Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 26
 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt Sumum finnst þeir ekki hafa farið norður nema hafa stungið sér í jarðbað. Fyrir norðan er úr nokkrum slík- um að velja. Þekktustu náttúrulegu heilsulindirnar eru væntan lega Grjótagjá í Mývatnssveit og Grettis- laug á Reykjaströnd í Skagafirði. Svo má nefna Hveravelli við Kjal- veg og Laugarfell á Sprengisandi. Þó er varað við að baða sig í Grjótagjá núna þar sem vatnið getur verið misheitt. Jarðböðin í Mývatnssveit hafa slegið í gegn síðustu árin, ekki síst eftir að baðaðstaða var opnuð í Jarðbaðshólum. Lónið er klórlaust og engin önnur sótthreinsandi efni í vatninu enda þarf þess ekki vegna náttúrulegs efnainnihalds vatnsins. - jma Húni II skríður meðfram ströndum Eyjafjarðar. MYND/ÞORGEIR BALDURSSON Sigling á eikarskipinu Húna II á lognværu föstudagskvöldi um innanverðan Eyjafjörð með sögufróðum leiðsögumanni er eitt af því sem ferðamönnum stendur til boða í sumar. „Þrátt fyrir rigningu komust færri að en vildu í tvær ferðir sem við fórum 17. júní. Nú er mikil ásókn í allt sem kostar lítið og er við bæjardyrnar,“ segir Þor- steinn Pétursson, betur þekktur undir nafninu Steini Pé. Hann er formaður hollvinasamtaka Húna II sem reka bátinn en Húni II er í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Steini segir kvöldsiglingarnar meðfram ströndinni hefjast hinn 26. þessa mánaðar. Þá er farið frá Torfunefi klukkan 20 og tekur ferðin um einn og hálfan tíma. Þátttakendur fá kort af svæðinu og söguna beint í æð úr munni leiðsögumanns. „Í þessar ferðir ætlum við að gefa 100 miða til at- vinnulausra,“ upplýsir Steini og er beðinn að útskýra þetta nánar. „Við þiggjum styrk frá hinu opin- bera vegna viðhalds bátsins. Hann er af tegund í útrýmingar- hættu og því er verið að bjarga verð mætum. En okkur finnst við hæfi að þakka fyrir okkur og þess vegna fær Vinnumálastofnun 100 miða sem verða afhentir þar í fyrstu viku júlímánaðar.“ Húni II var smíðaður á Akur- eyri árið 1963 og er eini eikar- báturinn yfir 100 tonnum sem enn er á floti en þeir voru ellefu á tímabili. Hann tekur 100 farþega en til að vel fari um alla segir Þorsteinn sjötíu manns vera há- marksfjölda í ferð. Þorsteinn getur líka sérstak- lega Hjalteyrarferða sem farnar verða í sumar á vegum hollvina- samtakanna, fyrst fimmtudaginn 2. júlí klukkan 16.30. „Hjalteyri er mikill sögustaður því um tíma var þar stærsta síldarbræðsla í Evrópu og fólk mun fá leiðsögn um eyrina. Svo verður rútuferð til baka og meðal annars komið við á Skipalóni og Möðruvöllum. Einnig verður komið við á Kaffi Lísu sem býður upp á veitingar gegn vægu gjaldi,“ lýsir hann og tekur fram í lokin að hægt sé að taka skipið á leigu ef áhugi sé fyrir hendi. - gun Sögusiglingar um innan- verðan Eyjafjörð í sumar Jarðböðin í Mývatnssveit njóta mikilla vinsælda ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jarðböð norðanlands Hjalteyri er vinalegur staður og ríkur af sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/VERA Saga Vestmannaeyja er merk, bæði að fornu og nýju, og meðal þess sem vert er að skoða í Eyjum er uppgröftur sem hafinn er efst í bænum í hlíðum Eldfells. Þar grillir í einstaka hús sem fór undir ösku í Heimaeyjargosinu 1973. Meðfram stíg sem gerður hefur verið í öskunni og lagður gúmmíhellum og gegnsæjum dúk eru skilti með nöfnum og sögu allmargra húsa sem áformað er að grafa undan gjallinu. Nöfn íbúanna eru þar einnig. Verkefnið nefnist Pompei norðursins og enda þótt það sé skammt á veg komið hrærir það ótvírætt við þeim sem þangað koma og afleiðingar hinna ógnvekjandi eldsumbrota verða áþreifanlegar. - gun Grafin undan gjalli Húsið við Gerðisbraut 10 var byggt 1971 og var því nánast nýtt þegar það varð öskunni að bráð. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN. Veljum Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.