Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 22. maí 2009 31 KÖRFUBOLTI Það er útséð með að Sigurður Ingimundarson taki við karlaliði KR en Sigurður var efstur á óskalista Vesturbæinga. Sögðu þeir hann eina íslenska þjálfarann sem hefði burði til þess að þola pressuna í Vesturbænum. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn. „Ég held að hann hafi bara ekki haft pung til þess að taka við KR. Menn virðast almennt vera hrædd- ir við KR. Hann var ekki tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt. Ég held að það hefði verið hollt og gott fyrir Sigurð að skipta um umhverfi eftir að hafa verið lengi við stjórn- völinn hjá Keflavík,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar KR. Sigurður blæs á þær fullyrð- ingar að hann hafi ekki þorað að taka við KR-liðinu. „KR-ingarnir vita betur en svo að það sé eitthvað til sem ég þori ekki. Ég hef alveg pung í að taka við KR,“ sagði Sig- urður en af hverju ákvað hann að hafna tilboði KR-inga? „Það er frábær spurning sem ég hef í rauninni ekkert frábært svar við. Þetta var bara einhvern veg- inn ekki rétta tímasetningin fyrir mig. Hefur ekkert með það að gera að ég sé hræddur við að breyta um umhverfi,“ sagði Sigurður sem segist þess utan vera með spenn- andi lið í höndunum í Keflavík. „Tímabilið í fyrra var í rauninni undirbúningur fyrir næsta tíma- bil hjá okkur. Það var mjög erfitt að hlaupa burt frá því og það ein aðalástæðan fyrir því að ég verð áfram með Keflavík.“ Böðvar segir að KR-ingar vonist til þess að vera komnir með nýjan þjálfara um helgina og það verður ekki útlendingur. „Það er ekki raunhæft að vera að semja við menn í erlendri mynt. Ég vænti þess að það verði einhverj- ir góðir innanbúðarmenn sem taki við liðinu. Það er til nóg af hæfi- leikafólki í Vesturbænum,“ sagði Böðvar Guðjónsson. - hbg KR-ingar segja að Sigurður Ingimundarson hafi ekki þorað að taka við liðinu. Nýr þjálfari ráðinn um helgina: Sigurður lagði ekki í að taka við KR ÁFRAM Í KEFLAVÍK Sigurður Ingimund- arson hafnaði tilboði frá KR um að taka við liði meistaranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segist fullviss um að hann verði klár í bátana næsta miðvikudag þegar Man. Utd mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar. Ferdinand hefur ekki leikið með United síðan hann meidd- ist í seinni leiknum gegn Arsen- al í Meistaradeildinni. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gefið það út að Ferdinand þurfi að sanna að hann sé klár með því að spila gegn Hull um helgina. „Mér hefur aldrei dottið annað í hug en að ég geti spilað úrslita- leikinn. Það er ekkert flóknara en það. Kemur ekki til greina að missa af þeim leik,“ sagði Ferdin- and ákveðinn. „Ég æfði með bolta á miðviku- dag og er einnig að hlaupa. Ég er í raun að gera allt sem þarf til þess að vera tilbúinn. Þetta er erfiðasta og mikilvægasta glíma mín við meiðsli enda svakalega mikið í húfi,“ sagði Rio sem hefur átt frábæra leiktíð og það væri mikill missir fyrir United geti hann ekki spilað í sjálfum úrslita- leiknum. „Ég hef ekkert verið að hugsa mikið um úrslitaleikinn sjálfan því öll orkan fer í að hugsa um meiðslin. Ég mun líklega ekk- ert byrja að spá í leiknum fyrr en ég er kominn í flugvélina og á leið til Rómar,“ sagði Ferdinand sem ætlar að spila um helgina ef stjórinn fer fram á það við hann. - hbg Rio Ferdinand: Verð klár í úr- slitaleikinn RIO FERDINAND Tekur ekki í mál að missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI AC Milan gaf það út í gær að framtíð þjálfarans, Carlos Ancelotti, myndi skýrast á mánu- dag þegar leiktíðinni á Ítalíu er lokið. Ancelotti er sterklega orðaður við Chelsea sem er í leit að þjálf- ara þar sem Guus Hiddink mun ekki halda áfram með liðið. „Ég vonast til þess að geta tjáð mig almennilega um málið á mánudag þegar við erum búnir að tryggja okkur inn í Meistara- deildina,“ sagði Adriano Galli- ani, framkvæmdastjóri Milan, en Milan mætir Roma um helgina og vantar sigur til þess að tryggja sig beint inn í Meistaradeildina. Talið er að láti Milan Ance- lotti fara þá séu Marco Van Bas- ten og Brasilíumaðurinn Leonar- do efstir á óskalista félagsins en báðir léku með félaginu á sínum tíma. Ancelotti á ár eftir af samningi sínum við Milan en hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2001 og unnið Meistaradeildina tvisv- ar á þeim tíma. - hbg AC Milan um Ancelotti: Málin skýrast á mánudag CARLO ANCELOTTI Sterklega orðaður við Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.