Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 22. maí, 142. dagur ársins. 3.51 13.24 23.00 3.12 13.09 23.10 4.990 kr. á tilboði til 24. maí 4.290 kr. Tímamótagjafi r Við höfum úrvalið af útskriftargjöfum. 23.456 kr. 17.990 kr.3.990 kr. 2.990 kr. 3.690 kr. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% Íslensk sjónvarpssaga lumar á nokkrum myndskeiðum sem hafa náð að festa sig svo í sessi að þau eru orðin að eins konar tákn- myndum. Þetta eru myndir sem við sjáum aftur og aftur, Vigdís Finnbogadóttir að veifa þjóðinni af svölunum sínum, fyrsta haftið í Hafrahvammagljúfri sprengt fyrir Kárahnjúkavirkjun og óskýrar myndir teknar á venjulega heim- ilismyndbandsupptökuvél af björg- unarsveitarmönnum að leita að fólki í snjóflóðinu sem féll í Súða- vík árið 1995. SÍÐAN ég sá þessar myndir frá Súðavík fyrst hef ég borið ómælda virðingu fyrir björgunarsveitar- fólki. Og núna, löngu seinna, þegar stjórnmálamennirnir þreytast ekki á að grípa til náttúruhamfara- líkingarinnar ef efnahagsástandið ber á góma get ég ekki losnað við þetta myndskeið úr huga mér. Það var myrkur og stórhríð en milli élj- anna sá glitta í dúðaða björgunar- sveitarmenn sem höfðu hætt sér kauplaust út í hríðina með skóflu í hönd til þess að bjarga lífi sam- landa sinna. Þarna stóðu þeir kald- ir og þreyttir með vindinn beint í fangið og mokuðu og mokuðu án afláts því þeir vissu að hver sek- únda var mikilvæg. RÁÐAMENN þjóðarinnar þykj- ast hafa sett saman „aðgerðapakka til bjargar heimilunum“. Þeir segja að við þurfum að „standa af okkur þetta gjörningaveður“ og til að við missum ekki móðinn minna þeir okkur á að Íslendingar eru sterkir enda vanir að glíma við náttúru- öflin. Á þessu hafa menn tönnlast síðan bankakerfið hrundi í haust og samt finnst okkur eins og við séum enn að bíða í rústunum eftir að björgin berist. Björgunarsveit- armennirnir sem við sáum í mynd- skeiðinu frá Súðavík voru í allt öðrum ham. Engum þeirra datt í hug að eyða dýrmætum tíma í að karpa um í hvaða herbergi þeir fengju að hvíla sig eftir mokst- urinn eða hver af björgunarsveit- unum ætti mestan heiður skilinn fyrir verkið. Það eina sem skipti máli var að moka! LÍKINGAMÁLIÐ sem menn grípa til núna er fullkomlega eðli- legt. Auðvitað er þetta eins og eftir hræðilegt slys eða hamfar- ir. En hverjir hafa mesta reynslu af umfangsmiklum björgunar- aðgerðum? Værum við kannski betur sett í dag ef við hefðum tekið björgunarmyndmál pólitíkusanna alvarlega strax í upphafi og virkj- að samhæfingarstöðina í Skógar- hlíð í stað þess að stóla á samkom- una í húsinu við Austurvöll? Björgunar- aðgerðirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.