Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 6
6 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR Gerir stjórnarandstaðan of mikið úr sykurskattinum? JÁ 51,3% NEI 48,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að frysta launahækkanir? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir tekjur ríkisins hafa verið nokk- uð minni á þessu ári en ráð hafi verið fyrir gert. „Það er meiri samdráttur og heldur minni velta í samfélaginu,“ segir fjármálaráðherra. Haft var eftir Birki Jóni Jónssyni, alþingis- manni Framsóknarflokksins, á Vísi að hann ótt- aðist að forsendur fjárlaga væru brostnar. Kvað hann nýlega þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis- ins verða rædda á fundi efnahags- og skatta- nefndar í dag. Fjármálaráðherra segir ýmsar ráðstafanir sem ríkisstjórnin hafi gert til að koma til móts við atvinnulífið, sérstaklega varðandi frestun ýmissa gjalda, hafa hægt á tekjustreymi til rík- issjóðs. En sú frestun verði aðeins í eitt skipti. Steingrímur segir enn fremur að í vikunni hafi hann kynnt í ríkisstjórn fyrsta yfirlit yfir útgjaldaþróunina á þessu ári. „Það er alltaf þannig að einhverjir liðir hafa farið fram úr en aðrir ekki og heildarútkoman er vel ásættanleg og vel innan áætlunar,“ segir ráðherra og boðar að umrætt yfirlit verði sent til fjárlaganefndar Alþingis ásamt undirliggjandi gögnum um ein- staka fjárlagaliði. „Fjárlaganefndin getur þá fylgst með þessu með okkur,“ segir Steingrímur og ítrekar að vel sé fylgst með ef útgjöld fari fram úr áætlun. „Við ætlum að beita þessu aðhaldi mjög ákveð- ið því ekki veitir af að menn nái að halda sér innan við útgjaldarammann.“ - gar Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs undir áætlun en útgjöldin vera vel innan ramma: Fjárlaganefnd fær yfirlit yfir útgjöld STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fjármálaráðherra segir tekjusamdrátt hjá ríkissjóði meðal annars stafa af því að fyrirtækjum hafi verið heimilað að fresta greiðslu ýmissa gjalda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN „Við munum ekki sleppa neinum ef það er hættulegt þjóðaröryggi okkar,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt á Þjóðskjala- safni Bandaríkjanna í Washington í gær. Tilefnið var að Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði tillögu Obama um lokun Guantanamo- fangelsisins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á miðvikudag, 90 atkvæðum gegn sex. Obama sagði að Guantanamo skapaði líklega fleiri hryðjuverka- menn en það innihéldi. Sagði hann að barátta hans fyrir lokun fang- elsisins yrði erfið en möguleg. Frumvarpið sætti mikilli gagn- rýni í meðferð sinni fyrir öld- ungadeildinni þar sem þingmönn- um fannst ekki koma nógu skýrt fram hvernig farið yrði með þá 240 fanga sem væru í fangelsinu. „Við erum að meðhöndla þessi mál með þeim aðferðum sem lög og þjóðaröryggi gera ráð fyrir,“ sagði Obama. Dick Cheney, fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, hélt ræðu á öðrum stað í Washington á svipuð- um tíma. Sagði hann þverpólitíska sátt þurfa að vera um mikilvæg mál sem kæmu frá forsetanum. Hins vegar sagði hann að stefna Bush-stjórnarinnar í utanríkismál- um hefði verið að koma í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir eins og voru 11. september 2001. Þess vegna væri nauðsynlegt að Guant- anamo-fangelsið væri. - vsp Obama hélt ræðu til varnar Guantanamo-frumvarpinu í Washington í gær: Baráttan verður erfið en árangur mögulegur BARACK OBAMA Varð fyrir miklu áfalli á miðvikudaginn þegar öldungadeild Banda- ríkjaþings hafnaði tillögu hans um lokun Guantanamo-fangelsisins með yfirgnæf- andi meirihluta. STJÓRNSÝSLA Ákvörðun bæjarráðs sveitarfélagsins Ölfuss um að synja Lýsi hf. um leyfi fyrir upp- setningu óson- hreinsunartanka við fiskþurrkun fyrirtækisins í Þorlákshöfn hefur verið ógilt af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Úrskurðarnefndin segir að bæjarráðið hafi hafnað umsókn Lýsis án þess að byggingarnefnd Ölfuss hafi afgreitt málið með rökstuddum hætti. Það hafi verið andstætt skipulags- og bygging- arlögum. „Þar við bætist að með hinni kærðu ákvörðun bæjarráðs var umsókn kæranda hafnað að svo stöddu án þess að gerð væri grein fyrir því með skýrum hætti við hvað væri átt,“ segir úrskurð- arnefndin. - gar Ósontankar fyrir Lýsi: Rangt staðið að synjun leyfis FISKÞURRKUN LÝSIS Hart er deilt um fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn. UMHVERFISMÁL Þrjátíu ný græn skref voru samþykkt í umhverf- is- og samgönguráði Reykjavíkur á þriðjudags- kvöld. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fleiri forgangs- reinum fyrir strætó og að búnir verði til sælureitir í öllum hverfum. Fjöru- tíu og fimm græn skref voru sett fram árið 2007 og nú er 90% þeirra annaðhvort lokið eða komin vel af stað, segir Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, formað- ur umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Þeirra á meðal var umhverfis- átak við Tjörnina, sett voru niður 80 þúsund tré og bláum tunnum var komið upp fyrir þá sem vilja endurvinna meira,“ segir Þor- björg. - vsp Fleiri græn skref í Reykjavík: Forgangsreinar verði fleiri ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR AVS-sjóðurinn, sem styður verkefni til að auka virði sjávarfangs, veitti í ár 76 styrki að upphæð 325 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 160 umsóknir að upphæð 800 millj- ónir króna, sem gefur til kynna hversu mikil gróska er hér á landi í rannsóknum og þróun sem tengjast sjávarútvegi hér á landi. Eins og undanfarin ár eru umsóknir metnar í fjórum fag- hópum AVS-sjóðsins þar sem teknar eru fyrir umsóknir sem taka á fiskeldi, líftækni, markaði og svo umsvifamesta flokknum er falla að veiðum og vinnslu. - shá Styrkir veittir úr AVS-sjóðnum: Mikil gróska í rannsóknum ÞORSKELDI Eldi þorskseiða fékk mynd- arlegan styrk enda vonir bundnar við atvinnugreinina. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR INDÓNESÍA, AP Indónesísk herflug- vél með hermenn og fjölskyldur þeirra um borð hrapaði í fyrra- dag á þorp nærri herstöð á eynni Jövu. Minnst 98 manns fórust í slysinu, þar af tveir á jörðu niðri. Alls voru 109 manns um borð í vélinni, sem var af gerðinni C-130 Hercules, smíðuð árið 1980. Tíu börn voru meðal farþeganna. Auk hinna látnu slösuðust fimmtán manns; sumir þeirra hlutu alvar- leg brunasár að sögn Bambang Samudro, yfirmanns herstöðvar- innar í Magetan. Stöðin er um 520 km austur af Djakarta. Flugvélakostur indónesíska flughersins er kominn vel til ára sinna og slys hafa verið tíð að undanförnu. - aa Flugslys í Indónesíu: Nær 100 farast með herflugvél ATVINNUMÁL „Reykjavíkurborg getur ekki ráðið alla sem eru atvinnulausir í borginni. Það segir sig sjálft. Borgin er hins vegar að reyna að gera sitt besta til að bregðast við vandanum,“ segir Hallur Páll Jónsson, mannauðs- stjóri Reykjavíkurborgar. Um 3.600 sóttu um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Það er miklu meira en hefur verið undanfarin ár, að sögn Halls. Ráðið verður í 1.240 stöður sem er svipað og var í fyrra. Á undanförnum árum hafa flest- ir umsækjendur verið framhalds- og háskólanemar að sögn Halls. Enginn aldurshópur hafi hins vegar forgang fram yfir annan. „Við reynum að dreifa því á hóp- ana eins og kostur er svo hægt sé að gæta jafnræðis. Sautján ára unglingur hefur engan sérstakan forgang fram yfir 23 ára,“ segir Hallur. Ekki hefur verið ráðið í öll stöðugildin en stjórnendur eru að ganga frá málum þessa vikuna. Sumir hefja störf í maí, aðrir í júní og sumir jafnvel í júlí. Um 260 vinnustaðir eru á vegum Reykja- víkurborgar. Þar fyrir utan er Vinnuskóli Reykjavíkur, sem ræður börn á aldrinum 13-16 ára. Um 4.000 börn verða ráðin sem er umtalsvert meira en á undanförnum árum, að sögn Halls. „Síðan erum við að reyna að ráða fólk á atvinnuleysis- skrá í sérstök átaksverkefni.“ Allir sem sóttu um sumarstörf hjá Kópavogsbæ munu fá vinnu. Ráðið hefur verið í milli sjö hundr- uð og átta hundruð stöður sam- kvæmt upplýsingum frá Kópa- vogsbæ. „Það verða allir ráðnir sem eiga lögheimili í Garðabæ og hafa sótt um starf,“ segir Margrét S. Guð- jónsdóttir, deildarstjóri starfs- mannahalds hjá Garðabæ. Hins vegar verður vinnutíminn skertur frá því sem verið hefur í klukkustunda- og dagafjölda. Engin yfirvinna verður í boði. „Í átakshópi vegna atvinnu- ástandsins fá 17 ára krakkar vinnu í sex stundir á dag í sjö vikur. Þeir sem eldri eru fá sjö stundir á dag í átta vikur,“ segir Margrét. Þeir sem vinna hins vegar við garðyrkju og í áhaldahúsinu fá lengri vinnutíma, í átta stundir á dag. „Vinnuskólinn, sem er fyrir 14- 16 ára krakka, er aðeins öðruvísi, en þau yngstu fá 91 klukkustundir yfir sumarið og hinir um 170-180,“ segir Margrét. vidirp@frettabladid.is Um 2.300 fá ekki vinnu hjá borginni Á fjórða þúsund sótti um starf hjá Reykjavíkurborg fyrir sumarið. Aðeins verða 1.240 ráðnir. Enginn aldur hefur forgang. Flestir umsækjendur eru nemar. Allir fá sumarstarf í Kópavogi. Í Garðabæ fá allir vinnu en vinnutíminn skertur. BÆJARVINNA Um 3.600 manns sóttu um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg sem er miklu meira en undanfarin ár að sögn Halls Páls Jónssonar, mannauðsstjóra Reykja- víkurborgar. 23 létust í sprengjuárásum Í það minnsta 23 létust í nokkrum sjálfsmorðsárásum í borgunum Bag- dad og Kirkuk í Írak í fyrradag. Mann- skæðasta árásin var í Dora-hverfinu í Bagdad. Þar dóu tólf, þar á meðal þrír bandarískir hermenn. ÍRAK KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.