Fréttablaðið - 22.05.2009, Page 18

Fréttablaðið - 22.05.2009, Page 18
18 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnlaugur Halldórsson Vallholti, Árskógsströnd, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 17. maí. Útför hans fer fram frá Stærra-Árskógskirkju laugardaginn 23. maí kl. 14.00. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. Guðrún Ingibjörg Kristjánsdóttir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir Sævar Einarsson Guðný Halla Gunnlaugsdóttir Guðmundur Ólafsson afa- og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Andrés Bergsson Klapparstíg 5, Akureyri, lést að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánudag- inn 25. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Arnar Andrésson Hrefna K. Hannesdóttir Gísli Andrésson Jón Andrésson Margrét Pálsdóttir Guðrún Andrésdóttir Jakob Tryggvason afa- og langafabörn. 80 ára afmæli Áttræð er í dag, 22. maí, Þórdís Þorláksdóttir frá Veiðileysu. Hún og eiginmaður hennar, Steindór Arason frá Ísafi rði, taka á móti ætting jum og vinum sunnudaginn 24. maí í Skátaheimilinu við Hjallabraut í Hafnarfi rði á milli klukkan 15 og 18. Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar, amma og langamma, Björg Steindórsdóttir áður til heimilis að Grænumýri 7, Akureyri, lést að Kristnesspítala þriðjudaginn 19. maí. Hulda Kristjánsdóttir Gestur Jónsson Kristján Gestsson Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir Jón Ásgeir Gestsson Hrund Steingrímsdóttir Árni Björn Gestsson Þóra Steinunn Gísladóttir Gísli Sigurjón Jónsson Björg Þórhallsdóttir Höskuldur Þór Þórhallsson Þórey Árnadóttir Anna Kristín Þórhallsdóttir Runólfur Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1702 Erindisbréf gefið út vegna gerðar manntals á Íslandi. Það tekur þrjú ár. 1933 Egilssaga kemur út í út- gáfu Hins íslenska forn- ritafélags. Var þetta fyrsta bókin, en ætlunin var að gefa út 35 bindi alls. 1952 Fyrstu trén í Kjarnaskógi við Akureyri eru gróður- sett. 1954 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er vígð. 1971 Fyrstu orlofshús opinberra starfsmanna eru tekin í notkun í Munaðarnesi. 1982 Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda á ný í Reykjavík eftir að hafa tapað þeim fjórum árum áður. 2008 Eurobandið tekur þátt í forkeppni Eurovision. Sextíu ár eru frá því að kennsla hófst í elsta hluta Kópavogsskóla og í tilefni af því er foreldrum og öðrum sem áhuga hafa boðið í heim- sókn í skólann í dag, 22. maí, frá klukkan 8 til 12.30. Gestum býðst að fylgjast með kennslu og skoða vinnu nemenda í heimastofu hvers bekkjar en kennt er sam- kvæmt stundatöflum að mestu leyti. Í stofu 205 er sýning á ferli og afrakstri vinnu nýrr- ar, sameiginlegrar kvæða- bókar nemenda 3. bekkjar og eldri borgara í Gjábakka og í stofu 102 eru myndir, gamlar námsbækur og gaml- ir munir. Skemmtiatriði frá nem- endum verða í samkomusal skólans, Kjarnanum, og um hádegi er boðið upp á grill- aðar pylsur og ís. Sextugsafmæli Kópavogsskóla Veggspjald sem gert var fyrir afmælið. Hjördís Geirsdóttir, drottning sveita- ballanna, á fimmtíu ára söngafmæli á árinu. Hún ætlar að fagna því með ýmsum hætti og leikur á als oddi fyrir austan fjall um helgina. Hjördís er fædd og uppalin í Fló- anum og byrjaði að syngja með bróð- ur sínum aðeins fimmtán ára. „Bróð- ir minn, Gissur Geirsson heitinn, sem þá var í hljómsveitinni Tónabræður, áttaði sig á því að stelpan var músík- ölsk, kippti henni inn í æfingaherberg- ið í sveitinni og þannig byrjaði ball- ið,“ segir Hjördís. „Tónabræður urðu svo að Caroll-kvintett sem varð svo að Safír-sextett en á þessum árum voru margar stórar lúðrasveitir að fæðast og allar sveitirnar mannmargar.“ Sveitaböllin voru aðalskemmtunin og tróð Hjördís upp við fjölmörg tæki- færi á árunum 1959 til 1965 en þá var henni kippt til Reykjavíkur. „Þar fór ég að syngja á Klúbbnum með hljómsveit Karls Lilliendahl og þaðan lá leiðin á Hótel Loftleiðir þar sem við opnuðum Víkingasal hótelsins hinn 1. maí árið 1966. Þar var ég húsgagn í fimm ár og upp frá því hef ég verið að syngja með alls konar hljómsveitum, en lengst af með Jóni heitnum Sigurðssyni, harm- óníkuleikara og textahöfundi. Hann lést árið 1991 og síðan hef ég verið með mína eigin hljómsveit.“ Þótt sveitaballamenningin hafi nánast liðið undir undir lok á síðustu árum hefur Hjördís ekki setið auðum höndum. Hún starfar sem sjúkraliði og snyrtifræðingur og stýrir sönghóp í félagsmiðstöðinni Hæðargarði. „Þá hef ég verið skemmtanastjóri á Kan- arí með gítarinn og iPod-inn að vopni,“ segir Hjördís, sem á ekki í nokkrum vandræðum með að laga sig að breytt- um tímum. Á morgun mun hún hins vegar rifja upp gamla takta í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi en þar stýrir Ólafur Þórarins- son, betur þekktur sem Labbi í Mánum, skemmtun sem ber yfirskriftina Saga sveitaballanna í tali og tónum og munu fjölmargir aðrir listamenn koma fram. Klukkan tíu mun Hjördís svo standa fyrir dansleik ásamt Tríói Helga Kristj- ánssonar í Tryggvaskála og á sunnu- daginn klukkan fjögur verður haldin djamm-session á sama stað eins. „Í júlí ætla ég svo að rifja upp gömul húsmæðraskólalög með harmóníku- körlum á Gömluborg í Grímsnesi og í haust er svo stefnan tekin á Rósenberg og Salinn í Kópavogi en þangað ætla ég að smala sönghópnum mínum og fólki sem ég hef sungið með í gegnum tíðina. Ég má svo til með að nefna bakradd- irnar sem ekki verða af verri endan- um eða þær Hera Björk Þórhallsdóttir, dóttir mín, og Kristjana Stefánsdóttir.“ Þó að þar séu stórstjörnur á ferð hefur Hjördís engar áhyggjur af því að falla í skuggann af þeim. „Ég held að það sé engin hætta á því,“ segir hún og hlær dátt. vera@frettabladid.is HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR: FAGNAR FIMMTÍU ÁRA SÖNGAFMÆLI MEÐ TÓNLEIKARÖÐ Lagar sig að breyttum tímum ENN Í FULLU FJÖRI Hjördís mun leika á als oddi fyrir austan um helgina en þar spilaði hún á fjöl- mörgum svetaböllum á árum áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NAOMI CAMPBELL ER 39 ÁRA Í DAG „Ég reyni alltaf að gera hið ómögu- lega til að geðjast fólki. Það er vegna þess að ég er óörugg með sjálfa mig og forðast að horfa inn á við. Stundum heldur fólk áfram af því að það vill ekki horfast í augu við sannleikann.“ Campbell var fyrsta þeldökka fyrir- sætan til að sitja fyrir á forsíðu Vogue Paris árið 1988. Þennan dag árið 1952 voru fyrstu trén í Kjarnaskógi gróður- sett, en Kjarnaskógur er skógur og útivist- arsvæði í Kjarnalandi í Eyjafirði rétt vestan við Akureyri. Landið komst í eigu Akureyrarbæjar árið 1910 og var nýtt af bæjarbúum undir grasnytjar og garð- rækt. Árið 1956 fékk Skógræktarfélag Ey- firðinga landið undir gróðrarstöð sína og og hófst markviss skógrækt árið 1952. Árið 2000 náði skógurinn yfir 800 hektara svæði og var hæsta tréð 15.25 metrar. Það var alaskaösp en ríkj- andi trjátegund- ir í skóginum eru birki og lerki. Í skóginum er góð aðstaða til útivist- ar- og íþróttaiðk- ana og er hann fjölsóttur af Akur- eyringum og þeim sem sækja bæinn heim. Þar eru meðal ann- ars leikvellir, trimmtæki, upplýst trimmbraut með skíðaspori, göngustígar og á sem liðast um skóg- inn. ÞETTA GERÐIST 22. MAÍ ÁRIÐ 1952 Fyrstu trén í Kjarnaskógi gróðursett

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.