Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Eldhúsið er mitt uppáhaldshorn. Mig hafði lengi dreymt um svart eldhús með háglansáferð og lét mér einhvern tíma detta í hug að mála eldhúsið mitt svart en það vakti ekki mikla lukku hjá vinum og vandamönnum, sem þótti þetta brjálæðisleg hugmynd. Þegar ég skoðaði þessa íbúð þá réð eldhús- ið úrslitum,“ segir Sólveig Péturs- dóttir bókavörður, og bætir við að auðvelt sé að þrífa eldhúsið. „Ég er mun hrifnari af þessu eld- húsi svona heldur en ef það væri bara hvítt. Allir litir njóta sín og einnig er eitthvert japanskt yfir- bragð sem ég er hrifin af. Skær- ir litir á móti svörtu eru sérstak- lega fallegir,“ segir Sólveig. „Mér líður voðalega vel í eldhúsinu og í íbúðinni sem ég flutti í fyrir tæpu ári síðan og er afskaplega heima- kær.“ Í eldhúsinu eru stórir glugg- ar sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið og gegnir það líka hlut- verki borðstofu. „Þetta er vagga heimilisins. Þarna sitjum við og borðum, lærum og gerum allt sem gera þarf. Opið er inn í stofuna þó að vísu sé smá veggur sem skilur að eldhús og stofu, þetta er alveg eins og ég vil hafa það. Við erum með ylströnd á móti okkur, fínan og skjólgóðan pall þannig að hér er gott að vera. Bara fuglasöngur og kerið,“ útskýrir hún ánægð en Sólveig býr í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Sólveig viðurkennir að hún hafi gaman af litlum hlutum og nýtur þess að dúlla við heimilið. „Þetta eru oft svolítið óhefðbundnir hlut- ir sem ég heillast af, skemmtilegar myndir og sniðugt dót. Síðan þarf ég að hafa útvarp nálægt mér í eld- húsinu og þykir óskaplega vænt um hrærivélina mína þannig ég er svolítil dundukella í mér,“ segir hún og brosir. „Ég les hönnunar- blöð og geri mér kaffi latte, hef gaman af búðum eins og Kokku og skoða þar eldhúsáhöld og annað smálegt.“ hrefna@frettabladid.is Hjartað slær í eldhúsinu Svört eldhúsinnrétting með háglans hafði lengi verið draumur Sólveigar Pétursdóttur bókavarðar. Þrátt fyrir ýmsar úrtölur lét hún loks drauminn rætast þegar hún flutti og sér svo sannarlega ekki eftir því. Sólveig er ánægð með svarta eldhúsið sem uppfyllir gamlan draum. „Ég er eldhúskona fram í fingurgóma, geri mikið af kaffi latte og hef gaman af að fá fólk í mat, en ég er svokallaður hamfarakokkur og nota uppskriftir ekki mikið,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STYRKIR voru afhentir úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur á dög- unum. Hæsta styrkinn fékk Kirkjutorg 4, rúmar 1,6 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til endurgerðar eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.