Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 2
2 18. maí 2009 MÁNUDAGUR 585-6500 audur.is Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn Opinn kynningarfundur Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð Mánudaginn 18. maí kl. 17:15 Allir velkomnir SAMGÖNGUR „Ég held að það sé alveg ljóst að það verður ekki frítt fyrir námsmenn í Strætó næsta vetur,“ segir Jórunn Frímanns- dóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að mikill vilji sé til þess að niðurgreiða strætókort fyrir námsmenn í stað þess að hafa þau ókeypis. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig verður komið til móts við námsmenn nú þegar tveggja ára tilraun með ókeypis strætisvagnaferðir virðist komin á endastöð. Jórunn segir að reynt verði að ná lendingu sem fyrst, í öllu falli fyrir sumarfrí. Reynslan sýnir að námsmenn sem ekki taka strætó eru ekki lík- legri til að byrja þótt þeir fái ókeyp- is kort, segir Jórunn. Þeir sem noti strætó á annað borð fari þó fleiri ferðir. Farþegum hefur fjölgað á þessu ári, en Jórunn segir að það sé frekar tengt slæmu efnahags- ástandi en því að námsmenn hafi verið duglegir að nota strætó. Þrátt fyrir erfitt ástand í fjár- málum sveitarfélaga segir Jórunn fullan vilja til þess hjá þeim sveitar- félögum sem standi að Strætó bs. að skerða þjónustustigið ekki frekar en þegar er orðið. Allir vilji standa vörð um þessa mikilvægu þjónustu, um það sé mikil eining í eigendahópnum. - bj Tveggja ára tilraun með ókeypis strætóferðir fyrir námsmenn komin á endastöð: Námsmenn þurfa að borga FJÖLGAR Farþegum Strætó hefur fjölgað á þessu ári, en það tengir Jórunn Frí- mannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., frekar við efnahagsástandið en að námsmenn séu að nýta sér ókeypis ferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Guðlaugur Magni Óðinsson lést í bílslysi skammt sunnan við Dalsá í Fáskrúðs- firði á laug- ar dag. Guð- laugur var sautján ára gamall, til heimilis að Króksholti 6 á Fáskrúðsfirði. Guðlaugur var í bíl sem ekið var út af þjóðvegi 92 fyrir botni Fáskrúðsfjarðar á laugar- dagsmorgun. Lést í bílslysi ÚTIVIST Landsmenn nutu margir einmuna veðurblíðu í gær, og fór hitinn í nítján stig í höfuðborginni. Fjölmargir notuðu tækifærið og stunduðu útivist af ýmsu tagi, fóru í sund, hjólatúra og gönguferðir í góða veðrinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands var veðrið gott víð- ast hvar í gær, og fór hitinn mest í tuttugu stig á Þingvöllum. Heldur var þó kalt í þokulofti víða á Aust- urlandi. Spáð er áframhaldandi veðurblíðu víða um land. Höfuð- borgarbúar geta því hlakkað til sól- ríkrar og þurrar viku, en reikna má með rigningu um næstu helgi. - bj Spáð áframhaldandi sólríku og þurru veðri víða um land í vikunni: Hitinn í 20 stig á Þingvöllum MEÐ SNÚNINGI OG DÝFU Nauthólsvík var þéttsetin í góða veðrinu í gær. Þessir drengir æfðu stökk fyrir lengra komna á sandinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Varðveitt eru líf- sýni úr um 300.000 Íslendingum í lífsýnasafni sem að stærstum hluta er geymt á Landspítalan- um en einnig á Akureyri og í lít- illi rannsóknarstofu í einkaeigu á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eiga allir Íslendingar sýni í safninu, aðeins þeir sem eitthvað hefur verið fjarlægt af. Elsta sýnið er frá því um 1935. „Þegar fólk kemur til lækn- is og eitthvað er fjarlægt, hvort sem það er varta af húðinni, heilt lunga eða leg, þá er gerð sjúk- dómsgreining og svo er varðveitt pínulítið sýni um óákveðinn tíma til að hægt sé að skoða sýnið ef sjúkdómur kemur aftur upp hjá þessum sjúklingi,“ segir Jóhann- es Björnsson, yfirlæknir á Land- spítalanum og formaður stjórnar Lífsýnasafnsins. Sýnin eru einn sinnum tveir sentimetrar að stærð og eru varð- veitt í læstum hirslum. Þau eru eingöngu notuð í tvenns konar til- gangi; í nafnlausum vísindarann- sóknum og til að þjónusta sjúk- linga. „Varðveittur er lítill hluti af hverju sýni til að geta þjónustað viðkomandi einstakling. Ef hann fær til dæmis illkynja meinsemd í húð og fæðingarblettur hefur verið tekinn fyrir þrjátíu árum er sýnið skoðað aftur,“ útskýrir Jóhannes. „Læknir, sem fjarlægir til dæmis blett af húðinni, sendir hingað sýni og við gerum á því greiningu og sendum honum svar. Síðan er hluti af sýninu varðveitt- ur hér,“ segir hann. Sýnin eru varðveitt þannig að þau eru „fixuð eins og það er kall- að, í formalíni. Það drepur allan vef og því eru þau gerð óvirk. Síðan eru þau steypt inn í vax,“ segir Jóhann- es og tekur fram að sýni séu aðeins tekin af veiku fólki. Á Íslandi eru í gildi lög frá árinu 2000 þar sem kveðið er á um söfnun, meðferð og aðgang að lífsýnum í lífsýnasafni. Jóhann- es segir að slík söfn séu í þús- undatali um allan heim en það sem geri safnið hér á landi sér- stakt sé að Íslendingar séu svo fámennir að allt safnið sé nánast á sama stað. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir ætluðu samþykki sjúklings fyrir því að lífsýni verði vistað í lífsýnasafni enda sé getið um það í almennum upplýsingum frá heil- brigðisstarfsmanni eða heilbrigð- isstofnun. Sá sem lífsýnið er úr getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt og skal lífsýninu þá eytt. ghs@frettabladid.is Lífsýni úr 300 þúsund Íslendingum varðveitt Geymd eru sýni úr 300 þúsund Íslendingum á Landspítalanum, Akureyri og á einkastofu í Reykjavík í rannsókna- og þjónustuskyni. Læknar sem taka vörtur, fæðingarbletti eða leg senda sýni í safnið. Ekki eiga allir Íslendingar þar sýni. ÞEGAR EITTHVAÐ ER FJARLÆGT Til eru sýni úr 300 þúsund Íslendingum og nær safnið aftur til um 1935. Í safninu eru aðeins sýni af einstaklingum sem eitthvað hefur verið fjarlægt af, til dæmis varta eða fæðingarblettur, en læknar senda sýnin til rannsóknar á Landspítalann og um leið er hluti varðveittur í lífsýnasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óskar Páll, var ekki fúlt að enda á bak við Rybak? „Nei, ber er hver að Rybaki nema bróður eigi í Noregi.“ Íslenska lagið Is It True? eftir Óskar Pál Sveinsson endaði í öðru sæti í Eurovision á eftir lagi Norðmannsins Alexander Rybak, Fairytale. INDLAND, AP Congress-flokkurinn í Indlandi, með forsætisráðherr- ann Manmohan Singh í farar- broddi, bar sigur úr býtum í þing- kosningum í landinu sem voru haldnar á laugardag. Sigurinn er einn sá öruggasti í Indlandi í tæpa tvo áratugi. Sigur flokksins og um leið slæmt gengi indversku kommún- istaflokkanna þýðir að umbætur í trygginga- og lífeyrismálum ásamt banka- og verslunarmálum ná líkast til fram að ganga. Þrátt fyrir það telja sérfræðingar ólík- legt að frjálst markaðshagkerfi verði innleitt í landinu í bráð. Alþjóðafjármálakreppan hefur fyrst og fremst komið í veg fyrir það, enda halda Indverjar að sér höndunum þegar kemur að fjár- festingum erlendis. Ekki stendur heldur til að losa um reglugerðir tengdar fjárfestingum í nánustu framtíð. - fb Kosningum lokið í Indlandi: Yfirburðasigur hjá Congress MANMOHAN SINGH Forsætisráðherra Indlands er að vonum hæstánægður með sigurinn í kosningunum. MYND/AP AMSTERDAM, AP Súdanski upp- reisnarleiðtoginn Bahr Idriss Abu Garda hefur gefið sig fram við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. Hann er ákærður fyrir að hafa framið stríðsglæpi í árás sem kostaði tólf friðargæsluliða lífið í Darfur-héraði árið 2007. Abu Garda er sá fyrsti af þremur sem eru grunaðir um að bera ábyrgð á árásinni, sem er formlega ákærður. Dómsmál- ið er það eina sem hefur verið höfðað gegn uppreisnarmönnum í Darfur-héraði. Samkvæmt Sam- einuðu þjóðunum hafa hátt í 300 þúsund manns látið lífið í Darfur og um 2,7 milljónir misst heimili sín frá árinu 2003. - fb Súdani fyrir dómstóla í Haag: Ákærður fyrir stríðsglæpi DARFUR Hátt í 300 þúsund manns hafa látið lítið í Darfur-héraði á undanförnum árum. VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings hefur höfðað mál gegn breska fjárfestinum Robert Tchenguiz fyrir breskum dómstólum. Nefndin gerir kröfu um 180 millj- ónir punda frá fjárfestinum. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í Sunnudagsblaði sínu, Observer. Þar kemur fram að upphæðin er söluhagnaður af sölu á hlut Tchenguiz í bresku verslunarkeðjunni Sommerfield. Skilanefndin telur að hún hafi átt að renna inn í bankann en ekki beint til fjárfestisins. Vegna annarra málaferla eru eignir Tchenguiz tengdar Sommerfield frosnar í Bretlandi. - kóp Skilanefnd Kaupþings: Höfðar mál gegn Tchenguiz Óku fram á bíl á hvolfi Björgunarsveitarmenn, á leið heim frá ráðstefnu á Akureyri, óku fram á bíl á hvolfi í Hrútafirði í gær. Ökumaður var einn í bílnum og hlúðu björgunar- sveitarmennirnir að honum. Honum var svo ekið til móts við sjúkrabíl sem kom frá Hvammstanga. SLYS SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.