Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 36
 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR Enn heldur Atli Örvarsson, tón- skáldið í Los Angeles, áfram að bæta á sig blómum. Nú hefur verið tilkynnt að hann semji tónlistina við nýjustu kvikmynd bandaríska stórleikarans Nicolas Cage, Season of the Witch. Auk hans er Íslands- vinurinn Ron Perlman í stóru hlut- verki og hin unga Claire Foy en ráðgert er að myndin verði frum- sýnd 2010. Handritið að myndinni þykir vera ansi safaríkt en Cage hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu eftir að tvíleikurinn um fornleifa- fræðing- inn Ben Gates í National Treasure fékk fremur dræmar viðtökur. Season of the Witch segir frá riddara sem er fenginn til að flytja grunaða norn á leynilegan stað en hún er grun- uð um að hafa komið af stað svarta dauða sem lagði Evrópu nánast í rúst. Leikstjóri er Dominic Sena, sem á að baki hinar misjöfnu kvik- myndir Swordfish og Gone in Sixty Seconds. - fgg folk@frettabladid.is „Mér þykir mjög vænt um hana og ég er brjáluð yfir því hvernig ráðist hefur verið inn í einkalíf hennar.“ LEIKKONAN SARAH JESSICA PARKER Tjáir sig um hótarnir sem staðgöngumóður hennar hafa borist að undanförnu. Vinnustaðahrekkur Sveppa tókst vonum framar og hefnd Audda reyndist brútal. „Sveppi hló nú en lét mig heyra það þegar við vorum búnir að slökkva á kamerunni. Sagði að ég ætti ekki von á góðu. Honum þótti þetta full brútalt,“ segir sjón- varpsmaðurinn Auddi. Einn dagskrárliður í þættin- um Sveppi og Auddi á Stöð 2 er vinnustaðahrekkur. Sveppi náði að stríða Audda rækilega nýver- ið þegar hann bætti unglingnum Búa Einarssyni á vinalista Audda á Facebook og Búi þessi fór þá að ofsækja Audda honum til lít- illar skemmtunar. Hann lá ekki á þeirri skoðun sinni að krakka- fíflið væri með öllu óþolandi. „Já, hann má eiga það fíflið, að hann náði mér,“ segir Auddi. En hefnd Audda reyndist grimmileg og það fá aðdáendur þeirra að sjá í kvöld. „Ég átti eina mjög asnalega mynd af Sveppa þar sem hann liggur nakinn í kuðungi úti á svölum. Mynd sem tekin var úti í Dan- mörku okkur Huga til skemmt- unar á sínum tíma. Sem betur fer var henni aldrei eytt,“ segir Auddi. Ekki er víst að Sveppi taki undir það því myndina lét Auddi stækka og fékk Strætó í lið með sér. Myndin var sett risastór aftan á leið 15 með textanum: Áttu í ves- eni með aukakílóin? Þú ert ekki einn. Kveðja, Sveppi. „Svo tók ég Sveppa með mér í smá bíltúr. Ég fékk að heyra á hvaða leið Strætó var, og þegar við vorum að keyra yfir Gullinbrú sagði ég við Sveppa: Heyrðu, ert þetta ekki þú? Og þá blasti myndin við,“ segir Auddi og vill ekki meina að hann eigi skilið að fá það óþveg- ið frá Sveppa í framhaldinu. Vill meina að nú séu þeir jafnir. jakob@frettabladid.is Grimmdarleg hefnd Audda GLAÐUR EFTIR VELHEPPNAÐ GRÍN Auddi var ánægður með hvernig til tókst og lítur nú á að jafnt sé á með þeim komið eftir að Sveppi samþykkti óþol- andi ungling inn á Facebook-síðu hans. Konur hlæja saman í Køben Edda Björgvins og Helga Braga Verð á mann í tvíbýli: 84.900kr. 26.–28. júní 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á 4* Hotel Square og sjálfsstyrkingarnámskeið. Njóttu lífsins í Køben með frábærum konum. Sjálfs- styrking, hlátur og tóm gleði! Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Fjórða vampírumyndin í Twi- light-seríunni er í bígerð og verð- ur hún byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Þetta staðfesti leikarinn Robert Pattin- son á kvikmyndahátíðinni í Cann- es. Tökum á annarri myndinni, New Moon, er að ljúka um þessar mundir á Ítalíu og tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-mynd- in naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhalds- myndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlk- unnar Bellu og vampírunnar Edwards, sem Pattinson leikur. Twilight í fjórða sinn TWILIGHT Robert Pattinson segir að fjórða Twilight-myndin sé í bígerð. Atli semur tónlist við svarta dauða Í GÓÐUM MÁLUM Atli Örvarsson virðist hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Hollywood en hann semur tónlistina við nýjustu kvikmynd Nicolas Cage. „Hugmyndin var algjörlega út úr kortinu og ég er alltaf til í eitthvað svoleiðis.“ HJARTAKNÚSARINN BRAD PITT Talar um handrit nýjustu myndar sinnar, Inglorious Basterds, í leikstjórn Quentins Tarantino. „Patrick Swayze er á lífi og nýtur lífsins. Meðferð hans gengur vel.“ UPPLÝSINGAFULLTRÚI PATRICKS SWAYZE Vísar á bug fregnum um andlát leikarans í gærmorgun. NICOL- AS CAGE Nýtur liðsinnis Atla Örvars- sonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.