra fjölmiðla og umheimsins verið skýr? Hefur verið höggvið skarð í ímynd okkar og hefur viðhorf almennings til Íslands og Íslendinga hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar breyst? Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins eru á vef Útflutningsráðs, www.utflutningsrad.is Hrafnhildur Arnardóttir er komin heim og opnaði sína fyrstu sýningu hér á landi í galleríi i8 á laugardag- inn en sýningin er framlag þeirra í i8 til Listahátíðar. Hrafnhildur er búsett í New York þar sem hún starfar jöfnum hönd undir nafninu Shoplifter − Búðarþjófur. Auk þess að hafa sýnt víða á alþjóðavettvangi hefur Hrafn- hildur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum á landinu hin síðustu ár og þar hefur hár verið henni hug- leikinn efniviður. Skemmst er að minnast plötu Bjarkar Guðmunds- dóttur, Medúlla, en myndir voru fyrr á öldum unnar úr mannshári sem var þá eins og nú söluvara fátækra kvenna. Margar íslenskar konur stunduðu það þá að selja hár sitt, en hár var þá aðallega notað í hárkollur en líka sem þráður og efni í vef í myndlist. Þangað sækir Hrafnhildur hefðina. Á sýningunni í i8 gallerí verða til sýnis glæný verk sem sumpart byggja á þeirri textílhefð sem hún hefur þróað undanfarin ár en um leið er greinileg stefna tekin í átt til upprunans. Hrafnhildur var menntuð í Myndlista- og handíða- skólanum gamla og vann þá eink- um í málverk. Í vinnslu hennar með vef má sjá greinilegar tilvís- anir í abstrakthefðir málverks og teikningar tuttugustu aldar, bæði expressjónisma, geómetríu og minimalisma. Margt í áferð verk- anna minnir á hluta af lífsverki Ásgerðar Esterar Búadóttur sem vann sín verk mikið í hár. Hrafn- hildur vinnur með þessar mód- ernísku hefðir með skírskotun í handverk, hönnun og skreytilist. Á sýningunni verða verk unnin beint á vegg, lágmyndir, teikning- ar og ljósmyndir en minnisstæð- ar eru ljósmyndir sem hún hefur sýnt hér sem sumar vísuðu beint í superrealismann. Í viðtali við Rafskinnu, tímarit um listir í fyrra sagði hún enda: „Ég leyfi mér að vaða milli list- greina og tengi öll mín áhugasvið og þráhyggju myndlistinni. Ég hef unun af því að vera á gráu svæði og hleypa því að sem mér finnst koma verkunum við, enda er það í eðli mínu að halda sem flestum dyrum opnum og rannsaka far- vegi sem í fljótu bragði virðast ekki eiga heima í myndlistinni en smjúga svo þangað á endanum. Ég get stundum ekkert gert að því, það er eins og efniviður og hug- myndafræði velji mann en ekki á hinn veginn.“ Hrafnhildur Arnardóttir sýndi síðast hér á landi á sýningum í Listasafni Reykjavíkur, Pakk- hús postulanna, 2006 og ID – Lab, 2008. Þá hafa verk hennar verið mjög sýnileg undanfarið í New York. Í samstarfi með tónskáldinu Nico Muhly vann hún að uppsetn- ingu verks í The Kitchen, 2008, tók þátt í samsýningunni It’s Not Your Fault í Luhring Augustine- galleríinu, sama ár og á nú verk til sýnis í MOMA-listasafninu sem hún vann í samstarfi með Assume Vivid Astro Focus þar sem saman er stefnt verkum hennar úr hári og ljósatúbum. Sýning Hrafnhildar Arnardótt- ur í i8 gallerí er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og sýn- ingarstjórn er í höndum Markús- ar Þórs Andréssonar.  pbb@frettabladid.is Ofið í mannshárið MyndlistHrafnhildur Arnardóttir er komin heim með ný verk sem hressa áhorfand- ann eins og jafnan er með verk þessarar skemmtilegu listakonu. FréttAblAðið/Anton Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.