Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 16
16 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ S tefnuræða forsætisráðherra í byrjun þessarar viku gaf fáum tilefni til bjartsýni um vorkomu og gróanda í þjóð- arbúskapnum. Samtöl forystumanna vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina voru annars eðlis. Þau eru vísir að nýrri von. Í byrjun síðasta árs var þegar orðið ljóst að þjóðin stæði and- spænis slíkum efnahagsvanda að víðtæk samvinna stjórnvalda og atvinnulífs væri nauðsynleg til að tryggja stöðugleika. Forystu- menn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins tóku í sam- ræmi við þann veruleika þegar á síðasta ári frumkvæði í þessa veru með samtölum sín á milli. Ríkisstjórnin hefur nú verið dregin að þessu viðræðuborði. Mikið afl hefur runnið óbeislað til sjávar í pólitísku uppgjöri síðustu mán- aða. Sú töf hefur verið fjárhagslega kostnaðarsöm fyrir fyrirtækin og allan almenning í landinu. Tíminn til að láta til skarar skríða er löngu kominn. Þó að frumkvæði og hugmyndasmíð þessara stöðugleikaviðræðna liggi hjá forystumönnum vinnumarkaðarins sýnist aðkoma ríkis- stjórnarinnar ekki þurfa að vera með þeim niðurlægjandi hætti sem var við þjóðarsáttina árið 1990. Árangurinn er hins vegar að miklu leyti háður því að ríkisstjórnin hverfi frá þeirri hörðu flokkslínu- pólitík sem boðuð var í stefnuræðunni. Hún þarf að vera opin fyrir lausnum á breiðari grunni. Launin eru stærsta einstaka stærðin í þjóðarbúskapnum. Þróun þeirra skiptir því sköpum fyrir stöðugleika og möguleika á nýjum vexti. Í þeim efnum mun reyna á áframhaldandi ábyrga afstöðu for- ystumanna vferkalýðsfélaganna. En markmiðið hlýtur hins vegar að felast í því að koma af stað vexti í atvinnulífinu sem getur orðið forsenda launabóta. Sumar greinar eiga hægar um vik en aðrar að draga vagninn í þeim efnum. Á síðustu árum voru það milliliðirnir sem leiddu launaþróunina. Sjávarútvegurinn var að komast í þá stöðu að taka á ný við því kefli. Sviptingarstefnan sem ríkisstjórnin kynnti á dögunum sneri því blaði við á einni svipstundu. Að þeirri stefnu óbreyttri er engin atvinnugrein í þeirri stöðu. Það er óviðunandi bæði fyrir launafólk og atvinnulífið. Eitt af lykilatriðunum til að ná stöðugleika felst í að tryggja sjáv- arútveginum öruggt rekstrarumhverfi. Það kallar á tilslakanir á hinni hörðu flokkslínu ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Þó að lágt gengi krónunnar hjálpi útflutningsgreinunum eins og sakir standa er það andstætt hagsmunum launafólks. Þar af leiðandi er það ekki ásættanlegt markmið. Peningastefnan og aðferðir við endurreisn bankanna eru einnig hluti af stöðugleikaumhverfinu. Ákveðnar grunnstoðir velferðar- kerfisins hljóta einnig að koma til kasta slíkra viðræðna. Eðlilegt er að verkalýðsfélögin horfi til þess viðfangsefnis í ljósi rekstrar- vanda ríkissjóðs. Vel færi aukheldur á því að vinnumarkaðurinn rétti ríkisstjórninni hjálparhönd með það verkefni. Stöðugleikaviðræður á þessum vettvangi væru einnig hálf mark- lausar ef þær tækju ekki til mögulegrar samstöðu um samnings- markmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Heild- arhagsmunir launafólks og atvinnulífs af aðild og myntsamstarfi eru ótvíræðir. Það hagsmunamat kallar á nokkurn sveigjanleika af hálfu sjávarútvegs og landbúnaðar. Það er ekki bara ríkisstjórnin sem þarf að slaka á harðlínustefnu. Samstarf af þessu tagi getur eitt gefið nýja viðspyrnu og von. Sátt um vöxt og stöðugleika? Vonin ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan P IP A R • S ÍA • 90871 Stúdentastjarnan og -rósin 2009 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur 14 kt. gull Stjarnan kr.10.700 Rósin kr.11.800 Alltaf í boltanum? Þegar ensk knattspyrnulið taka upp á því að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum sjá stjórnir viðkomandi félaga sig gjarnan knúnar til að gefa út opinberar yfirlýsingar þess efnis að þjálfarar liðanna njóti nú heldur betur fyllsta trausts og stuðnings þeirra. Allir sem fylgjast grannt með knattspyrnu vita að slík ummæli tákna í flestum tilvikum að viðkomandi þjálfarar njóti þvert á móti afar lítils trausts og stuðnings stjórnanna. Uppsögn fylg- ir vanalega í kjölfarið innan fárra daga. Jóhann Ísberg, formaður Sjálf- stæðisfélags Kópavogs, sagði í gær að Gunnar Birgisson bæjarstjóri nyti víðtæks stuðnings meðal sjálfstæð- ismanna í bænum og að ekki hafi verið minnst einu orði á umdeilt viðskiptamál dóttur Gunnars á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á föstudagskvöld. Þá er bara að vona, fyrir Gunnars hönd, að Jóhann fylgist illa með í boltanum og hafi ekki tileinkað sér vinnureglur sem þar tíðkast. Ærandi þögn Andrúmsloftið á téðum full- trúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, þar sem ekki var minnst einu orði á dóttur Gunnars Birgisson- ar að sögn Jóhanns, hlýtur að hafa verið lævi blandið, ef ekki hreinlega magnþrungið. Þætti ekki eðlilegt að ræða þetta mál, sem komið hefur upp innan raða flokksins, og fengið mikla athygli fjölmiðla og almenn- ings, á slíkum fundi, þó ekki væri nema í framhjáhlaupi? Gæti möguleg ástæða fyrir þögninni verið sú að Gunnar Birgisson var sjálfur á fundinum? Það er spurning. kg@frettabladid.is FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON UMRÆÐAN Friðrik J. Arngrímsson skrifar um sjávar- útvegsmál Markmið íslenskra stjórnvalda hefur um langa hríð verið að íslenskur sjávarút- vegur sé sjálfbær og arðbær. Til þess að ná því marki höfum við komið á kvótakerfi til að stýra sókn í takmarkaða auðlind. Þannig er ekki einungis horft til þess að takmarka afl- ann úr hverjum stofni við það sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma heldur einnig horft til þess að veiðar og vinnsla skili hámarks arðsemi. Til að fiskveiðistjórn skili árangri er grundvall- aratriði, að þeir sem nýta fiskistofnana hafi sömu hagsmuni og þjóðin af því að nýtingin sé sjálfbær. Að ekki sé veitt meira á hverjum tíma en stofnarn- ir þola. Verðmætasta fjárfesting útgerðanna er í aflaheimildunum og til að ná fram langtímahugs- un í nýtingu þarf sú fjárfesting að vera trygg. Það tryggir jafnframt rekstrargrundvöll útgerðanna sem hafa fjárfest í aflaheimildum með langtíma- hagsmuni að leiðarljósi. Með þessu fléttast saman hagsmunir útgerðarinnar og þjóðarinnar, sem nýtur fyrir vikið hámarks arðsemi af nýtingu auðlindar- innar. Evrópusambandið hefur átt í erfiðleikum með sjávarútveg sinn um langa hríð. Þar kemur margt til, en því hefur almennt ekki auðnast að færa ábyrgðina til þeirra sem nýta fiski- stofnana og tengja þannig saman ávinning og ábyrgð. Á því eru þó undantekningar. Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusam- bandsins, lýsir ástandinu í sjávarútvegs- málum ESB ágætlega í grein í Fréttablað- inu í gær. Því miður getur hann ekki gert betur á þessari stundu en að ímynda sér „að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arð- bær og sjálfbær atvinnuvegur“. Joe Borg kallar eftir tillögum og sjónarmiðum um það hvernig best sé að móta evrópskan sjávarút- veg til framtíðar og lýsir sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi „vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er boðuð upptaka aflaheimilda útgerðanna. Þessi stefna vinn- ur bæði gegn markmiðum um sjálfbærni og arð- bærni. Engin eftirspurn er eftir upptökuleið ríkis- stjórnar Íslands í íslenskum sjávarútvegi og engin sjávarútvegsþjóð þessa heims beitir henni. Skyldi það vera þessi „reynsla og þekking“ sem Joe Borg er að kalla eftir frá Íslandi? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Vill ESB upptökuleiðina?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.