Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 10

Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 10
10 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Gjaldeyrisviðskipti álfyrirtækja Bílahreinsivörur Þú sparar 4.590.- TILBOÐ 2.990.-PAKKI 2Verð áður 7.580.- Alcoa Fjarðaál og Alcan á Íslandi hafa stundað viðskipti með krónur erlendis. Viðskiptin gætu skilað fyrir tækjunum 1,65 milljörðum króna í hagnað á ársgrundvelli. Viðskiptin geta seinkað styrkingu krónunnar. Um lögleg viðskipti er að ræða en Seðlabankastjóri segir hins vegar að undanþágur séu ekki ætlaðar til að fyrir- tæki hagnist á þeim. Tvö af þremur álfyrirtækjum hérlendis greindu frá því í við- tali við Fréttablaðið í gær að þau hefðu stundað viðskipti með krón- ur á erlendum markaði. Slík við- skipti geta haldið aftur af styrk- ingu krónunnar en eru ábatasöm fyrir þau fyrirtæki sem eiga hlut að máli. Auðvelt er að setja upp dæmi sem skýrir vel ágóðann af þessum viðskiptum. Meðalgengi íslensku krónunnar samkvæmt meðalgengi Seðlabanka Íslands hefur verið um 165 krónur fyrir hverja evru. Gengi íslensku krónunnar hefur í miðlunarkerfi Reuters hins vegar verið um 230 krónur að meðaltali frá því að bankahrunið skall á í október. Gengi krónunnar á þeim markaði gefur vísbendingu um það gengi sem fyrirtæki geta átt viðskipti á með krónur erlendis. Tveir aðskildir markaðir Ef fyrirtæki ákveður að selja eina evru á erlendum markaði hefur það fengið um 230 krónur að meðaltali í vetur. Hins vegar ef viðkomandi hefði selt eina evru hérlendis þá hefur það fengið um 165 krónur að meðaltali frá því að bankahrunið átti sér stað. Við- komandi hafa því verið að fá um 65 fleiri krónur fyrir hverja evru heldur en ef viðskiptin hefðu átt sér stað hérlendis. Því er augljóst að það er ágóði af því fyrir íslensk fyrirtæki að kaupa krónur á erlendum mark- aði fyrir þann erlenda gjald- eyri sem fyrirtækin fá af sínum útflutningi. Þau fá því fleiri krón- ur fyrir sama magn af erlendum gjaldeyri. Með þessum hætti geta fyrirtækin flutt inn krónur sem þau kaupa á hagstæðara gengi til að greiða innlendan kostnað, svo sem laun og annan tilfallandi kostnað. Þar sem viðskiptin fara fram erlendis hafa þau ekki áhrif á opinbert gengi krónunnar hjá Seðlabanka Íslands. Ef viðskipt- in færu hins vegar fram hérlend- is, en ekki á erlendum markaði, myndi það hafa áhrif til styrking- ar á opinberu gengi krónunnar. Álfyrirtækin stunda viðskipti með krónur erlendis Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær kom fram að bæði Alcan á Íslandi og Alcoa Fjarðaál hafa stundað viðskipti með krónur á erlendum mörkuðum. Erna Indriðadóttir framkvæmdastjóri hjá Alcoa Fjarðaáli greindi frá því að fyrir- tækið hefði varið lágu hlutfalli tekna sinna til kaupa á íslenskum krónum erlendis. Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi, sagði jafnframt frá því að félagið hefði stundað viðskipti með krón- ur erlendis og notað þær krónur sem keyptar hefðu verið erlendis til að greiða minnihlutann af inn- lendum kostnaði félagsins. Í því samhengi er athyglisvert að skoða hve hár innlendur kostn- aður þessara félaga var á síðasta ári. Ólafur Teitur greindi frá því í vetur að Alcan hefði árið 2008 greitt um 6,8 milljarða króna í inn- lendan kostnað og tekjuskatt, fyrir utan orkukaup. Ekki hafa feng- ist upplýsingar um launakostnað Alcan á Íslandi. Sambærileg tala fyrir Alcoa Fjarðaál er 9,5 millj- arðar króna en auk þess greiddi fyrirtækið 4,4 milljarða í launa- kostnað á síðasta ári. Því er ljóst að samanlagður innlendur kostn- aður þessara tveggja ál fyrirtækja var að minnsta kosti tuttugu millj- arðar króna árið 2008. Athuga ber að orkukostnaður er ekki innifalinn í þessari tölu þar sem samningar fyrirtækjanna eru gjarnan í erlendum gjald- miðli og því munu fyrirtækin ekki skipta gjaldeyri til að greiða þann kostnað. Lögleg viðskipti Ljóst er að álfyrirtækin eru dæmi um fyrirtæki sem hafa notið góðs af ósamræmi í gengisskráningu íslensku krónunnar hérlendis og á erlendum mörkuðum. Eftir umfjöllun Fréttablaðsins að undan förnu brást Alcan á Íslandi við og hafði samband við Seðla- banka Íslands, sem leiddi til þess að bankinn óskaði eftir því að öll þeirra gjaldeyrisviðskipti færu fram hérlendis. Alcan á Íslandi hyggst verða við þeirri ósk. Mikilvægt er að taka fram að ekki er um lögbrot að ræða hjá álfyrirtækjunum þar sem þau hafa undanþágu frá gjaldeyris- höftunum sem sett voru á fyrr í vetur. Svein Harald Öygard Seðlabankastjóri sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að mörg fyrirtæki hefðu undanþágur frá gjaldeyrishöftunum, „hins vegar eru undanþágur ekki ætlaðar til að fyrirtækin hagnist vegna reglnanna.“ Milljarða gróði álfyrir- tækja af gjaldeyrisbraski FRAMLEIÐSLA Á ÁLI Alcoa Fjarðaál rekur álverið á Reyðarfirði en Alcan á Íslandi starfrækir álverið í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ef við gefum okkur að álfyrirtækin greiði um þrjátíu prósent af inn- lendum kostnaði, um sex milljarða króna, með krónum sem keyptar eru erlendis má reikna út hve mikið félögin hagnast á að eiga viðskipti með krónur erlendis. Samanlagður innlendur kostnaður álfyrirtækjanna tveggja var um tuttugu milljarðar króna á síðasta ári. Ef þau greiða þrjátíu prósent af þeim kostnaði með krónum sem keyptar eru erlendis þá þá þurfa þau að festa kaup á sex milljörðum króna á erlendum markaði. Til þess að festa kaup á þessum gjaldeyri þurfa fyrirtækin að reiða fram 26 milljónir evra á erlendum markaði samanborið við 36 milljónir evra ef sömu viðskipti hefðu átt sér stað hérlendis. Ágóðinn af því að stunda þessi viðskipti erlendis gæti því numið tíu milljónum evra á ári eða um 1,65 milljörðum króna miðað við meðalgengi íslensku krónunnar í vetur. DÆMI UM GJALDEYRISVIÐSKIPTI ÁLFYRIRTÆKJANNA FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR ARNARSON bta@frettabladid.is Skógræktarfélag Íslands hefur ráðist í það verkefni að skapa störf fyrir allt að 1.000 manns í tengslum við uppgræðslu á grænum svæð- um skógræktarfélaga landsins. Til dæmis með grisjun skógræktar- svæða og lagningu göngustíga. Verkefnið er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Ríkissjóður útvegar efni og aðföng sem þarf fyrir verkefnin, Skógræktarfélagið útvegar verkefnin og sveitar félögin útvega starfsmennina. „Markmiðið er að ráðast í fram- kvæmdir við uppbyggingu á aðstöðu til útivistar og þar með auðvelda fólki aðgang að óspilltri náttúrunni,“ segir Magnús Gunnars- son, formaður Skógræktarfélags Íslands. Skógræktarfélagið hefur mótað stefnu til næstu þriggja ára sem miðar að því að ráðast í mann- aflsfrek verkefni. Langstærsta verkefnið er Græni stígurinn en í því verkefni felst lagning á þriggja metra breiðum stíg sem nær um 50 kílómetra leið, allt frá Kaldárseli í Hafnarfirði yfir í Esjuhlíðar. „Það myndi þýða að fólk gæti hjólað á milli bæjarfélaga,“ segir Linda Björk Waage, verkefnastjóri Skógræktarfélags Íslands. Þegar hefur verið samþykkt af öllum sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins nema Reykjavík að taka þátt í verkefninu. Reykjavík er hins vegar áhugasöm, að sögn Lindu. Byrjað er að stika fyrir stígnum í Garðabæ og Hafnarfirði og Kópa- vogsbær er búinn með fyrsta áfang- ann. - vsp Skógræktarfélag Ísland grisjar og leggur göngustíga: Skapar þúsund störf á grænum svæðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.