Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 28
24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt
Um þessar mundir rýna ýmsir
meira í krónuna en áður og
þá er tilvalið að nýta sér ódýra
gistimöguleika til að spara
sér skildinginn. Margir þeirra
bjóða líka upp á nýja upplifun
sem kryddað getur ferðalagið.
Gistimöguleikar á Íslandi eru
af margvíslegum toga en þegar
kemur að ódýrri eða jafnvel ókeyp-
is gistingu þrengist hringurinn. Þó
eru til staðar slíkar leiðir sem Ís-
lendingar hafa fram að þessu síður
nýtt sér í eigin landi þó svo að þeir
hafi jafnvel skundað til útlanda og
upplifað álíka ævintýri þar. Ævin-
týraeyjan Ísland hefur upp á ýmis-
legt að bjóða og því er ekki fjarri
lagi að líta sér nær, enda margt í
gerjun.
SJÁLFBOÐALIÐAR Á VALLANESI
Býlið Vallanes er á Fljótsdalshér-
aði í Vallahreppi hinum forna.
Það er í um fimmtán kílómetra
fjarlægð frá Egilsstöðum, miðja
vegu milli Hallormsstaðar og
Egilsstaða. Eymundur Magnús-
son stundar þar lífrænan búskap
og framleiðir vörur undir merk-
inu Móðir jörð, en það sem færri
vita er að hjá honum starfar hópur
sjálfboðaliða.
„Ég hef fengið sjálfboðaliða
til mín í gegnum WWOOF-sam-
tökin en skammstöfunin stendur
fyrir World Wide Opportunities on
Organic Farms. Þetta eru alþjóð-
leg samtök þar sem fólk vinnur
sjálfboðavinnu á lífrænum býlum
en fær í staðinn fæði og húsnæði,“
útskýrir Eymundur en í framtíð-
inni hefur hann hug á að koma upp
ferðaþjónustu. „Ég hef nú þegar
reist búðir þar sem hafa mætti lít-
inn hótelgang. Þá væri gaman að
tengja það búskapnum þannig að
fólk fengi að koma aðeins við mold-
ina. Fjarlægðin milli sveitar og
borgar er orðin svo mikil að stund-
um fæ ég undarlegustu spurn-
ingar,“ segir hann og nefnir sem
dæmi að spurt sé um nýjar gul-
rætur um hávetur og kartöflur á
sumrin. „Árstíðirnar virðast ekki
vera til og maður bara gapir yfir
þessum spurningum,“ segir hann
og hlær.
„WWOOF virkar þannig að
sjálfboðaliðarnir greiða árgjald
í WWOOF og býlin líka. Þá er út-
búinn listi með gestgjöfum og svo
er það á milli mín og þeirra sem
vilja koma til mín að semja um
afganginn. Samtökin eru í raun
bara regnhlíf sem heldur utan
um þetta,“ útskýrir Eymundur og
bætir við að tölvuskeytum rigni
inn. „Enn sem komið er hafa engir
Íslendingar komið til mín þó svo
samtökin séu þekkt á Íslandi og
einhverjir Íslendingar hafi farið
til útlanda. Ég veit ekki hvort Ís-
lendingar eru eins viljugir til að
vinna sjálfboðavinnu og aðrar
þjóðir en kannski á það eftir að
breytast. Margir sem til mín
koma eru kannski nýútskrifaðir
úr skóla og á krossgötum, langar
að skoða heiminn og öðlast nýja
reynslu.“
Enn sem komið er tekur Ey-
mundur helst ekki inn fólk sem
ætlar að vera skemur en viku þar
sem það borgar sig ekki. „Ég er
hrifnastur af þeim sem vilja vera
lengi og eru sumir alveg upp í þrjá
mánuði, eða eins lengi og ferða-
mannapassinn er í gildi,“ segir
hann en viðurkennir að sjálfboða-
liðarnir séu misgóðir starfskraftar.
„Það er nú allur gangur á því.
Sumir hafa reynslu og eru fljót-
ir að koma til en aðrir hafa aldrei
dýft hendi í kalt vatn. En þar sem
samtökin kenna sig við lífræna
ræktun þá er það ákveðin sía og
ég er að fá hæfara fólk en ella. Þá
er þetta oft fólk sem er meðvitað
um umhverfi sitt og hefur kynnt
sér þessa hluti.“ Hægt er að fræð-
ast nánar um Vallanes á vefsíðunni
www.vallanes.net.
SIGLT Á MILLI SÓFA
Á vefsíðunni www.couchsurf-
ing.org má finna samtök er flétta
saman einstaklinga sem bjóða upp
á fría gistingu á heimilissófanum
eða í öðrum vistarverum í skipt-
um fyrir sams konar þjónustu
víðs vegar um heim. „Þetta virkar
einfaldlega þannig að þú skráir
þig á vefsíðunni og getur valið um
hvort þú styrkir samtökin með
smá framlagi eða ekki. Peningur-
inn er notaður til að byggja upp
samtökin og þeir sem greiða þetta
gjald fá sig staðfesta, sem þýðir
að persónuupplýsingar þeirra eru
réttar og öruggar. Gestirnir geta
síðan vitnað um sína gestgjafa á
vefsíðunni og öfugt. Þannig bygg-
irðu upp góðan prófíl með góðum
vitnisburði og sýnir fram á hversu
góður gestur og gestgjafi þú ert,“
segir Rútur S. Sigurjónsson, nemi
í Kvikmyndaskóla Íslands og sófa-
sjóari, en hann hefur verið skráð-
ur í samtökin í tvö ár.
„Fólk sem er bara að leita sér
að ódýrri gistingu ætti samt ekki
endilega að vera í þessu þar sem
þetta gengur líka út á að kynnast
nýju fólki og öðruvísi upplifanir.
Nú síðast gisti ég í London og
fengu ég og kærastan mín mjög
fínt herbergi með tvíbreiðu rúmi
hjá 35 ára gömlum endurskoðanda
sem var fyrirtaks gestgjafi en hún
fór á Sólstöðuhátíð í Stone henge og
eftirlét okkur íbúðina á meðan,“
segir Rútur og bætir við að yfir-
leitt gangi sófaskiptin vel fyrir
sig og séu nokkuð örugg. „Á þess-
um tveimur árum sem ég hef verið
skráður hef ég einungis heyrt
af einu atviki einhvers staðar í
Bandaríkjunum þar sem gestgjaf-
inn var nokkuð viss um að gestur-
inn hefði stolið frá sér. Þá var
mynd af þeim gesti dreift til allra
meðlima og sett á vefsíðuna með
upplýsingum. Þar með var við-
Ferðast ódýrt og öðruvísi
Í snertingu við moldina.
Læra má margt af sveitastörfunum á
Vallanesi.
Oft er glatt á hjalla hjá sjálfboðaliðunum á Vallanesi enda útiveran hressandi og svo sannarlega hægt að komast í beina snertingu við náttúruna en þar fer fram lífræn ræktun.
Þar sem WWOOF-samtökin kenna sig við lífræna ræktun eru sjálfboðaliðarnir yfirleitt með áhuga og einhverja þekkingu á umhverfisvernd. MYND/VALLANES
Rútur, sem situr hér fyrir miðju,
segir Couch Surfing ekki henta
þeim sem vilja bara ódýra gistingu
heldur þeim sem vilja líka kynnast
fólki og upplifa nýja hluti.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R