Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2009 11ísland er land mitt ● fréttablaðið ● Það er allt of oft sem við höldum okkur þvermóðskulega við það að keyra hringveginn án þess að gæta að gullfallegum sveitunum allt í kring sem lengja ferðina kannski ekkert svo mikið. Einn sá staður sem gaman er að sækja er Eyjafjarðarsveit, þar sem hinn mikli mjólkuriðnaður Norðlendinga geymist. Í Eyja- fjarðarsveit má líka finna heilsu- hælið Kristnes. Jólagarðinn er alltaf skemmti- legt og svolítið skondið að heim- sækja á heitum júlídögum, en þar er alls kyns jóladót til sölu árið um kring. Fallegu kirkjusetrin á Grund, Saurbæ og Möðruvöllum er allt- af gaman að keyra framhjá og Smámunasafnið í félagsheimil- inu Sólgarði er einstakt - fullt af alls kyns hlutum. - jma Hin rómaða Eyjafjarðarsveit Jólagarðurinn og Smámunasafnið við Saurbæ í Eyjafirði eru óvenjulegir og skemmtilegir viðkomustaðir. Líklega lang langbesti staðurinn á Íslandi fyrir hvalaskoðun... KÍKTU Á HVA L HEIMSÆKIÐ BLÍÐU RISANA Á HÚSAVÍK SUMARGJÖF - HVALASKOÐUN - Gildistími: Júní* 2009 * Í brottfarir: 16:45 & 20:15 2 fyrir 1 Þessi miði gildir í hefðbundna hvalaskoðunarferð með GG á Húsavík samkvæmt tímaáætlun og aðstæðum. Þú framvísar miðanum í afgreiðslu, greiðir fyrir 1 farþega og færð 2 farmiða. Njóttu vel og góða skemmtun. Sumarkveðja, Starfsfólk GG *Gildistími í júní. Brottfarir kl 16:45 og 20:15 **Gildistími í júlí. Brottfarir kl 20:15 ildistími í Júní* og Júlí** Kaffibíllinn er nýstofnað fyrirtæki sem ætlar að bjóða gestum útihátíða hágæðakaffi í sumar. Jónína Tryggvadóttir, einn eigenda fyrirtækisins, vonar að þessi þjónusta festi sig í sessi. „Með þessu móti vonumst við bara til að sem flestir geti gætt sér á hágæða kaffi á góðu verði á einhverjum tímapunkti í sumar, enda verðum við með allar helstu kaffidrykki í boði, latté, cappucc- ino, espresso og margt fleira,“ segir Jónína Tryggvadóttir, sem ætlar ásamt þeim Njáli Björg- vinssyni og Hrönn Snæbjörns- dóttur að færa gestum útihátíða ferskt og ilmandi kaffi í sumar undir formerkjum hins nýstofn- aða fyrirtækis, Kaffibílsins. Að sögn Jónínu höfðu þau Njáll gengið með hugmyndina í mag- anum í nokkur ár, áður en þau létu af henni verða. „Við unnum bæði hjá Te og kaffi í nokkur ár og fórum eitt sinn á vegum fyrirtækisins til Siglufjarðar, tókum þangað vel með okkur og helltum upp á fyrir fólk gegn vægu gjaldi. Okkur fannst alveg æðislegt að ferðast um landið og geta boðið upp á kaffið á útihátíð- um. Leikinn endurtókum við svo nokkrum sinnum á þeirra vegum. Okkur langaði seinna til að gera eitthvað sjálf í málinu en það var þó ekki fyrr en Hrönn ræddi hugmyndina við okkur í fyrra að hlutirnir fóru að gerast. Eftir það höfum við verið að vinna að þessu með öðru síðan í vetur.“ Jónína segir þjónustu sem þessa þekkjast víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndunum þar sem einnig er algengt að kaffi- þjónar ferðist um á reiðhjólum og bjóði upp á kaffi. Þótt þjónustan sé ekki ný á nálinni hérlendis von- ast Jónína til að góðar viðtökur festi hana betur í sessi. „Fyrst um sinn verð- um við bara með eina bifreið til umráða. Við höfum ein- mitt verið spurð svolítið að því hvernig við ætlum að fara að þessu, þar sem oft er mikið um að vera sömu helgina. Auðvitað væri best að geta verið með starf- semina á nokkrum stöðum í einu,“ viðurkennir Jónína og neitar því ekki að draumurinn væri að eign- ast fleiri bíla í framtíðinni. Þegar er kominn reynsla á starfsemina, þar sem þau Jón- ína, Hrönn og Njáll mættu til leiks á fótboltamót á Akranesi um síðustu helgi og fóru viðtök- urnar langt fóru fram úr vænt- ingum. Kaffibíllinn verður svo á ferð á fjölskylduhátíð á Flúðum um næstu helgi þar sem reikn- að er með að um 2.000 manns láti sjá sig. „Svo taka við Írskir dagar á Akranesi um verslunar- mannahelgina og pæjumótið helg- ina eftir það. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Jónína og bætir við að enn sé eitthvað laust og því um að gera að hafa samband til að tryggja sér komu þeirra. - rve Kaffihús á fjórum hjólum Kaffibíllinn verður á ferðinni í sumar og verða hvers kyns útihátíðir helstu viðkomu- staðir. MYND/ÚR EINKASAFNI Jónína segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hver kaffibolli mun kosta 300 krónur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.