Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 42
90 130 19,5prósent þorskkvótans eru bundin við lands-byggðina. Í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrir helgi kom fram að yfirgnæfandi hlutfall
aflaheimilda væri á landsbyggðinni, það er utan
Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma.
þúsund króna kostnaðarauki fellur á hverja
fjölskyldu vegna skattahækkana á þessu ári,
samkvæmt útreikningum hagfræðideildar
Landsbankans. Á næsta ári er upphæðin
talin nema um 270 þúsund krónum.
prósenta rýrnun varð á heildarútlánasafni
Landsbankans frá því í febrúar á þessu ári
samkvæmt verðmati skilanefndar bank-
ans. Útlánasafnið er nú talið 533 milljarða
króna virði.
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og
fyrrum forstjóri Glitnis, ætlar
að flytja aftur heim frá Noregi
í næsta mánuði, samkvæmt
heimildum Markaðarins. Áður
en hann fór hlakkaði Bjarni til
að njóta friðsældar og þægileg-
heita ytra, en kannski hefur frið-
urinn orðið fullmikill fyrir hans
smekk. Honum hefur að auki
verið legið á hálsi í umræðu hér
heima fyrir að „hlaupast á brott
með fúlgur fjár“. Eftir stendur
spurningin um hvort breytingar
hafi orðið á á öðrum vígstöðvum
hjá Bjarna. Hann sagði nefni lega
í við tali við Dagens Nærings liv
í apríl að nærtækara væri að
búa í Osló en Reykja-
vík, væri ætlunin
að leita að fjárfest-
ingarmöguleikum á
Norður lönd um og í
Norður-Evrópu.
Hann hefur
kannski kom-
ist að raun
um að svo
væri ekki.
Bjarni snýr
heim frá Noregi
Henrik Barner Christiansen,
sem áður var endurskoðandi hjá
Hróarskeldubanka í Danmörku
(Roskilde Bank) hefur misst titil
sinn sem meðeigandi hjá endur-
skoðunarfyrirtækinu Ernst &
Young.
Viðskiptablaðið Børsen segir
Ernst & Young vísa því á bug
að samhengi sé þarna á milli, en
bankinn var með fyrstu fórnar-
lömbum alþjóðlegu fjármála-
kreppunnar.
Per-Henrik Goosmann, upp-
lýsingafulltrúi Ernst & Young,
segir unnið að endurskipulagn-
ingu á starfsemi fyrirtækisins í
Danmörku og um tuttugu með-
eigendur hafi verið gerðir að
framkvæmdastjórum í tengslum
við þær breytingar.
Breytingar hjá
Ernst & Young
Fyrrverandi viðskiptavin ir
SPRON segja ekki alltaf farir
sínar sléttar af skiptunum
yfir í Kaupþing, en þangað
voru innlán SPRON flutt eftir
að Fjármálaeftirlitið tók yfir
reksturinn. Þannig virðist sem í
Kaupþingi hafi starfsmenn ekki
aðgang að öðru en krónutölu-
stöðu á reikningum, eins og þeir
voru þegar þeir voru fluttir, en
ekki neinni viðskiptasögu. Þykir
með ólíkindum eins og tölvu-
tæknin er í dag að ekki hafi verið
hægt að færa líka yfir einhverja
færslusögu. Vilji fyrrverandi
viðskiptavinir SPRON komast í
gögn sem sýna færslur fyrir
hrun sjóðsins þurfa þeir að snúa
sér til skilanefndar SPRON.
Tæknin að stríða
við yfirfærslu?
Mongoose,
alvöru hjól.
16