Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 18. maí 2009 17 sjálfsskoðun í námi með þessum hætt er eflaust mjög nýtt fyrir mörgum,“ bendir hún á. Undirbúningur að náminu hófst fyrir um tveimur árum. Edda hefur komið að honum sem full- trúi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða ásamt öðrum sem í sínu starfi tengjast þessum málaflokki með einhverjum hætti. Hópurinn hefur hist reglulega á tímabilinu til að þróa og skipuleggja námið í samstarfi við ýmsa sérfræðinga, sem hann hefur kallað til. Edda segir að púlsinn á málefnum inn- flytjenda hafi þar af leiðandi verið tekinn á víðtækum grunni og þarf- irnar greindar. „Það hefur verið sérlega ánægjulegt að fá tækifæri til þess að þróa þessa námsbraut,“ segir hún. Afrakstur vinnunnar er eins og áður sagði ný námsbraut í málefn- um innflytjenda á meistarastigi. Um er að ræða tveggja missera 45 (ECTS) eininga nám. Það verð- ur einnig hægt að taka í fjárnámi. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar Há- skóla Íslands, www.endurmennt- un.is. vala@frettabladid.is UM MÁLEFNI INNFLYTJENDA rýnni þörf NÁM Í SJÁLFSSKOÐUN Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi og einn af skipuleggjendum náms í málefnum innflytjenda. Nú eru gráðaostur og piparostur fáanlegir í handhægum plastöskjum. Sparaðu tíma og fyrirhöfn við að rífa niður þessa sígildu sósuosta og galdraðu fram fljótandi meistaraverk. Við sósugerð er mikilvægt að hræra alltaf með jöfnum hraða og mynda áttu með sósupísknum. Þannig næst árangur. www.ms.is/gottimatinn Sósukokkar athugið! KJÚKLINGUR 6 stk. kjúklingabringur 3 dl sýrður rjómi 2 msk. sætt sinnep 1 msk. dijon sinnep 3 dl kornflögur salt og nýmulinn svartur pipar SÆTKARTÖFLUGRATÍN 1 kg sætar kartöflur 1 stk. meðalstór laukur 100 gr. beikon 4 dl rjómi 100 gr. piparostur rifinn 200 gr. gratínostur salt H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 nýjung á pizzun a, í sósuna í pasta Kjúklingur með sinnepssósu og sætkartöflugratíni Takið skinnið af bringunum og setjið í smurt form kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Blandið saman sýrðum rjóma og sinnepi og smyrjið yfir kjúklinginn. Stráið því næst muldum kornflögum yfir svo þær hylji kjúklinginn vel . Bakið við 185° í u.þ.b. 30 mín eða þar til bringurnar eru gegnumsteiktar. Berið fram með sætkartöflugratíni og fersku brokkolí. Skrælið og skerið sætar kartöflur í teninga og saxið laukinn. Setjið í eldfast mót. Steikið beikon á pönnu og hellið rjóma yfir, bætið í rifnum piparosti, blandið vel saman, hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og stráið loks gratínosti yfir. Bakið við 175° í 30–40 mín. Aðgengi að Garðskagavita hefur verið bætt til muna. Garðskagaviti er vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Undanfarið hefur verið unnið að því að gera að- komuna að gamla vitanum aðgengi- legri fyrir alla. Ferðamálasamtök Suðurnesja létu vinna verkið fyrir styrk frá Umhverfissjóði Ferða- málastofu. Ætlunin er að lagfæra aðgengi að 20 ferðamannastöðum á Reykja- nesi, en það er opinber stefna í sveitarfélaginu að gera sem flesta áfangastaði ferðamanna aðgengi- legri fyrir alla. Næsta verkefni er að bæta aðgengi að Gunnuhver á Reykjanesi og að Valahnjúk. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri og Oddný Harðardóttir bæjar- stjóri klipptu á borðann á dögunum með aðstoð Róberts Arons og opn- uðu þannig aðgengi allra að Garð- skagavita. - sg Allir komast í vitann sem vilja VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR Erlendum ferðamönnum þykir eftirsóknarvert að heimsækja Garðskagavita. Aðgengið hefur verið bætt til muna. STÓRSKÁLD Nú eru 120 ár liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar. Í tilefni af því verður málþing helgað skáldinu haldið í Þjóðarbókhlöðunni í dag. MYND/GUNNARSSTOFNUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.