Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 14
 18. maí 2009 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverf- is- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslend- inga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu ára- tugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju. Erlendir umhverfisverndar- sinnar geta ekki ætlast til þess að Íslendingar einir borgi fæðið fyrir þessa afræningja. Ef þeir vilja ekki að hvalir séu veiddir þá er lágmarkskrafa að þeir taki þátt í að borga fæðiskostnaðinn. Það má líkja þessu við ótta manna vegna eyðingu regnskóg- anna á Amazonsvæðinu. Hvert tré þar bindur tíu sinnum meira af koltví- sýringi en tré á Íslandi og það er því mikið í húfi. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir, sem hafa atvinnu af skógarhögginu, séu sendir heim bótalaust. Þeir þurfa að lifa eins og aðrir og því er eina ráðið að greiða þeim bætur fyrir að hætta skógar- högginu. Svo vikið sé aftur að hvalamál- unum og stærð hvalastofnanna umhverfis landið þá má leiða að því líkur að hvalirnir éti nytja- fisk að verðmæti tveggja millj- arða evra á ári hverju. Mín tillaga er sú að erlend umhverfisvernd- arsamtök eða ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem hvað harðast hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslend- inga, borgi 70% af fæðiskostnaði hvalanna. Íslendingar geta tekið 30% á sig. Gerist þetta þá er sjálf- sagt að hætta hvalveiðum. Ef ekki þá á að auka hval- veiðar og nýta stofnana með sjálfbærum hætti. Málið er einfalt. Sá, sem á kartöflu- eða kálgarð, stuggar við þeim sem stela úr garðinum. Hann skýtur gæsirnar sem leggjast á kálið. Hið sama eigum við að gera til þess að vernda nytjastofnana í hafinu sem þessi þjóð hefur lengstum lifað svo til alfarið á. Höldum hvalastofnum í skefjum með skynsamlegum veið- um. Ef einhverjir vilja hins vegar taka þátt í að greiða fyrir fæðu þeirra þá er sjálfsagt að skoða það mál. Með nútímatækni er hægt að merkja hvali og fylgjast með ferð- um þeirra með aðstoð gervihnatta. Þeir, sem tækju hvali í fæði, gætu þá fylgst með ferðum þessara dýra og því hvar þau eru að éta hverju sinni. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Hver á að bæta fæðiskostnaðinn? ÓSKAR HRAFN ÓLAFSSON UMRÆÐAN Haraldur Flosi Tryggva- son og Kristín Péturs- dóttir skrifa um Evr- ópumál Fjölmargir eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu kæmi landi og þjóð vel. Þá eru aðrir þeirrar skoðunar að Evrópusambandsaðild komi Íslandi og Íslend- ingum illa. Langflestir í þessum hópum eru jafn- framt þeirrar skoðunar að lýðræðisfyrirkomulag- ið sé það fyrirkomulag sem best hentar íslensku samfélagi. Iðulega er þetta fólk sammála um að leggja beri samning um aðild að Evrópusambandinu í dóm þjóðar- innar. En þá eru ekki allir taldir. Til eru þeir sem eru hræddir um að samn- ingur um aðild að Evrópusamband- inu verði ekki góður og að þjóðin muni þrátt fyrir það samþykkja slíkan samning í kosningum. Ótti kemur í veg fyrir að þetta fólk vilji ganga til samninga. Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarvið- ræðum á þessum grund- velli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið. Til að koma til móts við viðhorf síðastnefnda hóp- inn hafa stjórnmálamenn, bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, lagt til að þjóðin kjósi um það hvort ganga eigi til samn- inga um aðild að Evrópu- sambandinu. En um hvað ætti slík kosning að snú- ast? Væri ekki réttast að þar væri spurt hvort þú óttist um að aðrir velji á endanum eitthvað sem þér ekki líkar. Með öðrum orðum þá snerist spurning- in um hvort þú óttaðist lýð- ræði eða ekki. Hverskonar ákvörðun kæmi út úr slíkri kosningu? Ef niðurstaðan yrði sú að þjóðin óttaðist ekki lýðræðið þá mætti túlka hana þannig að taka skuli ákvörðun um málið reista á rökum. Að öðrum kosti væri niður- staðan sú að þjóðin vildi láta óttann stjórna sér, hún teldi rétt að leita ekki upplýsinga. Val af þessu tagi getur engan veginn talist til upp- lýstrar ákvarðanatöku og er óboð- legt lýðræðisþjóð. Við teljum að umtalsverð líkindi séu til þess að Evrópusambands- aðild væri gæfuspor fyrir íslenska þjóð. Við erum sammála um að mikil vægt sé að afla betri upplýs- inga um málið með aðildarviðræð- um og að niðurstaðan skuli borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í lýðræðislegum kosn- ingum. Við höfum ásamt tæplega 15.000 öðrum undirritað yfirlýsingu þessa efnis á heimasíðunni www. sammala.is í þeim tilgangi að hvetja stjórnvöld til þess að ganga óhrædd til aðildarviðræðna og þjóðina til að ganga óhrædd til kosninga. Við teljum brýnt að skoða alla kosti sem gætu leitt til endurnýj- aðs stöðugleika og hagsældar á Íslandi. Látum ekki óttann við lýð- ræðið koma í veg fyrir að þjóðin taki afstöðu til þessa mikilvæga máls. Haraldur Flosi er lögfræðingur og Kristín forstjóri. Óttinn við lýðræðið KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR HARALDUR FLOSI TRYGGVASON Sami ótti setur lýðræðishalla á íslenskt samfélag, því sumir virðast reiðubúnir til að berjast gegn aðildarviðræðum á þessum grundvelli. Sú afstaða kemur í veg fyrir að þjóðin geti kosið um málið. sumarferdir.is Rimini – nýr áfangastaður á Ítalíu Ekta ítalskur matur Ítölsk menning Frábært strandlíf Stutt til Feneyja Einstök gestrisni UMRÆÐAN Inga Rut Ingadóttir, Lena Sólborg Valgarðsdóttir og Steinunn Erla Sigur- geirsdóttir skrifa um leikskólastarf Mikil umræða hefur verið í þjóðfélag-inu og á Alþingi um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Rætt hefur verið um Barnasáttmálann í tengslum við lög- festingu hans hér á landi og nýleg mál þar sem börn voru beitt líkamlegum refs- ingum eða ofbeldi. Í námi okkar höfum við unnið verkefni sem lýtur að innleið- ingu þróunarverkefnis í leikskóla og var ákveðið að taka Barnasáttmálann fyrir sem viðfangsefni. Lítið efni er til um kennslu eða fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi barna og það sem til er miðast oft við eldri börn. Því var talsverð áskor- un að vinna með efnið. Í 42. grein Barna- sáttmálans kemur fram að þau ríki sem samþykkja sáttmálann skuldbindi sig til að kynna hann fyrir börnum og fullorðn- um. Því ákváðum við að skoða hvernig hægt væri að kynna börnum á leikskóla- aldri réttindi þeirra og reyna að finna hvaða leiðir væri best að fara í vinnu með Barnasáttmálann. Markmið með vinnu um réttindi Markmið með vinnu með Barnasáttmál- ann á leikskólum er að börnin velti fyrir sér réttindum sínum, tjái sig og verði fær um að segja sína skoðun án þess að særa aðra. Mikilvægt er að fjalla um ábyrgðina sem fylg- ir því að segja það sem manni finnst, það er ekki hægt að segja allt sem manni sýnist. Þetta er liður í því að styrkja barnið sem einstakling og félagsleg færni þess eykst. Vinnu með Barnasáttmálann er hægt að tengja vinnu með gildi eins og ábyrgð, umburðarlyndi og réttlæti og einnig lífs- leikni. Ekki hefur skapast meiri umræða í þjóðfélaginu en nú um gömlu, góðu gildin. Sáttmálinn verður 20 ára í nóvember og þá er stefnt að því að lögfesta hann og því kjörið tækifæri að byrja núna að taka upp Barnasáttmálann í leikskólum. Af hverju Barnasáttmálinn? Af hverju að vinna með Barnasáttmál- ann? Jú það er mikilvægt að börn byrji strax í leikskóla að tjá sig, segja sínar skoðanir og venjist þannig lýðræðislegum starfsháttum. Lýðræði lærist ekki á því að fylgjast með heldur með því að vera virkur þátttakandi. Með fræðslu okkar erum við að byggja upp lýðræðislega hugsun hjá börnunum þar sem þau eru þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þau þurfa að vita að framlag þeirra skipti máli og það sé þeirra réttur. Því skulum við tryggja börnum farveg fyrir þetta í leikskólum landsins. Kynning á þróunarverkefnum útskrift- arnema verður í Bratta, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, föstudaginn 15. maí og hefst hún kl. 9. Eftir það verður hægt að skoða verkefni nema í Fjöru, matsal skólans, og kynna sér enn betur vinnu þeirra. Höfundar eru útskriftarnemar í leikskólakennara- fræðum við Háskóla Íslands. Barnasáttmálinn í leikskólastarfi STEINUNN ERLA SIGURGEIRSDÓTTIR LENA SÓLBORG VALGARÐSDÓTTIR INGA RUT INGADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.