Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 22. maí ✽ ba k v ið tjö ldi n Besti tími dagsins: Tíundi tíminn, að morgni, en allir hinir tímarnir fylgja fast á eftir. Stjörnumerki: Vog. Uppáhaldsárstími: Þessa dagana er ég mjög upptekin af sumrinu, annars er frábært að eiga fjórar árstíðir. Diskurinn í spilaranum: Moondog. Uppáhaldsmaturinn: Ég er með harð- fisk á heilan- um. Áhrifavaldur- inn: Það keppir enginn við lífið. Líkamsræktin: Að eiga ekki bíl. Draumafrí: Ég er í stuði fyrir almennilegt „road trip“, kannski í Suður- Ameríku og slappa svo af á Samóa-eyju á eftir. Mesta freistingin: Draumafríið hér á undan. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara? Bíllinn var mitt bruðl, ég sleppti honum. Margrét Bjarnadótt- ir, 27 ára danshöfundur, byrjaði að æfa ballett sex ára gömul. Síðan hún útskrifaðist út ArtEZ- listaháskólanum í Hol- landi 2006 hefur útskrift- arverk hennar verið sýnt í fjölmörgum löndum, en Margrét er einn af hug- myndasmiðunum á bak- við sýninguna Húmanimal sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason É g fór í dans af því mig langaði að leika. Ég hafði séð leiksýning- ar í Þjóðleikhúsinu og mamma sagði að krakkarnir í sýningunum væru yfir leitt úr Ballettskóla Þjóðleik- hússins. Þá fór ég í ballett, sex ára og fór svo í Listdansskólann þegar ég var ellefu ára, en þá var ekki lengur nein tenging á milli Þjóð- leikhússins og Ballettskólans svo ég var aldrei í neinu leikriti,“ segir Margrét og brosir. „Ég hélt áfram dansnáminu þangað til ég var nítj- án ára, en fékk þá nóg og hætti í fjögur ár,“ bætir hún við. KVÍÐI VIÐ STJÓRNVÖLINN „Ég hafði meiri áhuga á að semja sjálf og var ekki með sömu ástríðu og margir dansarar hafa, að geta gefið sig alla í annarra manna verk. Ég fann að ef ég var ekki að tengja við verkin sem ég var að dansa leið mér hræðilega illa á sviðinu,“ útskýrir hún og segist hafa byrjað að finna fyrir miklum kvíða á unglingsárunum. „Ég var með svo mikla fólksfælni og kvíða að þegar ég var uppi á sviði vitandi að fólk væri að horfa á mig langaði mig mest að setja poka yfir hausinn á mér. Þetta er eins og gengur og gerist oft með unglinga, en ég tók þetta óörygg- iskonsept alla leið og ræktaði enn frekar á menntaskólaárunum, haltraði af hógværð og minnimátt- arkennd og var eiginlega krónískt rauð í framan í fimm ár. Ef ég var í hópi með fleiri en þremur þá sagði ég yfirhöfuð ekki neitt og ritskoð- aði mig svo rosalega að „móment- ið“ var alltaf horfið þegar ég ætlaði að segja það sem ég var að hugsa. Þegar ég fór í búð var ég iðulega tilbúin með hárrétta peninga- upphæð í höndunum til að geta borgað strax og farið því ég þoldi ekki að fólk myndi horfa á mig á meðan ég væri að leita að pening í veskinu og ef það voru fleiri en tveir inni í búðinni fór ég í aðra búð,“ útskýrir Margrét. „Ég var líka með sjúklega fullkomnunaráráttu sem barn og ég held að það ger- ist oft með börn sem eru í svona stífu prógrammi, en ég var með hálfgerða þráhyggju. Ég man þegar ég fór í próf þá svaf ég alltaf með allar skólabækurnar sem tengdust því námsefni undir koddanum svo að það myndi örugglega allt prent- ast inn í heilann yfir nóttina“ segir hún og hlær. „Eftir menntaskóla var ég svo hugrökk að fara ein til Kaup- mannahafnar. Það var sú stærð af borg sem ég gat höndlað og þar var ég í þrjá mánuði, sitjandi á sama kaffihúsinu, við sama borðið að skrifa dagbók og lesa. Ég hafði verið í ballett með skóla sex daga vikunnar alla mína tíð svo þetta hefði ekki getað verið mikið meiri andstæða. Ég innritaði mig svo í íslensku í Háskólanum því ég var byrjuð að fikta við skrif, en eftir hálft ár í íslenskunáminu bauðst mér starf sem barnapía fyrir bandarískan mann og íslenska konu. Það fylgdu því mikil ferða- lög út um allt og stelpan þeirra var bara þriggja mánaða. Þegar ég tók starfinu var ég á hápunkti feimn- innar og fólksfælninnar svo það var ótrúlega gott að komast í starf þar sem ég var stöðugt að hitta nýtt fólk, ferðast og sjá um lítið barn. Öll athyglin beindist að því og maður hafði lítinn tíma til að pæla mikið í sjálfum sér. Um leið og ég hætti að skrifa þessar dag- bækur og „analísera“ allt sem ég gerði, minnkaði kvíðinn og ofur- meðvitundin sjálfkrafa. Á FERÐ OG FLUGI Margrét fór í ArtEZ-listaháskól- ann í Hollandi og útskrifaðist þaðan árið 2006. Aðspurð viður- kennir hún að það hafi verið erfitt að koma heim að náminu loknu. „Það er eiginlega enginn farveg- ur fyrir danshöfunda á Íslandi eða sjálfstætt starfandi dansara. Það er Íslenski dansflokkurinn og svo kennarar dansskólanna svo hér er eiginlega bara frekar óplægð- ur akur fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn. Við Saga Sigurð- ardóttir, sem ég hef unnið mikið með og var með mér í náminu í Hollandi, og tvær ísraelskar skóla- systur okkar settum upp sýning- una Víkingar og gyðingar í Hafnar- fjarðarleikhúsinu 2007 þar sem við sýndum útskriftarverkin okkar. Í kjölfarið komst verk mitt, Strength Through Embarrassment, á Resolu- tion! danshátíðina í London. Það gaf mér svo tækifæri til að ferðast með það víðar og í næsta mánuði fer ég með það á leiklistarhátíð í Þýskalandi,“ segir Margrét sem er jafnframt einn af listamönnunum sem standa að sýningunni Húm- animal sem fjallar um manninn, dýrið sem heldur sig vera hafið yfir eðli sitt. Sýningin er full af tónlist, leik, dansi og dýrslegum frumkrafti og segir Margrét verkið ekki síður vera danssýningu en leiksýningu, þó svo að áhorfendur séu kannski ekki meðvitaðir um það. „Það er frekar lítill dansáhorf- DREYMIR UM DANSHÚS Í REYK Danshöfundur Maður hefur alveg heyrt fólk segja; „Ég hef farið á danssýningu og mér finnst það ekki skemmtilegt,“ en það er álíka og að segja; „Ég fór einu sinni á tónleika og fannst ekki gaman svo ég ætla ekki aftur á tónleika.“ Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardaga 900 - 1300

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.