Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 2
2 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
Árni, munuð þið selja M&M í
M&M-búðinni?
„Við gefum alltaf krökkunum M&M á
Öskudeginum. Það hefur verið ein-
kenni Máls og menningar í mörg ár.“
Stofna á bókabúðina Mál og menningu í
húsnæði Bókabúðar Máls og menning-
ar. Bókabúðin flytur í annað húsnæði,
líklega á Laugavegi. Tvær M&M-búðir
verða því í miðbænum. Árni Einarsson
er stjórnarformaður Bókmenntafélagsins
Máls og menningar.
STJÓRNMÁL Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins í Kópavogi, segir framtíð meiri-
hlutasamstarfs ráðast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn
þurfi að bregðast við skilyrðum sem fulltrúaráðs-
fundur Framsóknarflokks setti á mánudag.
Meðal þeirra var að nýr bæjarstjóri taki við í
dag og sitji út kjörtímabilið. Ætli Gunnar sér að
snúa aftur sem bæjarfulltrúi, verði að semja um
samstarf flokkanna að nýju. Ómar segir að þá sé
allt undir og hans túlkun sé að fulltrúaráðið telji að
þá þurfi að skoða allar stöður upp á nýtt.
Gunnar segist munu snúa aftur til fyrri starfa í
bæjarstjórn og bæjarráði að rannsókn á málefnum
stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs lok-
inni. Í haust fari hann þó í hnéaðgerð sem gæti
haldið honum eitthvað frá störfum. Gunnar segir
fólkið hafa kosið sig til starfa og því sé eðlilegt að
hann snúi aftur á ný. Gunnar vill lítið tjá sig um
kröfu samstarfsflokksins. „Ég segi ekkert um það,
menn hljóta að leppa sig saman í þessu eins og í
öðrum málum.“
Ómar sagðist í gærkvöldi ekki hafa rætt við
Gunnar eftir fund fulltrúaráðsins. Hann hefði hins
vegar verið í góðu sambandi við Gunnstein og það
réðist af viðbrögðum hans og Sjálfstæðisflokks við
skilyrðum Framsóknar hvort grundvöllur væri til
áframhaldandi samstarfs. Það ætti við um öll skil-
yrði, líka hvað varðaði endurkomu Gunnars. - kóp
Gunnar Birgisson mun snúa aftur sem bæjarfulltrúi að lokinni rannsókn:
Framtíð samstarfs ræðst í dag
FYRRVERANDI SAMHERJAR Ómar segir afturhvarf Gunnars í
bæjar stjórn kalla á endurskoðun allra samninga. Gunnar segist
munu snúa aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÍÞRÓTTIR Talsmaður Baracks
Obama telur mjög líklegt að
Bandaríkjaforsetinn verði við-
staddur opnunarhátíð Heimsmeist-
aramótsins (HM) í knattspyrnu,
sem fram fer í Suður-Afríku næsta
sumar. Það yrði
í fyrsta skipti í
sextán ár sem
forseti Banda-
ríkjanna yrði
viðstaddur
opnun á mestu
knattspyrnu-
keppni heims,
eða síðan Bill
Clinton vígði
HM í Bandaríkjunum árið 1994.
Sepp Blatter, forseti Alþjóða-
knattspyrnusambandsins (FIFA),
sagðist á mánudag hafa boðið
Obama á hátíðina og að forset-
inn hefði þáð boðið. Obama hefur
í viðtölum talað um aðdáun sína á
knattspyrnu og að hann horfi oft
á leiki úr ensku úrvalsdeildinni í
sjónvarpi. - kg
Forseta boðið á stórviðburð:
Obama á HM í
knattspyrnu
BARACK OBAMA
EFNAHAGSMÁL Sérfræðingar á fjár-
málamarkaði gagnrýna stjórnar-
frumvarp sem liggur fyrir efna-
hags- og skattanefnd Alþingis og
kveður á um fimmtán prósenta
skatt á vaxtagreiðslur til erlendra
aðila.
Skatturinn fellur á vexti lána
sem erlendir lánardrottnar hafa
veitt íslenskum fyrirtækjum.
Viðmælendur Markaðarins segja
þetta senda erlendum lánardrottn-
um röng skilaboð og geta reynst
íslenskum fyrirtækjum stór-
hættuleg við núverandi aðstæður.
Þau vanti sárlega fjármagn og séu
mörg tæknilega gjaldþrota.
Þeir óttast að fari frumvarpið
óbreytt í gegnum nefndina megi
reikna með að skattaálögurnar
leggist ofan á lán til fyrirtækja hér
og innlendir aðilar beri á endanum
byrðarnar.
Þá segja aðrir hættu á að erlend
fjármálafyrirtæki snúi einfaldlega
baki við íslenskum fyrirtækjum,
sem séu rúin trausti á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
„Við erum að skoða málið. Gagn-
rýnin er eitt af þeim atriðum
sem við munum skoða fyrir aðra
umræðu málsins,“ segir Helgi
Hjörvar, formaður efnahags- og
skattanefndar og kveður niður-
stöðu fást í málinu fyrir vikulok-
in. - jab / sjá Markaðinn
Forsvarsmenn í atvinnulífinu segja hættu stafa af skattafrumvarpi stjórnvalda:
Röng skilaboð til lánardrottna
HAMARSHÖGGUM FÆKKAR Fjármála-
sérfræðingar óttast að skattur sem eigi
að leggjast á erlend fjármálafyrirtæki
skili sér í auknum vaxtaálögum íslenskra
fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MYNDLIST Jónsmessan verður hald-
in hátíðleg með myndlistarsýningu
í Garðabæ í kvöld. Sýningin stend-
ur frá klukkan 20 til miðnættis við
Strandstíginn í Sjálandinu.
Hugmyndina að Jónsmessusýn-
ingunni á Laufey Jensdóttir mynd-
listarmaður. Í tikynningu segir
að í samstarfi við bæjaryfirvöld,
tónlistarfólk, skáta og fleiri aðila
verði blásið til fagnaðar í kvöld.
Þar geti gestir og gangandi notið
samhliða menningar, útivistar og
kynngikrafts Gálgahraunsins sem
með öllum sínum kynjamyndum
og krafti hafi verið mörgum upp-
spretta frjórra hugmynda, verka
og gálgahúmors. - kg
Sýning í Garðabæ:
Myndlist á
Jónsmessunni
DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður
hefur verið dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir að hóta manni og tíu
ára dóttur hans. Maðurinn hafði
áður hlotið dóm fyrir líkamsár-
ás eftir að hann við annan mann
réðst á föðurinn, kýldi hann og reif
eyrnalokk úr eyra hans.
Þegar árásarmálið var komið í
rannsókn hringdi árásarmaðurinn
í þann sem hann hafði misþyrmt
þá og hótaði honum, léti hann
málið ekki niður falla. Hann hótaði
einnig tíu ára dóttur mannsins að
pabbi hennar myndi koma alblóð-
ugur heim myndi hún ekki sækja
hann í símann. Líkamsárásardóm-
urinn var tekinn upp og refsing
dæmd í einu lagi. - jss
Dæmdur í fangelsi:
Hótaði föður
og ungri dóttur
VIÐSKIPTI Náist ekki samkomulag
við kröfuhafa bankanna um verð
fyrir þær eignir sem færðar voru
yfir í þá nýju er ekki útilokað að
þeim verði afhentir einn eða fleiri
þeirra í einu lagi.
Ekki verða gefnir frekari frestir
til að ná samkomulagi en sá sem
síðast var gefinn til 17. næsta mán-
aðar, að sögn Gunnars Þ. Ander-
sen, forstjóra FME. Náist ekki
samkomulag má búast við að FME
taki einhliða ákvörðun um upp-
gjörið. Bæði Gunnar og Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra
segja enn allar leiðir opnar hvað
varðar uppgjör við kröfuhafana.
Þar á meðal að kröfuhafarnir eign-
ist bankana í einhverri mynd, eða
að opnað verði á endurmat á virði
yfirfærðra eigna þegar frá líði.
- óká / sjá Markaðinn
Viðræður við kröfuhafa:
Óvíst að tíma-
áætlunin haldi
FERÐIR Íslensk ungmenni virðast
ekki ætla að láta efnahagsþreng-
ingar hafa áhrif á ferðalög til
útlanda í sumar.
Þetta segja
forsvarsmenn
þriggja fyrir-
tækja sem með
öðru bjóða upp
á sjálfboðastörf
víða um heim.
„Bankahrunið
hefur ekki
hindrað ungt
fólk. Mér
finnst fleiri sækja út núna en
fyrir ári þegar við byrjuðum með
verkefnið,“ segir Kristrún Sveins-
dóttir, verkefnastjóri hjá Nínukoti,
einu fyrirtækjanna þriggja. Meðal
vinsælla áfangastaða má nefna
Afríku, Suður-Ameríku og Norður-
löndin. - mmf / sjá Allt í miðju blaðsins
Íslensk ungmenni:
Ferðast áfram
til útlanda
KRISTRÚN
SVEINSDÓTTIR
DÓMSMÁL Hannes Smárason og
félög nátengd honum hafa stund-
að margvísleg viðskipti sem kunna
að vera refsiverð, að því er fram
kemur í húsleitarúrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Héraðsdómur
úrskurðaði í gær að húsleit sem
gerð var í eignum Hannesar og
á lögmannsstofunni Logos hefði
verið lögmæt. Hannes hafði farið
fram á það að leitin yrði dæmd
ólögmæt og öllum gögnum sem
tekin voru í húsleitinni yrði skil-
að.
Meðal þess sem verið er að skoða
eru kaup FL Group á flugfélaginu
Sterling árið 2005. Grunur leikur á
að auðgunarbrot hafi verið framið
við kaupin. Efnahagsbrotadeild lög-
reglu telur að kaupin hafi valdið FL
Group verulegu fjárhagslegu tjóni,
þar sem flugfélagið kunni að hafa
verið keypt á yfirverði. Þá leikur
grunur á að Hannes hafi brotið
hlutafélagalög með lánveitingu FL
Group til hans eða annarra tengdra
honum upp á rúmar 46 milljónir
Bandaríkjadala. Einnig er verið að
skoða greiðslur einkahlutafélags-
ins FI fjárfestinga til FL Group
vegna einkakostnaðar Hannesar.
Um greiðslur upp á fimmtíu
milljónir króna eru að ræða. Í bók-
haldi félagsins koma færslur fram
merktar „flug“, „prívat vegna US“,
„úttektir“, „veiðileiðsögn“ og „bíó-
miðar HS“.
Þá eru til rannsóknar kaup og
sala á fasteignum sem einkahluta-
félagið Fjölnisvegur 9, í eigu Hann-
esar, seldi honum og sambýliskonu
hans með tapi árið 2007. Fasteign-
irnar eru við Fjölnisveg 9 og 11
þar sem húsleitir voru gerðar.
Einkahlutafélagið gaf upp leigu-
tekjur upp á rúmar níu milljónir
árið 2006 og rúmar sex milljónir
árið 2007. Í úrskurðinum kemur
fram að leigutekjurnar séu lágar
og megi því ætla að kaup félagsins
á fasteigum hafi ekki verið gerð í
ábataskyni heldur sé hugsanlega
um málamyndagerning að ræða.
Félagið átti einnig og seldi fast-
eign við Naustabryggju 18, en það
var gert með talsverðum hagnaði.
Fram kemur í húsleitarúrskurði
að á þeim tíma hafi fasteignaverð
í Reykjavík hækkað umtalsvert.
Þar kemur jafnframt fram að rök-
studdur grunur sé um skattsvik.
Einnig er verið að rannsaka
einkahlutafélagið Hlíðasmára 6
ehf. og eignarhaldsfélögin Sveip
ehf. og EO eignarhaldsfélagið ehf.
thorunn@frettabladid.is
Margvísleg viðskipti
mögulega refsiverð
Grunur leikur á að Hannes Smárason og félög honum nátengd hafi framið
auðgunarbrot, skattsvik og brot á hlutafélagalögum á árunum 2005 til 2007.
Héraðsdómur úrskurðaði í gær húsleit í eignum Hannesar og Logos lögmæta.
FJÖLNISVEGUR 9
Meðal þess sem verið
er að rannsaka er sala
á Fjölnisvegi 9 og 11
til Hannesar og sam-
býliskonu hans. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
SA
SPURNING DAGSINS