Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 26
6 föstudagur 22. maí
núna
✽ í dulargervi
FRÍMANNS-KOLLAN. Einkenni-
legt hvað mér finnst gaman að
klæða mig í þessa persónu.
VESPAN MÍN
Færir alltaf
bros fram á
andlit mitt.
TEIKNIMYNDA-FJÖLSKYLDUMYNDIN.
Raggi bróðir gaf okkur „cartoon“-útgáfu af
fjölskyldunni í jólagjöf sem hann teiknaði,
mjög skemmtileg.
KLÓSETTIÐ.
Ótrúlega mikil-
væg og vanmetin
uppfinning að
geta sturtað
niður og þá er
bara allt horfið!
APPLE-TÖLVAN MÍN Er glugginn
minn bæði í einkalífinu og vinnunni.
SÍMINN MINN. Allt of háður honum,
bæði í vinnu og einkalífi.
MYNDAVÉLIN MÍN. Ótrúlega gaman að
taka myndir á almennilega ljósmyndavél.
ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI. Ofurdúettinn sem
er ómissandi fyrir fimm manna fjölskyldu.
TOPP 10
Gunnar Hansson leikari
LYKLARNIR AÐ VESPUNNI
eru nauðsynlegir. Annars er
Vespan ónothæf.
SNUÐ DÓTTUR MINNAR.
LHASA DE SELA Amerísk-kanadíska söngkonan
Lhasa De Sela heldur tvenna tónleika á Listahátíð. Í tón-
list hennar má heyra blöndu af hefðbundinni suður-amer-
ískri tónlist og frumlegum tónsmíðum á ensku, frönsku og
spænsku. Ekki láta þig vanta á Nasa annað kvöld.
FÚLAR Á MÓTI Eftir 50 uppseldar sýningar á Akur-
eyri eru Edda Björgvins, Helga Braga og Björk Jakobs
komnar til Reykjavíkur. Þær eru Fúlar á móti í bráðfyndnu
uppistandi í íslenskri útfærslu Gísla Rúnars Jónssonar.
Ekki missa af skemmtilegri sýningu í Íslensku óperunni.
MÁDARA eru náttúrulegar og lífrænar húðsnyrtivörur sem eru vott-
aðar samkvæmt hinum alþjóðlega ECOCERT-staðli. Í þeim eru lífrænt
vottaðar blómstrandi jurtir og jurtaþykkni frá Eystrasaltslöndunum
þar sem náttúran er hrein og óspjölluð, en plönturnar á þessu svæði
eru sérstaklega ríkar af virkum efnum, vítamínum og steinefnum.
MÁDARA-andlitslínan samanstendur af hreinsifroðu, andlitsvatni,
dag- og næturkremi, sem og
frískandi lituðu dagkremi sem
hentar flestum húðtegundum.
Fyrir líkamann er til
sérlega milt rakakrem,
en allar vörurnar eiga
það sameiginlegt að
vera lausar við ilm-,
rotvarnar- og litarefni
auk þess sem þær
eru í umhverfisvæn-
um umbúðum. Leyfðu
náttúrunni að leika
um líkamann með Má-
dara-vörunum sem
fást í Heilsuhúsinu og
Lyfju Smáralind.
Náttúrulegar snyrtivörur
L‘Occitane hefur nú þróað
nýja lífræna línu sem er vott-
uð af Ecocert. Í vörurnar er
notað seyði úr ólívutrjám frá
Provence, en lauf þeirra hafa
langvarandi rakaeiginleika. Í
línunni er hreinsimjólk, andlits-
vatn, hreinsifroða, rakakrem
og rakamaski og henta vörurn-
ar öllum húðtegundum. Nærðu
húðina með lífrænum vörum
sem vernda og gefa mýkt og
ljóma.
Lífrænt fyrir
andlitið