Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 18
„Framsæknustu arkitektar þessa tíma í arkitektúr eins og Guðjón Samúelsson og Gunnlaugur Hall- dórsson lögðu allt sitt í að hanna þarna heilsusamlegt og fallegt umhverfi fyrir alþýðufólk. Mér finnst það stórkostleg hugsjón,“ segir Pétur um verkamannabústað- ina við Hringbraut sem risu milli 1930 og 1940 og mörkuðu tímamót í byggingarsögu borgarinnar. Pétur telur bústaðina hafa stað- ist vel tímans tönn og segir þá eftirsótta að búa í. „En til að átta sig á gildi þeirra fyrir fólkið sem þar flutti inn í upphafi þarf að lesa um aðbúnaðinn í Pólunum. Þetta var til dæmis í fyrsta sinn sem baðherbergi sáust í íbúðum hjá verkafólki. Þau voru þvílíkur lúxus að fólk bauð vinum og kunningjum heim til sín á sunnudögum í bað. Auðvitað var hugað mjög að hag- kvæmni við gerð húsanna, hver fer- sentimetri var nýttur og það þótti of dýrt að hafa svalir. En það var tekið tillit til sólaráttar og skjól- myndunar. Þetta var manneskju- leg byggð og miklu skynsamlegri en margt af því sem hefur verið gert á síðustu árum.“ Hagkvæmar og notalegar íbúðir hafa ekki þótt spennandi viðfangsefni í arkitekt- úr að undanförnu að sögn Péturs. „Fyrir nokkrum árum var haldin hugmyndasamkeppni um félags- legar íbúðir framtíðarinnar og það var mjög lítil þátttaka,“ upplýsir hann. „Tíðarandinn var þannig.“ gun@frettabladid.is Vinum boðið heim í bað Stórir draumar um íbúð alþýðumannsins nefndist erindi Péturs H. Ármannssonar arkitekts á málþingi sem haldið var vegna áttatíu ára laga um verkamannabústaði. Hann fór í heimsókn á Hringbrautina. Núnir ljósarofar eftir áratuga notkun. Upprunalegur eldhúsbekkur í einum af verkamannabústöðunum. Eins og sjá má er hann bæði hirsla og hægindi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Manneskjuleg byggð og miklu skynsamlegri en margt af því sem hefur verið gert á síðustu árum,“ segir Pétur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Garðyrkjufólk fyllist eldmóði á vorin enda ótal verkefni að glíma við. Eitt af því er að bera á gras- flötina ef hún er fyrir hendi. Gott er að gera það nokkrum sinnum framan af sumri til að fá ræktar- lega lóð og nú er tímabært að gefa henni fyrsta skammtinn. Kjörið er samt að kantskera beðin áður. Nauðsynlegt er líka að fylgjast með veðurspánni og bera á þegar rigning er í kortunum því í mikl- um þurrki er hætta á að áburður- inn brenni grasið. Sums staðar er mosi til vand- ræða. Þá er magnesíumkalkið hentugt efni. Einföld og ódýr lausn til að minnka mosavöxtinn er að bera það á þrisvar yfir sumarið. - gun Lóðinni gert til góða Grasið verður grænt og þétt ef það fær góðan áburð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á vefsíðunni www.houseof3. com má kaupa hina fjölbreytt- ustu vegglímmiða. Slíkar vegg- myndir hafa verið vinsælar undanfarin ár enda oft auð- veldara að líma þær á vegg- ina en að veggfóðra. Þá er líka einfaldara að rífa límmiðana af veggjunum þegar fólk er orðið leitt á þeim og vill breyta til. Hér má sjá það nýjasta frá vefversluninni en vegg- myndirnar eru ekki aðeins svartar heldur fylgja þeim glitr- andi steinar sem lífga sannar- lega upp á ljósakrónurnar og rammana. Glitrandi ljósakróna á vegg VEGGLÍMMIÐAR SEM STIRNIR Á. HITABLETTIR á viðarborðum eru hvimleiðir. Gamalt húsráð er að leggja hvítt handklæði, ekki of þykkt, yfir hreint borðið. Síðan er straujað yfir blettina með gufustraujárni. Passa þarf að þurrka alla gufu sem eftir verður strax. Upplýsingar af husrad.wordpress.com. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 VIKUNA 18. – 22. MAÍ Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi og hafa það notalegt. Tími: 13.00-15.00. Gítarnámskeið fyrir byrjendur - Láttu drauminn rætast og dustaðu rykið af gítarnum. Sex vikna námskeið. Farið verður í undirstöðuatriði vinnukonugripanna. Annar tími af sex. Skráning nauðsynleg. Tími: 15.00-16.00. Ókeypis námskeið og ráðgjöf Einkatímar í söng - Láttu drauminn rætast. Við bjóðum upp á 10 söngtíma, hver tími er þrjátíu mínútur, kennt er tvisvar í viku þriðjudaga og föstudaga. Takmarkaður fjöldi, skráning nauðsynleg. Tími: 12.00-14.00. Qi – Gong - Gunnar Eyjólfsson leikari kynnir Qi Gong sem er aðferð mannsins til öflunar, varðveislu og dreifingar orku um líkamann. Iðkun Qi Gong á uppruna sinn í Kína og hefur þróast þar í aldanna rás. Undirstaðan er agaður líkams- burður, öndun og hugsun eða einbeitni. Tími: 12.00-13.00. Bókhaldsaðstoð - Það er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir fjármálin og góð leið til þess er að færa heimilisbókhald. Fáðu aðstoð fagmanneskju. Tími: 13.00-15.00. GPS staðsetningatæki - Hvernig virka GPS tæki og hin nákvæmari DGPS tæki? Þátttakendum er kennt að nýta tækin og GPS tölvuforrit. Tími: 13.30-15.00. Áhugasviðskönnun - Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-14.30. Vinir í bata, tólf spora kerfið - Hópar sem vinna eftir tólf spora kerfinu koma saman í kirkjunum til að vinna að tilfinningalegum bata. Gangleg kynning. Tími: 15.00-16.00. Barnið komið heim - Námskeið fyrir verðandi og ný- bakaða foreldra sem vilja undirbúa sig fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins - að ala upp barn. Fyrsti hluti af þremur. Skráning nauðsynleg. Tími: 16.00-20.30. Föstudagurinn 22. maí Mánudagurinn 18. maí Þriðjudagurinn 19. maí Miðvikudagurinn 20. maí Fimmtudagurinn 21. maí ,,Hafðu það gott" - Hamingjudagskrá fyrir konur sem vilja byggja sig upp með fyrirlestrum og léttum æfingum. Dans, söngur, slökunarbingó og glaðningur. Sirrý félags- og fjöl- miðlafræðingur og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur fjalla um hvað við getum gert til að fjölga hamingjuhormón- um og láta okkur líða vel. Námskeiðið er í tveimur hlutum, síðari hlutinn verður 29. maí. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-16.00. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Bókaklúbbur - Spjallað um bókina „Tár gírafans" eftir Alexander McCall Smith. Tími: 14.00-15.00. Slökun og öndun - Kennsla í slökun og djúpöndun. Allir velkomnir. Tími: 16.30-17.00. Lokað Félagsvist og spil - Lauflétt skemmtun í lok vikunnar, já ég set tvistinn út og ég breyti í spaða. Léttar veitingar í boði hússins. Tími: 12.30-14.30. Jóga - Viltu prófa jóga? Nú er tækifærið. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Hláturjóga getur hjálpað til við að auðga lífið. Tími: 15.30-16.30.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.