Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 28
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Helgi Seljan fréttamaður 1 5 22. MAÍ 2009 Ég myndi vilja byrja á því að hakka í mig sushi eins og árið væri 2007. Það síðasta sem ég gerði þennan dag væri líklegast að fá mér nætursiglingu um Breiðfjörðinn á litlum báti, helst Færeyingi. 2Svo væri ég til í sund með fjölskyldunni. 3Þar á eftir væri ég til í að taka strauið út úr bænum, helst í Stykkishólm þar sem við myndum borða kvöldmat. 4Svo væri ég til í að fara niður að höfn í Stykkishólmi og fylgj-ast með sólinni dansa út Breið-fjörðinn áður en hún myndi að lokum tylla sér í sjóinn. María Björk er fædd 13.07.1963 sem gefur útkomuna 30, sem er jafnt og 3. Þristarnir hafa góða nærveru, eru skemmtilegir, kátir, tónelskir og oft á tíðum sterkir listamenn. Þeir eru hins vegar yfirleitt ekki þær týpur sem hreykja sér á hæsta steininum, sem er náttúrulega það sem þarf ef þú hefur listamannsorkuna. María Björk er kraftmikill þristur. Ég held varla að hún hafi tekið sér blund frá því að hún fæddist, er alltaf að skipu- leggja, plana og gera og þar er hún sterk. Hún hefur marga drauma, bæði fyrir sig og aðra og hún mun láta draumana rætast „no matter what“. María er mjög trygg- lynd týpa og aðstoðar fólk oft á tíðum fram úr hófi, en ef einhver glefsar í hana þá getur hún orðið gífurlega sár og tekið það nærri sér í mörg ár. Hún er tilfinningaheit og elskar allt sem lifir. Hún á eftir að koma mörgum einstakl- ingnum á kortið og hún er á mjög sterku ári í ár. Þetta ár einkennist af mikilli spennu og jafnvel streitu og ef eitthvað er þá er of mikið að gera. María þarf að passa sig að hafa valinn mann í hverju rúmi til að sinna fyrir sig því sem hún kemst ekki yfir. Þetta er árið sem breytir ofsalega mörgu fyrir Maríu. Mikill tilfinningahiti og ítölsk orka svermir yfir. Þó einhverjar fjárhagsáhyggjur gætu hafa bankað á dyr á þessu ári, mun allt verða bjart og sólin mun koma upp nákvæmlega eins og María vildi það þegar líða tekur á. Hún er með mjög gott karma og á háa innistæðu þar. Nú er hennar tími kominn fyrir úttektina og seinni part- inn af 2009 og 2010 mun María tengjast mikið útlönd- um og vera mikið á flakkinu. Hún á eftir að gera marga sterka samninga og líka fyrir prinsessuna okkar hana Jóhönnu Guðrúnu svo María mun koma, sjá og sigra, það er í hennar karma. KLINGENBERG SPÁIR María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður og söngkennari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.