Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 42
30 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Eftir að hafa farið gjörsamlega á kostum á Ólymp- íuleikunum í Peking hefur lífið ekki verið neinn dans á rósum hjá Snorra Steini Guðjónssyni. Hann spilaði reyndar meiddur í Peking og fór í aðgerð í kjölfarið. Hún var algjörlega misheppnuð og leiddi til þess að hann þurfti aftur að leggj- ast undir hnífinn. Sú aðgerð gekk betur, en Snorri fór of snemma af stað og var því aftur kominn á byrjunar- reit. Hann vill helst sleppa við að fleiri aðgerðir og því var tekin sú ákvörðun að hann kæmi heim í almennilega endurhæfingu þar sem menn myndu ekki drífa sig of mikið. „Endurhæfingin gengur vel og ekkert bakslag komið í hana. Ég fer mér líka hægt og er ekkert að hlaupa eins og brjálæðingur. Ég fór í skoðun í mars og eftir að hafa rætt við alla aðila var þessi ákvörðun tekin svo ekki færi illa. Það var ekkert annað að ræða en hvíla og fara svo í endurhæfingu. Ég vildi líka að Elís og Pétur hjá landsliðinu sæju um þetta,“ sagði Snorri Steinn. Hann var búinn að prófa endurhæfingu í Danmörku þar sem hann spilar en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Þessir strákar eru fagmenn og vita hvað þeir eru að gera. Ég er búinn að vera hér heima í rúman mánuð á fullu og það gengur vel fyrir sig. Ég æfi alla virka daga. Mæti í Orkuhúsið um hálf níu í alls konar æfingar. Fer svo í sjúkra- þjálfun til strákanna. Borða svo hjá Ingvari á Salatbarnum í hádeg- inu og fer oftar en ekki líka í Laug- ar að æfa. Hjóla þá og fer á stigvél- ar. Má svo vonandi fara að hlaupa bráðlega,“ sagði Snorri, sem setur þetta upp líkt og hann sé að æfa og fer ekki bara þegar honum hent- ar. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi í þessu hérna heima. Vonandi skil- ar þetta sínu svo ég þurfi ekki að fara í aðgerð en ef það kemur í ljós í sumar að ég þarf að fara í aðgerð þá verður bara að taka á því,“ sagði Snorri en hvað er nákvæmlega að honum? „Það er sin sem fer frá hnéskel- inni að sköflungsbeininu. Þar var komin beinflís sem var að erta sin- ina. Flísin gerði mér erfitt fyrir að hlaupa. Flísin var svo tekin en það komu kalkmyndanir í kjöl- farið sem valda sininni erfiðleik- um. Endurhæfingin gengur út á að styrkja sinina. Þetta eru ekki mjög algeng meiðsl og ég veit ekki um neinn sem hefur verið í álíka meiðslum,“ sagði Snorri Steinn, sem hefur látið fjölda manna kíkja á meiðslin. Veturinn hefur ekki verið auð- veldur fyrir Snorra enda nánast ekkert verið með í allan vetur. Hann segir samt gott að koma heim. „Þetta er búið að vera mjög erf- itt. Ég hefði viljað fylgja Ólymp- íuleikunum eftir og nýta það form sem ég var í þá. Varð samt að fara í aðgerðina þar sem ég var búinn að spila meiddur lengi. Ég átti að jafna mig á sex til átta vikum en þær vikur eru að verða ansi langar. Það er drjúgt að missa heilt tíma- bil af ferlinum sem er ekki langur. Það er samt betra að taka á þessu en haltra á miðjunni,“ sagði Snorri, sem segir samt erfitt að sitja kyrr þessa dagana þegar úrslitakeppn- in er farin í gang í Danmörku og nýbúin hér heima. „Þá hugsar maður hvort maður sé ekki bara orðinn góður og vill rjúka af stað. Það er lítið við því að gera og verður erfitt líka að horfa á landsleikina í sumar. Ég reyni samt að hugsa jákvætt og lækn- ar eru bjartsýnir á að ég nái mér góðum. Ég er það líka. Ég mun ná mér góðum,“ sagði Snorri Steinn jákvæður. henry@frettabladid.is Bjartsýnn á að ná fullum bata Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er enn að glíma við erfið hnémeiðsli. Hann tók þá ákvörðun að vera í endurhæfingu á Íslandi að þessu sinni en Snorri fór í tvær aðgerðir sem skiluðu engu. Snorri er þrátt fyrir mikið mótlæti bjartsýnn á að fá bót meina sinna og mæta tilbúinn í slaginn næsta vetur. STERKUR Í SKOPJE Snorri Steinn lék sárþjáður gegn Makedónum í Skopje en stóð sig samt frábærlega. Það verður einhver bið á því að við fáum að sjá þennan frábæra leikmann aftur á vellinum. MYND/ALEKSANDAR DJOROVIC Skagamönnum gengur ákaflega illa að laga sig að landslaginu í 1. deildinni en hvorki hefur gengið né rekið hjá þessu fornfræga félagi í upphafi sumars. Það tapaði fyrir Þór, 3-0, í fyrstu umferð. Gerði svo 1-1 jafntefli við Leikni í annarri umferð og var svo flengt af Fjarðabyggð, 4-2, á Eskifirði í gær en heimamenn voru 4-0 yfir í hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, annar þjálfari Skagaliðsins, var því eðlilega ekki kátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn í gær. „Þetta er búinn að vera langur dagur. Það er óneit- anlega svolítið sérstök tilfinning að fara alla leið til Eskifjarðar og láta flengja sig,“ sagði Arnar sem lék sem miðvörður í síðari hálfleik en það hafa íslenskir knattspyrnuáhugamenn ekki séð áður. „Þetta var annars furðulegur leikur. Við vorum með boltann í svona 80 prósent af fyrri hálfleik. Þeir fengu svo tvö innköst, eitt víti og eina aukaspyrnu og voru allt í einu komnir yfir 4-0. Vörnin hjá okkur var hörmung og menn voru eins og litlir krakkar í vörninni.“ Arnar vill ekki nota það sem afsökun að það sé erfitt að venjast boltanum í 1. deild eftir að hafa verið lengi í efstu deild. „Ég held að menn séu að vorkenna sjálfum sér of mikið. Ég held að það sé málið. Menn hafa dottið í þá gryfju að halda að hlutirnir komi bara af sjálfu sér. Þetta er gríðarlega erfið deild. Liðin eru vel skipulögð og selja sig dýrt gegn okkur. Við náum ekki að leysa það,“ sagði Arnar sem trúir ekki öðru en að menn fari að taka við sér. „Ef þeir gera það ekki núna þá gera þeir það líklega aldrei. Þetta er mesta niðurlæging sem ég hef lent í á mínum langa ferli og hef ég lent í ýmsu,“ sagði Arnar. En er farið að hitna undir þeim bræðr- um sem þjálfarar liðsins? „Við erum ekkert vitlausir og gerum okkur grein fyrir því að þessi bransi gengur út á úrslit. Ef menn ná ekki úrslitum þá fjúka menn. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við fengjum að fjúka. Ég myndi reka sjálfan mig eftir þennan leik,“ sagði Arnar og hló við en var engu að síður full alvara. KNATTSPYRNULIÐ ÍA: GENGUR HVORKI NÉ REKUR HJÁ SKAGAMÖNNUM Í 1. DEILD OG ÞEIR STEINLÁGU Á ESKIFIRÐI Mesta niðurlægingin á mínum langa ferli FÓTBOLTI Ein lengsta sápuóperan í knattspyrnuheiminum er Ronaldo á leið til Real Madrid. Sú ágæta sápuópera virðist engan enda ætla að taka og hugsanleg endur- koma Florentino Perez sem forseti félagsins gerir ekkert annað en að blása nýju lífi í sögusagnirnar. Allt síðasta sumar fór í þetta mál en Ferguson gaf sig ekki og Ronaldo fór því aldrei þó svo hann virtist hafa mikinn áhuga á því sjálfur. Sá áhugi hefur þó augljós- lega eitthvað dvínað hjá Portúgal- anum. „Eins og stendur er ég ekki að hugsa um neitt annað en úrslita- leikinn í Meistaradeildinni. Ég er viss um að Perez á eftir að koma upp flottu liði hjá Real en annars er mér alveg sama um hvað gerist hjá félaginu,“ sagði Ronaldo. „Eina sem skiptir mig máli er hvað ger- ist hjá Man. Utd á næstu leiktíð.“ Eins og Ronaldo sagði þá stytt- ist í úrslitaleik Meistaradeildar- innar sem fram fer í Róm næsta miðvikudag. Ronaldo gerir eðli- lega ráð fyrir erfiðum leik. „Það verður mjög erfitt að verja titilinn því Barcelona er frábært lið, með frábæra leikmenn og frá- bæran þjálfara. Bæði lið eru mjög sterk, spila góðan fótbolta og eru með draumamannskap,“ sagði Ron- aldo sem vill ekki gera of mikið úr meintu uppgjöri hans og Lionel Messi, leikmanns Barcelona. „Þessi leikur er á milli liða en ekki leikmanna. Ég vinn ekki án minna félaga og það gerir Messi ekki heldur. Þetta eru tvö bestu lið Evrópu og draumaúrslitaleik- ur allra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Cristiano Ronaldo. - hbg Cristiano Ronaldo er enn að svara fyrir sögusagnir þess efnis að hann sé á förum til Real Madrid: Mér er alveg sama um hvað gerist hjá Real BLAÐAMANNAFUNDUR Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson þurfa að svara mörg- um spurningum þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Margrét Lára og Ólína á skotskónum Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Linköping og lagði upp þrjú önnur í stórsigri liðsins, 10-0, á Röd- sle í sænsku bikarkeppninni. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði eitt marka Örebro í 7-1 sigri á Mariestads. Kristianstad vann svo loksins sinn fyrsta sigur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur en liðið lagði Södra Sandby 9-0 í bikarnum. FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir hjá AC Milan um helgina þegar goðsögnin Paolo Mald- ini leikur sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann verður kvaddur með virktum enda skilað ótrúlegu framlagi til félagsins. Lokaleikurinn um helgina verður 900. opinberi leikur hans fyrir félagið en þess utan hefur hann spilað fjölda æfingaleikja fyrir félagið. Maldini er orðinn fertugur og hefur leikið með AC Milan síðan árið 1985 þegar hann kom af bekknum í hálfleik gegn Udinese. - hbg Paolo Maldini: Kveður um helgina MALDINI Mun ljúka gifturíkum ferli um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.