Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 12
22. maí 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Eyþór Arnalds
15% verðlækkun
NICOTINELL Mintutyggjó
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
Gildir út maí 2009
15%
verðlækkun
LAMISIL ONCE
Ekkert getur komið í veg
fyrir að í ágúst hefjist
framleiðsla í álþynnuverk-
smiðju, sem er meira verð-
mætaskapandi en önnur
íslensk stóriðja. Að auki
mengar hún alls ekki neitt,
að sögn Eyþórs Arnalds
framkvæmdastjóra.
„Ég held að þetta sé næsti kafli
á eftir álverunum. Það eru góð
tækifæri í því að fara í orkufreka
hátækni. Við erum að koma með
þetta „eitthvað annað“ sem allir
hafa verið að tala um sem valkost
við álverum,“ segir hann.
Eyþór og félagar hans í fjár-
festingarfélaginu Strokki eru með
tvær verksmiðjur í burðarliðnum,
önnur er álþynnuverksmiðja í Eyja-
firði, kennd við ítalska fyrirtækið
Becromal og hið þýsk/japanska
Epcos-TDK. Þessi verksmiðja er
tilbúin og krefst 75 megavatta og
90 starfsmanna til að byrja með.
Hin verksmiðjan sem er fyrir-
huguð á að verða kísilverksmiðja
sem framleiðir kísil í sólarraf-
hlöður, og gæti verið reist í Þor-
lákshöfn, Grindavík eða Húsavík.
Þessi þarf fimmtíu megavött af
raforku og 150 starfsmenn.
Skuldlaust félag
Er hægt að standa í nýjum stóriðju-
rekstri á tímum gjaldeyrishafta og
lánsfjárþurrðar?
„Við fórum af stað með álþynnu-
verksmiðjuna í byrjun árs 2007 og
lukum fjármögnun sama ár. Við
náðum raforkuksamningi strax
í ágúst. Framleiðslan hefst nú í
ágúst, 24 mánuðum eftir að við
byrjuðum. Það er skammur tími,
miðað við stóriðju,“ segir Eyþór.
Strokkur hafi árið 2007 synt
á móti straumnum og ákveðið að
skuldsetja sig ekki. Enda sé félagið
skuldlaust í dag, og alveg laust við
útrásarvíkinga í fjárfestahópnum,
sem samanstandi helst af mönn-
um úr byggingariðnaði og sjávar-
útvegi.
Stefnan var strax tekin á virð-
isaukandi og orkufrekan hátækni-
iðnað, segir Eyþór. Netþjónabú hafi
komið til greina, en slíkur iðnaður
sé ekki eins spennandi, af ýmsum
ástæðum. Til dæmis sé hann háður
því að lagðir verði helst tveir ljós-
leiðarar að landinu.
„Álþynnuverksmiðjan er risin
og það er mikil þörf fyrir hráefnið.
Þetta verður stærsta verksmiðja
sinnar tegundar í Evrópu. Við
verðum með græna framleiðslu
fyrir grænorkumarkaðinn. Hún
losar engin efni í andrúmsloftið og
úrgangurinn, álkurl, verður endur-
unninn. Eina „mengunin“ er sú að
við tökum inn kaldan sjó, en skil-
um honum út heitum.“
Eins og farsímar árið 1992
Þótt nú ríki kreppa í heiminum,
sem hamlar vexti í flestum geir-
um og lækkar verð á áli og annarri
framleiðslu, segir Eyþór aðstöðu-
mun á sinni framleiðslu og frum-
vinnslu málma, svo sem áli.
„Vöxtur í áli og stáli fylgir hag-
vexti, en vöxtur í grænni orku er
mun meiri, einfaldlega vegna þess
að þetta er nýtt og lítið. Þegar nýr
markaður verður til þá vex hann í
tugum prósenta, en stórir og gaml-
ir vaxa svipað og fólkið á jörðinni.
Sólarkísillinn er í mínum huga á
svipuðum stað og farsímar voru
1992. Þetta var nýjung, hún var
dýr, en hún var óumflýjanleg.“
Annars konar kísilverksmiðja
Pólísílikon, eða sólarkísill, er ein-
mitt verkefni hinnar verksmiðj-
unnar sem Strokkur undirbýr.
Þetta er efni sem er næstum jafn
hreint og kísillinn sem er notaður
í örgjörva í tölvur, og ætlaður sól-
arraforkumarkaðnum.
Þetta verður ekki eins græn
framleiðsla og aflþynnuverksmiðj-
an. Hún gefur til að mynda frá sér
koltvísýring, en engin spilliefni.
Eyþór bendir einnig á að afurðin
sjálf muni framleiða rafmagn sem
kemur í stað raforku sem er fram-
leidd með kolum.
Verksmiðjuna á að reisa í félagi
við stórt erlent fyrirtæki, sem ekki
hefur áður fjárfest á Íslandi, en
Eyþór vill ekki upplýsa um nafn
þess. Það verði gert „þegar verk-
efnið er komið á beinu brautina“.
Kísilverksmiðjan á enn eftir
að ganga frá orkusamningi, sem
verður við Orkuveitu Reykjavík-
ur, Hitaveitu Suðurnesja eða Þeista-
reyki.
„Við höfum átt í viðræðum um
tuttugu ára orkusamning síðustu
átján mánuði. Orkufyrirtækin eru
í þröngri stöðu eftir fjármálahrun-
ið, en ég er bjartsýnn á að ná samn-
ingum,“ segir Eyþór.
En ef það gengur ekki eftir?
„Þá verður þetta að veruleika
einhvers staðar annars staðar.“
Við erum að koma með
þetta „eitthvað annað“
ATHAFNAMAÐURINN EYÞÓR Hefur brátt rekstur álþynnuverksmiðju og er að leita að stað fyrir sólarkísilverksmiðju. Spilaði
síðast með Todmobile 2007, en útilokar ekki að gera það aftur. Hann er í bæjarráði Árborgar og ætlar að halda því áfram.
FRÉTTASKÝRING
KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON
klemens@frettabladid.is
Strokkur Energy var stofnað 2007 í þeim tilgangi að fjárfesta í orkugeiran-
um. Á tímabili stóð til að kaupa hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Ekkert varð þó
úr því, enda buðu Strokksmenn lægra en Geysir Green og Orkuveitan.
Um 60 prósenta hlut í Strokki á Gnógur, félag í eigu Harðar Jónssonar,
sem er tengdafaðir Eyþórs.
Um 30 prósenta hlut á svo Sólbakki, í eigu Arnar Erlingssonar.
Síðustu tíu prósentin á Eyþór Arnalds.
Sólbakki og Gnógur eru stofnendur Strokks, samkvæmt upplýsingum frá
Creditinfo.
STROKKURINN HANS EYÞÓRS
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið
stendur upp úr
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis-
aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent
Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi
stolt af þessum góða árangri og bendum
auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar
þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Allt sem þú þarft...
34%
74%
R
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA