Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 29

Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 29
7ísland er land mitt ● fréttablaðið ● komandi rekinn úr samtökunum og séð til þess að hann gæti ekki nýtt sér þjónustuna.“ Rútur telur ekk- ert því til fyrirstöðu að Íslending- ar í samtökunum nýti sér þjónustu annarra meðlima hér á landi. „Svo lengi sem þú ert skráður í sam- tökin þá geturðu sótt um gistingu hvar sem er. Þú einfaldlega send- ir fyrirspurn til gestgjafans, sem ákveður síðan hvort hann hýsir þig eða ekki. Ég hef sjálfur tekið á móti hátt í fjörutíu manns á þess- um tveimur árum sem ég hef verið í þessu og hefur það bara gengið mjög vel. Síðan eru oft skipulagðar samkomur af svokölluðum Couch Surfing sendiherrum og fór ég til dæmis í svoleiðis grillveislu hér á landi en þar hittust íslenskir gest- gjafar og gestir þeirra víða að. Þetta er í raun samfélag sem nær yfir um milljón manns,“ segir hann ánægður. HÚSASKIPTI Vefsíðan www.husaskipti.is gerir fólki kleift að ferðast um Ísland án þess að greiða fyrir hótel eða aðra gistingu. Boðið er upp á íbúða- og sumarhúsaskipti innanlands til lengri eða skemmri tíma. Notend- ur síðunnar skrá inn helstu upp- lýsingar um það húsnæði sem þeir hafa upp á að bjóða, staðsetningu og þess háttar, en færa einnig inn upplýsingar um hvers konar hús- næði þeir eru að leita að. Í fram- haldinu geta notendur síðunnar haft bein samskipti sín á milli og miðlað þannig upplýsingum. Margs konar gisting er í boði víða um land og jafnvel erlendis en nán- ari upplýsingar er að finna á vef- síðunni sjálfri og á aðdáendasíðu á Facebook. LEIGUMIÐLUN SUMARBÚSTAÐA Á vefsíðunni www.sumarbustadur. is er bæði bústaðasala og leigu- miðlun sumarbústaða. Að vísu er afstætt hversu ódýr sú gisting telst en fer það eftir fjölda þeirra sem gista. Ef margir taka sig saman og skipta leigunni á milli sín er hægt að draga verulega úr kostn- aði. Þegar panta á bústað er haft beint samband við eigendur bú- staða eða umboðsaðila þeirra og getur þessi möguleiki hent- að þeim sem ekki eiga þess kost að leigja sumarbústað í gegnum stéttar félag eða önnur samtök sem oft bjóða upp á hagstæða sumar- bústaðaleigu. Hægt er að skoða hvern bústað fyrir sig á vefsíðunni en þar eru nánari upplýsingar um stærð, verð, pöntunarnúmer og að- stöðu sem hver og einn býður upp á. Þeir sem eiga sumarbústað og vilja leigja hann geta einfaldlega skráð sig á vefsíðunni og þá geta leigjendur haft samband. Greitt er fyrir skráningu mánuð í senn en verð er 6.000 krónur á mánuði auk virðisaukaskatts. - hs Eymundur snæðir hér með starfsfólki en sjálfboðaliðar fá frítt fæði og húsnæði. Á vefsíðunni husaskipti.is er boðið upp á íbúða- og sumarhúsaskipti en á sumar- bustadur.is fer meðal annars fram leigumiðlun sumarbústaða. MYND/TRÉSMIÐJA HEIMIS Gróskan er mikil á Vallanesi þar sem ræktað er bygg og lífrænt grænmeti. H e r n á m s d a g u r i n n 1 . j ú l í 1 9 4 0 Í sögu Reyðarfjarðar segir um hernámið: “Þrátt fyrir þessa atburði óraði Reyðfirðinga örugglega ekki fyrir því, að í heimabyggð þeirra risi herstöð með mörgum sinnum fleiri her- mönnum en íbúarnir voru þá, en annað kom á daginn. Hinn 1. júlí 1940 sigldi 26 þúsund tonna herflutningaskipið Andes inn á Reyðarfjörð og setti þar á land fjölmennt herlið senni- lega hátt í 200 hermenn, en þeim átti eftir að fjölga svo um munaði.” Árið 1940 bjuggu um 300 manns á Búðareyri við Reyðarfjörð en hermennirnir urðu 3.000 þúsund þegar flest var. Af þ e s s u t i l e f n i v e rð u r t i l b o ð á ‘Fi s h & Ch i p s ’, 1 . jú l í , h já OLÍS, Fja rð a h ó t e l o g í SHELL s k á l a n u m . Minnumst hernámsins á Reyðarfirði 1. júlí 1940 Hittumst í Molanum miðvikudaginn, 1. júlí kl. 17:00 Göngum saman upp í ‘Camp’ Klæðum okkur í stíl við tilefnið Frítt inn á Stríðsárasafnið Sögumenn og óþekkir hermenn slást með í för Tónlist og söngur Minnumst hernámsins á Reyðarfirði Breskir hermenn á Búðareyri á stríðsárunum Frí tjaldsvæði, áhugaverð söfn og góðar sundlaugar í Fjarðabyggð—Verið velkomin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.