Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 2
2 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR „Með fullri virð- ingu fyrir mikilvægi þess að rækta vinabæjartengsl þá hef ég lýst þeirri skoðun minni á fundum bæjarráðs að mér finnist það sér- kennileg forgangsröðun að ætla að fara í ferð sem þessa í því efna- hagsástandi sem nú er,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir um ferð á vegum Hafnarfjarðarbæjar á vinabæjar- mót í Uppsala í Svíþjóð. Lagt var upp í ferðina í gær. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að venjan sé sú að senda flokk ungmenna og nú sé það leiklistar- flokkur ungs fólks sem undirbúið hafi sig frá því í fyrrahaust. Með eru tveir leiðbeinendur, tveir emb- ættismenn og tveir bæjarfulltrú- ar; einn frá Samfylkingu og einn frá VG. Sjálfstæðismenn sendu ekki sinn fulltrúa til Uppsala. „Ég tel að þegar við blasir niður- skurður þá séu ýmis önnur verk- efni í sveitarfélaginu brýnni og ég er sannfærð um að flestir Hafn- firðingar séu sammála mér í því,“ segir Rósa. Lúðvík segir kostnað bæjar- sjóðs af farseðlum verða um hálf milljón króna. Uppsala borgi uppi- hald og að auki fáist styrkur frá Evrópusambandinu. Bæjarstjór- inn segir að áður fyrr hafi öllum bæjarfulltrúum staðið til boða að fara á þetta vinabæjarmót. Í ljósi ástandsins sé þátttakan nú tak- mörkuð við einn fulltrúa frá hverj- um flokki. Óþarfi sé að ýta undir ranghugmyndir ytra um ástandið á Íslandi. „Við tókum þá ákvörðun að það væru röng skilaboð gagn- vart vinaþjóðum og samstarfsþjóð- um á Norðurlöndum að við værum í þeirri stöðu að við gætum ekki sent formlega fulltrúa frá okkur,“ segir Lúðvík Geirsson. - gar Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. Lára, ertu að spara þig? „Já, ég er alltaf að spara.“ Fréttamaðurinn og fimm barna móðirin Lára Ómarsdóttir gaf nýlega út bókina Hagsýni og hamingja, þar sem kennt er hvernig best sé að höndla kreppuna. Í Fréttablaðinu í gær sagðist Lára bara hafa sofið hjá einum manni. „Og loks þegar strákurinn kom eftir fjórar stelpur gátum við hætt þessu,“ sagði Lára. Pilturinn sem slas- aðist við byggingar- vinnu við grunnskól- ann í Garði að morgni síðastlið- ins þriðju- dags lést á spítala á miðviku- dag. Hann hét Kristján Falur Hlynsson og var átján ára gamall. Kristján var til heim- ilis að Hlíðarvegi 70 í Ytri- Njarðvík. Hann lætur eftir sig foreldra og bróður. Lést í vinnuslysi FJÁRMÁL Ríkisskattstjóri vill upplýsingar frá íslenskum bönkum um eignarhald 400 félaga sem tengjast Íslendingum og eru skráð í erlendum skattavinjum. Að sögn Ríkisútvarps- ins á að kanna hvort svikið hafi verið undan skatti í gegnum þessi félög. Haft er eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisskattstjóra að slóð félaganna sé vel falin. Reynist eigandi félags Íslendingur eða íslenskt félag verði athugað hvort gerð hafi verið grein fyrir því í skattframtali. „Skúli segir að séu framtalsskil viðkomandi stórlega athugunarverð verði málinu vísað til skattrannsóknarstjóra sem þá taki ákvörðun um framhaldið,“ segir á ruv.is. - gar Ríkisskattstjóri rekur þræði: Eigendur 400 félaga á huldu SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON EFNAHAGSMÁL Peningastefnu- nefnd var klofin í afstöðu sinni til stýrivaxtalækkunar á fundi sínum í byrjun maí. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var á vef Seðlabankans í gær. Tveir nefndarmanna vildu þriggja prósenta stýrivaxtalækk- un. Seðlabankastjóri mælti hins vegar með 2,5 prósenta stýri- vaxtalækkun og var hún sam- þykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Ekki kemur fram í fundargerðinni hverjir greiddu atkvæði með og hverjir á móti. „Fundargerðin segir það sem gerist á þessum fundum og nefndarmenn eiga ekki að gefa aðrar upplýsingar um þessa fundi,“ sagði Gylfi Zöega spurður um hvernig atkvæði hans hefði fallið. - vsp Klofin peningastefnunefnd: Tveir vildu meiri stýri- vaxtalækkun STJÓRNMÁL „Þetta er náttúrlega eins og flest sem þaðan kemur; uppdikt- erað og margfaldað með pí,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um frétt Ríkisútvarpsins í gær um að hann hygðist á fundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs á morg- un ræða greiðslur bæjarins til fyr- irtækis dóttur hans. Eins og fram hefur komið hefur bæjarráð Kópavogs falið endurskoð- endum að kanna nánar viðskipti bæjarins við fyrirtækið Frjálsa miðlun sem hefur fengið greiddar ríflega 51 milljón króna frá árinu 2000. Frjáls miðlun er í eigu dóttur Gunnars og eiginmanns hennar. Gunnar segir löngu ákveðið að á fundi sjálfstæðismanna á morgun fari hann yfir stöðu mála í Kópa- vogi og undirbúning fyrir kosning- ar á næsta ári. Þótt hann muni ekki ræða viðskipti Kópavogsbæjar og Frjálsrar miðlunar á fundinum fari hann sjálfsagt yfir þá „árás“ sem málatilbúnaðurinn sé. „Ég fer yfir hvernig taktíkin er frá Samfylkingu og sumum fjöl- miðlum í þessu máli sem er mjög sérkennileg,“ segir Gunnar sem aðspurður kveður félaga sína í Sjálfstæðisflokknum ekki vera að heimta af honum skýringar. „Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp heldur gerist það á þriggja til fjögurra ára fresti – sér- staklega þegar fer að nálgast kosn- ingar,“ segir Gunnar sem kveðst sem fyrr ætla að bíða úttektar end- urskoðenda áður en hann tjáir sig um málefni Frjálsrar miðlunar: „Þá sést þetta svart á hvítu.“ - gar Gunnar ræðir ekki viðskipti dótturinnar við bæinn hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs: Segir málatilbúnaðinn „árás“ GUNNAR I. BIRGISSON Gunnar fundar með Sjálfstæðisfélaginu á morgun. DÓMSMÁL „Þessi niðurstaða kemur okkur mjög á óvart. Við bjugg- umst við því að málinu yrði vísað frá, þar sem við teljum mann- inn hafa orðið uppvísan að mjög vafasömum starfsháttum og gerst brotlegur við lög í starfi sínu fyrir félagið,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson, formaður stjórn- ar Byggingafélags námsmanna. Félagið var á miðvikudag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi framkvæmda- stjóra laun í eitt ár. Sú upphæð, með orlofi, bílahlunnindum og mótframlagi í lífeyrissjóð, er rúmar nítján milljónir króna. Við það bætast dráttarvextir. Forsaga málsins er sú að fyrr- verandi framkvæmdastjóranum, Friðriki Guðmundssyni, var vikið tímabundið úr starfi í desember 2007 í kjölfar innri endurskoð- unar á rekstri félagsins. Í febrúar árið eftir var ráðn- ingarsamn- ingi við Friðrik rift af stjórn félagsins, sem tilgreindi að alvarlegar athugasemd- ir hefðu komið í ljós við yfir- ferð á bókhaldi, samningsgögnum og tengdum gjörningum. Vegna alvarlegra og vítaverðra brota í starfi taldi félagið sig ekki skuld- bundið til þess að greiða Sigurði frekari laun eða tengd gjöld. Starfssamningur Sigurðar frá 1. október 2006 kveður á um að hann skyldi halda fullum laun- um og hlunnindum í tólf mán- uði eftir starfslok, skyldi koma til uppsagnar af hálfu Bygginga- félags námsmanna. Hann höfð- aði því mál og krafðist auk þess skaðabóta, þar sem hann taldi málatilbúnað félagsins gjörsam- lega haldlausan. Byggingafélag- ið krafðist lögreglurannsóknar á málum fyrri stjórnar. Efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra hóf rannsókn í apríl í fyrra. Sigurður Grétar segir rann- sókn efnahagsbrotadeildarinnar vera í fullum gangi. Stjórn Bygg- ingafélagsins heyri í starfsmönn- um deildarinnar reglulega og bíði eftir niðurstöðum hennar. Hann gerir ráð fyrir að dómnum sem féll á miðvikudag verði áfrýjað. Fyrst þurfi þó að bera málið fyrir stjórnina og fara yfir það með lögmönnum félagsins. kjartan@frettabladid.is Dæmdar 19 milljónir Byggingafélag námsmanna hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi fram- kvæmdastjóra laun í eitt ár. Upphæðin nemur rúmum nítján milljónum. Stjórnar formaður gerir ráð fyrir áfrýjun. Lögreglurannsókn stendur enn yfir. NÁMSMANNAÍBÚÐIR Byggingafélag námsmanna hefur byggt hús eins og þetta í Bólstaðarhlíð, þar sem íbúðirnar eru leigðar stúdentum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGURÐUR GRÉTAR ÓLAFSSON Bæjarstjóri vísar á bug gagnrýni vegna hópferðar á vinabæjarmót í Svíþjóð: Röng skilaboð að fara ekki utan RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR LÚÐVÍK GEIRSSON Ég tel að þegar við blasir niðurskurður þá séu ýmis önnur verkefni í sveitarfélaginu brýnni. RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI STJÓRNMÁL „Þetta er að mestu leyti komið í höfn,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon sem í fyrra- dag var í Stokkhólmi að ræða skilmála láns sem Svíar hyggj- ast veita Íslendingum til að styrkja gjaldeyrisforða landsins. Lánið er hluti 2,5 milljarða doll- ara lánapakka frá Svíum, Norð- mönnum, Dönum og Finnum. Steingrímur segir nú aðeins pappírsvinnu eftir varðandi Svía- lánið og að lán frá hinum Norð- urlöndunum séu að verða frá- gengin. Hann segir niðurstöðuna í Svíaláninu þannig að báðir aðilar geta sætt sig við hana. Samningar vegna 200 milljóna dollara láns frá Póllandi og láns frá Rússlandi séu skemmra á veg komnir. - gar Samningum við Svía að ljúka: Fáum bráðum sænska dollara MENNING Ameríski leikarinn Wayne Allwine, sem hafði verið rödd Mikka músar í 32 ár, lést í gær 62 ára að aldri. Allwine hafði unnið hjá fyr- irtæki Walt Disney frá því árið 1966 og er sagður hafa hafið störf í póstherberginu. Wayne tók fyrst að talsetja Mikka Mús árið 1977 og var sá þriðji til að tala fyrir Mikka. Aðrir sem talsettu Mikka voru Jimmy MacDonald og Walt Disney sjálfur. Wayne lést úr sykursýki við hlið konu sinnar sem hefur talað fyrir Mínu mús, ástkonu Mikka, í áraraðir. - vsp Hjón rödduðu Mikka og Mínu: Rödd Mikka músar er látin SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.