Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 19
„Þessi réttur mætir vel þörfum minnar fjölskyldu sem hefur mis- munandi skoðanir og bragðsmekk,“ segir Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, sem játar því að hún styðjist nú ekki alltaf við uppskriftir. „Rétturinn varð til vegna þess að þegar ég var að búa til meinholla grænmetisrétti eða viðlíka kom alltaf þessi spurning frá bóndanum: Er maturinn með dýri? Aðspurð út í hvort hún noti mikið tófú í matargerð segir hún. „Það eru svona fjögur ár síðan ég fór að nota tófú að einhverju marki.“ Guð- rún mælir með að gott sé að leyfa tófúinu að liggja aðeins í ostrusósu og kryddi, en í þessum rétti er það óþarfi þar sem pestósósan gefur milt og gott bragð. En hvað með kryddið? „Ég nota mikið nýmalaðan pipar í matar- gerð og papriku ásamt grænum kryddum,“ segir hún og bætir við að ómissandi sé að nota kjúkl- ingakrydd á þennan rétt og ekki skemmi fyrir að einstaklega fljót- legt sé að útbúa hann. Rétturinn er fyrir allt að 6 manns. Meðlæti getur ýmist verið salat eða hrís- grjón allt eftir því hvað er til í búr- inu hverju sinni. Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KASSABÍLARALLÝ verður haldið á vegum frístundaheim- ila Frostaskjóls á Ingólfstorgi í dag, föstudag, milli 14.45 og 16.15. Um 350 börn á þremur frístundaheimilum hafa í vetur smíðað og skreytt bíla sína og ljúka nú vetrarstarfinu með því að keppa sín í milli. Bragðgóð hollusta Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, notar gjarnan tófú í matargerð. Hún gefur hér lesendum Fréttablaðsins uppskrift að rétti sem hentar vel fjölskyldum með mismunandi skoðanir. 500 g tófú 1,5 kg kjúklingabringur án húðar 1 haus brokkolí 1 glas pestó úr þurrkuðum tómötum 1 glas matarrjómi 2 hvítlaukar Krydd að smekk hverrar fjölskyldu. Tófúið er skorið í strimla og kjúkl- ingabringurnar líka. Sett saman í stóra skál og kryddað að smekk og snúið saman með sleifum. Þessu er raðað í ofnskúffu sem hefur verið smurð með matarolíu. Hvítlaukarnir skornir passlega smátt og þeim dreift yfir réttinn. Matarrjóma og pestói hrært saman og hellt yfir réttinn. Brokkolíið rifið í lítil blóm og dreift yfir réttinn. Rétturinn hitaður í ofni við 220°C í 12 mínútur. RÉTTUR MEÐ DÝRI að hætti Guðrúnar fyrir 6 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Komnar aftur! Láttu belgísku vöfflurnar eftir þér, þær eru algjörlega þess virði. Nú enn betri með kanil auk vanillu. E lf a D ög g M ah an ey R ek st ra rs tj ór i k af fi te rí u n n ar Réttur með dýri að hætti Guðrúnar Þórsdóttur, skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.