Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 6

Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 6
6 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR www.ms.is/gottimatinn nýtt! hrein jógúr t í ½ l umbúð um í morgunve rðar- eða sósuská lina alveg hreint frábær! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 Nauðganir í fangelsi Tuttugu kvenföngum var nauðgað eftir misheppnaða flóttatilraun karl- fanga í fangelsi í Kongó á mánudag. Mennirnir voru flestir af dauðadeild og þegar þeim mistókst flóttinn bru- tust þeir inn á kvennadeildina. KONGÓ Sveltu dóttur sína í hel Foreldrar sjö ára gamallar einhverfrar stúlku í Ástralíu hafa verið dæmdir fyrir að hafa svelt hana í hel. Fram kom fyrir dómi að læknar hefðu aldrei séð jafn alvarlegt dæmi um vanrækslu og vannæringu. ÁSTRALÍA FÓLK „Ég er mjög ánægður með þennan árangur. Þetta er alveg frábært,“ segir Kári Már Reynisson, sautján ára nemandi við Menntaskólann Hraðbraut. Kári er höfundur verkefnisins „Líkan að gervitaug“ sem bar sigur úr býtum í Landskeppni ungra vísinda- manna sem fram fór við Háskóla Íslands á dögunum. Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í gær. Auk verðlaunafjár og -skjals verður Kári fulltrúi Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna í París í september. Þar keppir Kári við unga vísindamenn frá fjörutíu löndum í Evrópu, Ameríku og Asíu. „Ég á jafn góða möguleika á sigri þar og allir aðrir,“ segir Kári. Kári var aðeins tólf ára gamall þegar áhuginn á byggingu gervitaugar kviknaði. „Ég var mikið að garfa í þessu sem barn og taugafræðin kveikti sér- staklega í mér. Ég uppgötvaði að við höfum engan búnað til að hjálpa þeim sem verða fyrir alvarlegum taugaskemmdum. Og svo hefur þetta þróast áfram hjá mér.“ Kári er að ljúka stúdentsprófi við Menntaskólann Hraðbraut og stefnir á nám í Háskóla Íslands í haust. „Ég gæti farið í líffræði eða lífefnafræði eða jafnvel verkfræði. Það er í raun óráðið hvað ég geri,“ segir vísindamaðurinn ungi að lokum. - kg Kári Már Reynisson sigraði í Landskeppni ungra vísindamanna: Tólf ára er áhuginn kviknaði LÍKAN AÐ GERVITAUG Kári Már tók á móti verðlaunum í Lands- keppni ungra vísindamanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁTTÚRA Umhverfisstofnun veitti í gær ORF líftækni leyfi til að rækta erfðabreytt bygg utandyra. Leyfið er þó háð skilyrðum eins og því að Umhverfisstofnun muni fá að hafa eftirlit með ræktuninni og að rækt- unarsvæðið verði innan girðinga sem og varðbelta. „Við teljum þessi skilyrði alveg sjálfsögð og munum auðvitað fylgja þeim í einu og öllu,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann segir ennfremur að þegar verði hafist handa við að sá, þó ljóst megi vera að ekki fáist uppskera í ár. Bændur sem rækta bygg hér á landi hefja yfirleitt sáningu snemma í maí svo sáning nú er nokkuð seint á ferðinni. „Hins vegar er þetta til- raunaverkefni og við getum gert margar þessara tilrauna þó að við fáum ekki uppskeru,“ segir Björn Lárus. Í niðurstöðu Umhverfisstofnunar segir að stofnunin telji hverfandi líkur á því að erfðabreytta bygg- ið breiðist út í náttúruna. Eins eru taldar hverfandi líkur á að víxl- frjóvgun erfðabreytta byggsins við annað bygg eða plöntu geti átt sér stað. Ráðgjafanefnd um erfða- breyttar lífverur, sem fjallaði um umsóknina, var ekki einróma, tveir af níu nefndarmönnum lögðust gegn því að leyfið yrði veitt. - jse ORF líftækni hefur fengið skilyrt leyfi til að hefja ræktun utandyra: Sá fyrir erfðabreyttu byggi FRÁ KYNNINGARFUNDI UM MÁLIÐ FYRR Í MÁNUÐINUM Hér er Björn að kynna fyrirætlanir ORF en nú er leyfið fengið svo ekkert er að vanbúnaði að fylgja þeim eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAKKLAND Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði á mánu- dag að búrkur íslamskra kvenna væru ekki velkomnar í Frakk- landi. Þær væru ekki tákn um trú, heldur um undirgefni kvenna. Franska þingið sam- þykkti í gær að rannsaka áhrif búrkna og í framhaldinu verður skoðað hvort lög verði sett til að banna þær. Sarkozy sagði að konur í búrk- um væru fangar á bak við net og væru útilokaðar frá félagslífi og sviptar sjálfsmynd. Það væri ekki hægt að líða í Frakklandi. Um fimm milljónir múslima eru í Frakklandi. - þeb Frakklandsforseti: Búrkur tákn um undirgefni BRETLAND Geisladiskurinn „Lög fyrir Raísu“ sem inniheldur söng Mikhaíls Gorbatjov, fyrr- verandi Sovétleiðtoga, seldist fyrir 100.000 pund, eða rúmlega 21 milljón íslenskra króna, á uppboði í London fyrir skömmu. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Guardian. Ágóðinn af geisladisknum, sem inniheldur túlkun Gorbatsjovs á gömlum ballöðum frá Rússlandi, rennur til góð- gerðarsjóðs Raísu, eiginkonu leiðtogans sem lést fyrir tíu árum. Sjóðurinn var stofnaður til að berjast gegn krabbameini í börnum. Aðeins eitt eintak var fram- leitt af geisladisknum. Kaupand- inn er sagður vera „ónafngreind- ur breskur mannvinur“. - kg Sovétleiðtogi syngur ballöður: Gorbatsjov gef- ur út geisladisk ÍRAN, AP Tveir breskir embættis- menn í Íran voru sendir úr landi í gær. Það var gert í kjölfar ásakana um að bresk stjórnvöld hafi skipt sér með óeðlilegum hætti af kosn- ingunum í Íran hinn 12. júní síð- astliðinn. Bresk stjórnvöld svöruðu með því að senda tvo íranska emb- ættismenn frá Bretlandi. Á föstudag gagnrýndi Ali Kham- enei Íransleiðtogi Vesturlönd og sagði bresku ríkisstjórnina vera þá verstu. Á mánudag tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hefðu kallað fjöl- skyldur embættismanna í Íran heim til Bretlands í öryggisskyni. Í gær greindi svo íranska utanríkisráðu- neytið frá því að tveir breskir emb- ættismenn hefðu verið reknir úr landi fyrir „óhefðbundna hegðun“. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi að Banda- ríkin og heimurinn allur væru hneyksluð á framferði íranskra stjórnvalda og fordæmdi „hótanir, barsmíðar og fangelsanir síðustu daga“. Hann segir Bandaríkin viður- kenna fullveldi Írans og ekki skipta sér af málefnum landsins. Engin mótmæli fóru fram í Teh- eran í gær fyrir utan um 100 manna hóp sem mótmælti Vesturlöndum fyrir utan breska sendiráðið, þar sem fánar Bretlands, Bandaríkj- anna og Ísraels voru brenndir. Svo virðist sem lögreglu og sérsveit- um hafi tekist að brjóta mótmæli vegna forsetakosninganna á bak aftur í bili. Að minnsta kosti sautj- án hafa látið lífið í mótmælunum og á mánudag birtust myndskeið á net- inu af dauða ungrar konu sem hafði orðið fyrir skoti. Konan hét Neda Agha Soltan og hefur orðið nokkurs konar tákngervingur mótmælanna. Bandaríkjaforseti tjáði sig einnig um dauða hennar og sagði mynd- bandið átakanlegt. Þá sagði hann að þeirra sem berðust fyrir réttlæti yrði alltaf minnst í sögunni. Æðsti klerkurinn Khamenei féllst í gær á að framlengja kvörtunar- frest vegna kosninganna um fimm daga. Íranska klerkastjórnin virðist þó enn vera ákveðin í að hunsa kröf- ur um að kosið verði á nýjan leik. thorunn@frettabladid.is Breskir embættis- menn reknir frá Íran Írönsk stjórnvöld ráku í gær tvo breska embættismenn úr landinu. Bretar svör- uðu í sömu mynt. Barack Obama Bandaríkjaforseti fordæmdi aðgerðir íranskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum og sagði heiminn hneykslaðan á þeim. MÓTMÆLI Í Íran hefur ekki verið mótmælt síðustu tvo daga en annars staðar í heiminum er áfram mótmælt. Þessi íranski maður mótmælti í Grikklandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Ertu sátt(ur) við 12,5 krónu bensínverðshækkun? Já 7,7% Nei 92,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Finnst þér að leggja eigi niður Varnarmálastofnun í sparnaðar skyni? Segðu þína skoðun á vísir.is Kærður úrskurður stendur Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póst- mála hefur staðfest ákvörðun PFS um að meina Mílu ehf. sjálfvirkar verð- breytingar til samræmis við byggingar- vísitölu. Míla hafði kært úrskurðinn. FJARSKIPTAMARKAÐUR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.