Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 60

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 60
6 matur FERSKUR SUMARDRYKKUR 2 límónur ½ l engiferöl ½ l sódavatn ísmolar Ferskur og einfaldur drykkur, góður með léttum réttum og á heitum dögum. Skerið límónu í grófa bita, átta stykki úr einni, kreistið og setj- ið í könnu. Fyllið með ísmolum og hellið engiferöli og sóda- vatni yfir. Hrærið í með skeið og þá er drykk- urinn tilbúinn. ÍSKAFFI 1 espresso 2 cl. karamellusíróp ísmolar mjólk þeyttur rjómi Góður á heitum dögum og ávallt. Setjið nóg af ísmolum í hátt glas, um það bil 35 cl. Hellið espresso og sírópi yfir og hrær- ið. Fyllið glasið með kaldri mjólk og setjið þeyttan rjóma yfir. TÓMATBEIKON- RIST 2 stórir tómatar 4 sneiðar beikon 1 hvítlauksrif óðalsostur 1 þykk brauðsneið (ég nota maltbrauð bakað á staðnum, líka gott að nota súr- brauð, speltbrauð eða landbrauð). Salt, pipar, ólífuolía og ferskt timjan. Léttur og góður brauðréttur, tiltölulega einfaldur að gera. Ristið brauðið og léttsteikið beikon- ið. Sneiðið tómat- ana gróft, um það bil fjórar sneið- ar hvern tómat. Nuddið hvítlaukn- um á brauðið og gefið aðeins ólífuolíu yfir. Raðið tómatsneiðun- um á brauðið, kryddið vel með salti og pipar, leggið væna sneið af osti yfir og bræð- ið undir grilli eða inni í ofni. Hellið ólífu- olíu aftur yfir, stráið svo svörtum pipar og fersku timjan yfir. TÓMATBEIKONRIST OG TVEIR SVALANDI SUMARDRYKKIR Brynjólfur Garðarsson hefur nýverið tekið við stöðu yfirmatreiðslumeistara á veitinga- og kaffihúsinu Portinu í Kringlunni, eftir að hafa verið búsettur í Danmörku um árabil þar sem hann rak meðal annars Laundromat Café ásamt Friðriki Weisshappel. Blaðamaður fékk að skyggnast í eldhúsið hjá Brynj- ólfi þar sem boðið var upp á tómat- beikon rist og tvo svalandi drykki. „Við drekkum alltaf svona í eldhúsinu þegar heitt er í veðri,“ útskýrir Brynjólfur, með ískaldan engiferöldrykk í hönd. Segir hann góðan, ódýran og sáraeinfaldan í gerð; blanda af sódavatni og engi- feröli eða orkudrykk, ísmolar og slatti af límónu séu það eina sem til þurfi. „Þetta eru alls engin stórinnkaup,“ bætir hann brosandi við. Hann leggur einnig til hugmynd að ljúffengu ískaffi sem auðvelt er að útbúa heima. „Þetta er ekkert venjulegt ískaffi hrært upp með ís, heldur í sínu einfaldasta formi þar sem ísmolar eru látnir kæla niður espressóinn. Smá sýróp er svo sett út í til að gera kaffið sætara, kaldri mjólk bætt við og þeyttur rjóminn ofan á. Vænn skammtur af þessu er ein besta aðferð sem ég veit um til að slökkva þorstann.“ Þá er komið að aðalsmerki stað- arins, brauðinu, sem Brynjólf- ur framreiðir stoltur í bragði. „Ég rista brauðið, sem er bakað á staðnum, nudda hvítlauksgeira ofan í það, helli olíu yfir, bæti tómatsneiðum ofan á og grilluðu beikoni. Set svo vel af osti, salti og pipar, smá timjan og svartan pipar. Hráefnið verður að vera ferskt. Það er mjög mikilvægt. Annars er þetta nokkuð sem allir geta gert, en er alveg ómótstæði- lega gott.“ - rve, ve Einfalt og ómótstæðu- legt ískaffi. Ferskleikinn í fyri Þessi drykkur er ein stak lega svalandi og gott að hafa við höndina þegar sólin skín. Brauð af ýmsu tagi er aðalsmerki Portsins í Kringlunni. Brynjólfur Garðarsson tók nýverið til starfa á veitingastaðnum Portinu eftir að hafa rekið Laundromat Café í Danmörku við góðan orðstír. Hann sviptir hér hulunni að einu aðalsmerki staðarins auk þess sem hann hrærir saman tvo einfalda drykki. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 A D Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.