Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 18. maí 2009 21
Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna og hefur gefið af sér þá ímynd
að ekkert komi honum úr jafnvægi. Nema kannski
brjálaðir lundar á Íslandi og steikt hjörtu. Og hjá-
kona á tökustað. Já, eins og kom fram í heimspress-
unni stóð hjónaband kokksins ansi tæpt þegar
breskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði átt
í ástarsambandi við Söruh Symonds. Ramsey vísaði
því á bug og sagðist aldrei hafa stigið í vænginn við
neina konu nema frúna.
Symonds birtist hins vegar óvænt á tökustað
þegar Ramsay var að segja lærlingum sínum á
Hell‘s Kitchen, veitingastaðnum sínum í Los Ang-
eles, til syndanna. Tökuvélarnar voru ekki lengi
að finna Symonds og beindu kastljósinu að henni
í stutta stund en svo hvarf hún eins og hendi væri
veifað. Talið er að tökurnar hafi staðið yfir í jan-
úar á þessu ári og telja fjölmiðlar nú nokkuð ljóst
að kjaftfori kokkurinn og Sarah hafi jafnvel ruglað
saman reitum á einhverjum tímapunkti.
Ramsay fékk óvæntan gest
HJÁKONA Í MYND Meint hjákona Gordons Ramsay birtist í raun-
veruleikaþættinum Hell‘s Kitchen og þykir það skjóta rótum
undir þá kenningu að Ramsay hafi brotið hjúskaparheit sín.
Upptökustjórinn Danger Mouse
er hættur við að gefa út plötuna
Dark Night of the Soul eftir deil-
ur við útgáfufyrirtæki sitt. Danger
Mouse, sem heitir réttu nafni Brian
Burton, fékk í lið með sér rokkar-
ana Sparklehorse og Íslandsvin-
inn David Lynch til að gera þrett-
án laga plötu. Auk þess hjálpuðu
nokkrir þekktir músíkantar til
við verkefnið; þeir Iggy Pop, Juli-
an Casablancas úr The Strokes og
meðlimir The Flaming Lips og Pix-
ies. Plötunni átti að fylgja mynda-
bók sem David Lynch gerði.
Danger Mouse hefur neitað að
tjá sig um málið en afstaða hans
er klár. Hann hyggst gefa plötuna
út eins og áætlað var, nema með
tómum diski í hulstrinu. Með því
mælist hann beinlínis til þess að
fólk kaupi umbúðirnar en hali tón-
listinni niður af netinu.
Danger Mouse
hættir við plötu
ÓSÁTTUR Danger Mouse lenti í rimmu
við plötufyrirtækið EMI.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Þrír af fjórir meðlimum bresku
rokksveitarinnar The Libertines
stigu saman á svið á föstudags-
kvöldið. Breska tónlistartímarit-
ið NME greinir frá því að Pete
Doherty, Carl Barat og Gary
Powell hafi, flestum að óvörum,
stigið á svið á Rhythm Factory
í London og spilað sjö lög. Þetta
eru fyrstu tónleikar The Libert-
ines síðan 2004 þegar sveitin
hætti.
Óvænt end-
urkoma The
Libertines
THE LIBERTINES Hafði ekki spilað síðan
2004.
Læknagrínþættirnir Scrubs
verða framleiddir áfram, þrátt
fyrir spár annars efnis. Næsta
þáttaröð verður sú níunda í röð-
inni. Þeirri áttundu lauk fyrir
skemmstu með þætti sem kallað-
ist „My Finale“ og töldu margir
að hann yrði sá síðasti sem yrði
framleiddur. Þættirnir hafa feng-
ið lítið áhorf eftir að þeir færð-
ust frá sjónvarpsstöðinni NBC
yfir til ABC. Aðalstjarnan, Zach
Braff, hafði tilkynnt brotthvarf
sitt.
Nú hefur ABC staðfest að þætt-
irnir halda áfram og Braff hefur
fallist á að leika í sex þáttum í
næstu þáttaröð. Þá kveður hann
endanlega en í þessum sex þátt-
um verður nýr hópur aðalleik-
ara kynntur til sögunnar. Þar á
meðal verða nýgræðingar sem
kynntir voru í áttundu þáttaröð-
inni auk gamalla aðalpersóna
eins og dr. Turk, dr. Cox og Hús-
vörðurinn. Þá er búist við því
að Sarah Chalke, sem leikur dr.
Elliott Reid, leiki í sömu sex þátt-
um og Braff.
Scrubs fær
framhaldslíf
J.D. KVEÐUR Zach Braff leikur í sex
Scrubs-þáttum til viðbótar.