Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 10
10 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR fyrir börn og unglinga Fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýnir reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast til að spara þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur. Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum. Skorað er á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga. Hjálparvakt tannlækna er samstarfsverkefni Tannlæknafélags Íslands og Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Þjónustan er veitt í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Læknagarði, laugardaginn 23. maí. frá kl. 10:00 – 13:00. Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir eru gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands í síma 525 4850.zeb ra SAMFÉLAGSMÁL „Það þótti mörgum það undarleg ákvörðun hjá mér að flytja út á land í fásinnið þegar ég tók þessa ákvörðun,“ segir Jóhann Hafsteinsson, sérfræðingur hjá greiðslustofu Vinnumálastofnun- ar, en starfsemi hennar var flutt til Skagastrandar 1. apríl 2007. „En nú spyrja þeir hvort ég hafi verið svo forsjáll að sjá hvað var í vændum á höfuðborgarsvæð- inu.“ Jóhann er eini starfsmaðurinn, af þeim tólf sem þar eru í föstu starfi, sem er ekki frá Skaga- strönd eða nágrenni. Aðrir starfs- menn voru búsettir fyrir á svæð- inu eða fluttu þangað aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Enginn hefur sagt upp störfum frá því starfsemin var flutt. Sömu sögu er að segja af Ragn- ari Smára Helgasyni, sérfræðingi hjá Fæðingarorlofssjóði, en starf- semi sjóðsins var flutti 1. janúar 2007 til Hvammstanga. „Kona mín er reyndar héðan og við vorum búin að vera að bíða eftir því lengi að fá tækifæri til þess að flytja út á land,“ segir hann. „Ég var að vinna hjá Eimskip og hún hjá SPRON fyrir sunnan þannig að það er ekki gott að segja hvað við værum að gera hefði þetta tækifæri ekki boðist.“ Jóhann og Ragnar Smári segja að þenslan hafi síður náð norður á þeirra slóðir og því beri einnig minna á kreppunni þar. Leó Örn Þorleifsson, forstöðu- maður Fæðingarorlofssjóðs og Jensína Lýðsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá greiðslustofu Vinnu- málastofnunar, segja bæði að flutningarnir hafi tekist afar vel. Almenn ánægja sé með breyting- una hjá starfsmönnum, samfélag- inu á svæðunum og viðskiptavinir finni ekkert að því að starfsemin sé svo langt frá helsta þjónustu- svæðinu. „Heimafólkið talar um það að þetta sé stóriðja svæðisins,“ segir Leó Örn. „Það má alveg færa rök fyrir því. Hér í Húnaþingi vestra búa tæplega tólf hundruð manns og við vinnum tólf hér, það er að segja eitt prósent af íbúafjölda. Ef við yfirfærum þetta á Akur- eyri þá yrði vinnustaður með sams konar hlutfall með 180 starfsmenn og einhverjir myndu kalla það stóriðju. Nema hvað að þetta er vistvæn stóriðja.“ „Þetta eru ótrúleg lífsgæði, hér vaknar maður upp við fuglasöng en ekki bílaumferð og svo er ég tvær mínútur að labba í vinnuna,“ segir Jóhann ánægður með vista- skiptin. jse@frettabladid.is Vistvæn stór- iðja í Húna- þingi vestra Einungis tveir aðkomumenn eru í föstu starfi hjá greiðslustofu og Fæðingarorlofssjóði. Starfsemi þeirra var flutt á Skagaströnd og Hvammstanga árið 2007. Starfseminni er líkt við vistvæna stóriðju. FRÁ GREIÐSLUSTOFU Á SKAGASTRÖND Enginn hefur sagt upp störfum frá því starfsemi greiðslustofu var flutt til Skagastrandar árið 2007. Jóhann, sem hér situr við tölvuna, er úr höfuðborginni og unir hag sínum vel fyrir norðan. Jensína er ánægð með vinnuna á heimaslóð. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR TRANA Á STAUR Skammt frá þorpinu Hustopece nad Becvou í Tékklandi tyllti þessi trana sér stundarkorn á staur úti í vatni. NORDICPHOTOS/AFP BÍLAR „Þetta gekk frábærlega vel. Veðrið lék við áhorfendur og við erum auðvitað þakklát veðurguð- unum fyrir það, því það skiptir miklu máli að ekki sé hávaðarok. Fjöldi keppenda var fullkominn, ekki of margir og ekki of fáir,“ segir Hugi Hreiðarsson, einn af forsvarsmönnum hinnar árlegu Sparaksturskeppni Atlantsolíu og Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem haldin var í fyrradag. Tuttugu og tveir bílar voru skráðir til leiks í gær og keppt í sjö flokkum. Keppninni er ætlað vekja athygli á því að hægt sé að draga verulega úr eldsneytisnotk- un með réttu aksturslagi. Það var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar, sem ræsti keppnina við bensínstöð Atlantsolíu í Bíldshöfða. Ekið var austur Þingvalla- veg, Grafning og Grímsnes og lauk fyrri hluta keppninnar með tímatöku við bensínstöð Atlants- olíu á Selfossi. Eftir tímatökuna var ekið rakleitt yfir Ölfusár- brú suður Eyrarbakkaveg og um Þrengsli til Reykjavíkur. - kg Tuttugu og tveir bílar tóku þátt í Sparaksturskeppni Atlantsolíu og FÍB: Skódinn eyddi 3,02 lítrum á hundraði SPARAKSTUR Veðrið lék við keppendur í hinni árlegu Sparaksturskeppni. bensínbifreiðar CC Tegund Eyðsla á hundraðið 0-1200 Volkswagen Fox 4,02 1.201-1.600 Toyota Yaris 4,44 1.601-2000 Toyota Avensis, Sedan Sol 5,07 2.500-3.500 Volvo C 30 6,09 Dísilbifreiðar CC Tegund Eyðsla á hundraðið 1.201-1.600 Volkswagen Fox 1.4 TDI 3,31 1.601-2.500 Skoda Octavia 3,02 2.500-3.500 Toyota Landcruiser 6,25 SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum sextán milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanbor- ið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða, eða 31,5 prósent á milli ára. Hafa ber í huga að gengislækkun krónunnar á tímabilinu. Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 12,5 milljarðar og jókst um 26,9 prósent frá sama tíma í fyrra. Verðmæti þorskafla var um sjö milljarðar og jókst um 36,6 prósent. Aflaverðmæti ýsu nam rúmum 2,3 milljörðum og dróst saman um 12,2 prósent, en verðmæti karfaaflans nam rúmum 1,5 milljörðum sem er rúm 112 prósent aukning frá fyrstu tveim- ur mánuðum ársins 2008. - shá Aflaverðmæti íslenskra skipa: Gengið eykur aflaverðmæti BANDARÍKIN Fimm lögreglumenn frá Birmingham, Alabama í Bandaríkjunum voru reknir fyrir að lemja meðvitundarlausan mann sem þeir höfðu veitt eftirför. Mað- urinn var grunaður um fíkniefna- misferli undir stýri. Málið kom upp í janúar 2008 þegar Anthony Warren keyrði á lögregluþjón sem meiddist á fæti. Í kjölfarið var hann kærður fyrir tilraun til manndráps. Saksóknari fékk myndband í hendurnar sem klippt hafði verið á. Framhald myndbandsins komst hins vegar ekki í hendur saksóknarans fyrr en nýlega. Þar sjást samstarfsmenn lög- regluþjónsins elta Anthony sem keyrði út af og lá meðvitundarlaus eftir á jörðinni. Lögregluþjónarn- ir komu að honum og börðu hann með hnefum og kylfum. Á meðan hreyfði Anthony sig ekki. Borgarstjóri Birmingham, Larry Langford, sagði atvikið minna sig á lögregluofbeldi í Alabama sem tíðkaðist fyrir hálfri öld. „Í Birmingham, Alabama í nútímanum er þetta ekki viðun- andi,“ sagði Larry. Anthony játaði sig sekan fyrir meiri háttar líkamsárás og var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Nöfn lögreglumannanna hafa ekki verið gefin upp og ekki tekin ákvörðun um hvort þeir verði ákærðir. - vsp Fimm lögreglumenn reknir í Birmingham: Lömdu meðvitund- arlausan ökuníðing FLUTNINGUR STARFA TIL SKAGASTRANDAR OG HVAMMSTANGA Greiðslustofa á Skagaströnd Var flutt 1. apríl 2007. Hún sér um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið og greiðir um tvo milljarða á mánuði. Níu starfsmenn í byrjun en nú starfa þar þrettán fastráðnir en vegna mikils atvinnuleysis í þjóðfé- laginu starfa þar nú þar að auki ellefu tímabundið. Samtals eru þar því 24 starfsmenn. Fæðingarorlofssjóður á Hvamms- tanga Var fluttur 1. janúar 2007. Níu voru ráðnir í upphafi en síðan hafa tveir bæst við. Um hver mánaðamót fá um 4.500 manns greitt þaðan og nema heildargreiðslur um sjö til átta hundruð milljónum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.