Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 38

Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 38
4 matur Þorkell Andrésson og Hildur Úa Einarsdóttir deila áhuga á matargerð. Fallega dekkað borð að hætti Marentzu. Ítalskt focaccia-brauð með mozzarella er bæði bragð- gott og auðvelt að gera. Sæmundur Kristjánsson og Marentza Poulsen hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Bæði kunna þau vel að búa til góða veislu. FRAMHALD AF FORSÍÐU LAX MARENTZU með sítrónukartöflu purée og kryddjurtapestó LAX 1 flak af ferskum laxi, bein- hreinsað og flakað. Laxinn kryddaður með salti, timían og örlitlum sítrónusafa. Bakaður í um það bil sex mínút- ur við 160 gráður. SÍTRÓNUKARTÖFLU PURÉE 300 g kartöflur 25 g smjör 25 ml rjómi 1 sítróna Kartöflurnar soðnar, skrældar og maukaðar heitar. Smjörið og rjóminn hitað saman í potti og kartöflumaukinu hrært út í. Nokkrir dropar af sítrónusafa og smá rasp af berki sítrónunn- ar sett út í maukið, rétt áður en rétturinn er borinn fram. DILL-PESTÓ 100 g dill 100 g ruccola 50 g cashew-hnetur 50 g parmesan ostur rifin 30 ml ólífuolía Allt sett í matvinnsluvél og gróf- lega unnið saman i vélinni. Salt og pipar sett í restina. GEITAOSTUR HILDAR á tómatólífubrauði með tapenade TÓMATÓLÍFUBRAUÐ 300 ml vatn 3 g sykur 5 g salt 9 g olía 400 g hveiti 100 g ólífur 100 g sól- þurk aðir tómatar Öllu blandað saman, hnoðað og látið hefast í hálf- tíma og bakað í 25 mínútur við 160 gráður. Skorið í sneiðar og grillað á heitri pönnu. GEITAOSTUR Góður mjúkur geitaostur frá Jóa í ostabúðinni, skorinn í þuml- ungsþykkar sneiðar, settur í rasp og bakaður á háum hita í ofni í 3 til 4 mínútur. ÓLÍFUMAUK 100 g grænar eða svartar ólíf- ur 50 g ansjósur 5 g hvítlaukur 30 ml ólífuolía Allt maukað og salt og pipar bætt út í. UPPSKRIFTIR AÐ LJÓMANDI SUMARVEISLU A M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.