Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 54

Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 54
26 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. blikk, 6. pot, 8. húsfreyja, 9. fálm, 11. ekki, 12. rými, 14. beikon, 16. býli, 17. mánuður, 18. heiður, 20. átt, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. stökk, 3. hvort, 4. fjölmiðlar, 5. slit, 7. raddfæri, 10. blekking, 13. er, 15. ávöxtur, 16. kaup- staður, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ot, 8. frú, 9. pat, 11. ei, 12. pláss, 14. flesk, 16. bæ, 17. maí, 18. æra, 20. nv, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. hopp, 3. ef, 4. pressan, 5. lúi, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. bær, 19. at. „Ótrúlegt að láta Tvíhöfða féfletta sig!“ „I want my money back.“ „Ég hef heyrt þetta allt áður. Sama draslið.“ Svo hljóða umkvartanir neytenda sem leitað hafa til Frétta- blaðsins vegna hins „nýja“ tvö- falda disks „Gubbar af gleði“ sem útvarpstvíeykið Tvíhöfði sendi nýverið frá sér – þeirra fimmti. Þar er að finna atriði úr útvarps- þáttum þeirra og lög. Sigur jón Kjartansson svarar fullum hálsi. „Eymingja karlarnir. Annar disk- urinn er endurútgefinn. Hinn inni- heldur efni sem aldrei hefur komið út áður í þessu formi.“ Sigurjóni er fyrirmunað að skilja hvernig þessar upplýsingar hafa farið fram hjá þeim sem nú kvarta. „Þetta er safndiskur. Ég ætla ekki að elta ólar við svona tuð. En tek það þó fram að þetta efni hefur verið ófáan legt lengi. Menn skulu þá bara væla yfir safndiskum frá Brimkló. Bubbi sendi frá sér stór- an „best of pakka“ fyrir nokkru og fleiri góðir listamenn. Bob Dylan hefur gefið út margar „best of plötur“ og enginn vælir undan því. Menn verða bara að bíta í þetta súra epli. Það er ekki verið að snuða neinn.“ Tvíhöfðarnir Sigurjón og Jón Gnarr hafa komið fram í nokkrum viðtölum til að fylgja diski sínum eftir og þá hafa þau gjarn- an snúist um þá meintu ósvinnu að þeir séu ekki lengur í útvarpi. Mogginn tók svo undir þann söng í klausu en spurð- ur hvort Tvíhöfðinn sé að reyna að grenja sig í útvarp aftur – skrifar Sigurjón það alfarið á félaga sinn. „Jón notar hvert einasta tækifæri til að gráta það að Tvíhöfðinn sé ekki lengur í útvarpi. Ég get ekki sagt að það sé draumurinn hjá mér að vera á hverjum morgni í svona gríni þó ég viti að sannar- lega er þörf á því á þessum síð- ustu og verstu tímum. Ég fórnaði einhverjum 7 árum ævi minnar í þetta, vaknandi fyrir allar aldir til að skemmta fólki eldsnemma á leið til vinnu. En það er nú svo að maður kemur yfirleitt ekki í manns stað í jafn fámennu landi.“ - jbg Tvíhöfði svarar krítík fullum hálsi TVÍHÖFÐI Á VELMEKTARÁRUM SÍNUM Borið hefur á kvörtunum vegna þess að á „nýjum“ diski þeirra sé endurtekið efni en Sigurjón segir þetta safndisk og ýmislegt þar að finna sem hefur verið ófáanlegt með öllu lengi. „Þetta er náttúrulega mjög dular- fullt. Af hverju skyldi jafn öflugur rumur og Hjalti Úrsus láta þenn- an dreng troða upp í sig banana?“ spyr Atli Fannar Bjarkason rit- stjóri tímaritsins Mónitors. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tímaritið Mónitor væri að sjónvarpsvæðast að ein- hverju leyti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á Skjá einum í kvöld og er mikil spenna ríkjandi í herbúðum þeirra sem að koma. Umsjónar- maður er Erna Bergmann sem lét þess svo getið í samtali við blað- ið að þetta væri nákvæmlega það sem vantaði í íslenskt sjónvarp. Í kvöld ætti að koma í ljós hvort hún hefur rétt fyrir sér og hvort sjónvarpsáhorfendur eru sammála henni. Atli Fannar sjálfur verður með innslög í þáttunum í líkingu við það sem margir kannast við úr The Daily Show. Og svo er það Net-grínarinn og rapparinn, hinn dularfulli Steindi jr., sem verður með atriði í hverjum þætti að hætti hússins. Fréttablaðið komst yfir mynd úr atriði þar sem hann lætur til sín taka. „Já, þarna er Mosfellsbæjar- hetjan Steindi jr. að mata krafta- jötuninn Hjalta Úrsus. Ég get ekki sagt þér nákvæmlega hvað er í gangi. Það verður að koma í ljós á morgun,“ segir Atli Fannar dular- fullur í bragði. - jbg Úrsusinn belgdur út af banönum BANANAÁT HJALTA ÚRSUSS Fyrsti þáttur Mónitors fer í loftið á Skjá einum í kvöld og þetta verður meðal atriða: Steindi Jr. treður banönum í kraftajötun. Bókin Íslenska efnahagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur, fær útreið í ómerktum heilsíðu dómi í DV í gær en fyrirsögnin er Hroðvirknisleg bók um Hrunið. Talað er um staðreyndavillur og bágborna heimildavinnu. Höf- undurinn Jón Fjörnir Thoroddsen kom inn á þátt fjölmiðla í hruninu í útvarpsþættinum Speglinum og talaði þar um þá Björn Inga Hrafns- son, Hafliða Helgason og Sindra Sindrason sem eins konar hold- gervinga blaðamanna - stéttarinnar: Siðlausa boðbera fagnaðar- erindis útrásar innar. Hvort sem það hefur haft áhrif á skrif hins óþekkta gagn- rýnanda DV eða ekki. Fréttablaðið greindi í gær frá því að Sólmundur Hólm, blaðamað- ur og eftirherma, væri að færa í letur lífshlaup eftirlætis síns Gylfa Ægissonar. Jafnframt kom fram að þeir félagar væru ekkert farnir að huga að útgefanda. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að talsverðs áhuga gæti meðal útgefenda og ekki spillir það að Sóli, eins og hann er ávallt kallaður, tengist stærsta bókaútgefandanum með þeim hætti að systir konu Jóhanns Páls Valdimarsson- ar hjá Forlaginu er einmitt tengda- móðir Sóla. Marteinn St. Þórsson og hans fólk, sem stendur að gerð myndar- innar Rokland, sendi frá sér frábæra stiklu sem birtist á YouTube til að vekja athygli fjárfesta á Roklandi og gefa hugmynd um hvers kyns bíómynd er um að ræða. Miðað við stikluna má gera sér vonir um athyglisverða mynd. Kvikmynda- tökuliðið er nú í startholum en til stendur að hefja tökur í næsta mánuði. Marteinn er nú að fylla leikarahópinn og standa yfir prufur fyrir þau hlutverk sem ekki hefur þegar verið skipað í en aðalhlutverkið – Böddi – verður í höndum Ólafs Darra. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Uppáhaldsstaðurinn minn er reyndar ekki á höfuðborgar- svæðinu, heldur á Selfossi og heitir Pylsuvagninn. En ef ég er í bænum þá er það bara eitthvað hollt og gott, eins og Nings.” Brynhildur Valgeirsdóttir íþróttakennari. Rafmagnspottar og hitaveituskeljar Í MIKLU ÚRVALI. VERÐ FRÁ 198.000,- „Þetta er ekki heppni ef maður gerir þetta tvisvar á einni viku,“ segir Símon Leví Héðinsson, tólf ára kylfingur hjá golfklúbbi Sel- foss, GOS. Hann náði því einstaka afreki að fara holu í höggi á sömu brautinni með nokkurra daga millibili. Holan sem um ræðir er þriðja holan á Svarfhólsvelli, par þrjú og tæpir níutíu metrar að lengd en Símon notaði sandjárn í höggið. Í fyrra skiptið voru fram- kvæmdir á vellinum, verið var að meta hann og því fékkst það högg ekki viðurkennt. Seinna höggið var hins vegar algjörlega löglegt og er Símon því orðinn meðlimur í hinum eftirsótta Einherjaklúbbi en alls hafa 26 kylfingar farið holu í höggi á þessu ári sem allir fá inn- göngu í þennan klúbb. Símon hefur stundað golf í fjög- ur ár og þykir mikið efni. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í miðju móti og hafði því lítinn tíma aflögu til að ræða um þetta afrek sitt. „Auðvitað er þetta blanda af hæfileikum og heppni,“ segir Símon, fullur sjálfstrausts enda ekki nema von, tókst það sem flestum kylfingum dreymir um að ná aðeins einu sinni. Símon leikur með Nike-sett eins og Tiger Woods en menn skyldu þó hafa það í huga að góðar kylfur hafa aldrei farið holu í höggi, aðeins sá sem held- ur á þeim. Þjálfari Símons er hinn marg- reyndi Hlynur Geir Hjartarson og hann segist alvarlega vera að velta því fyrir sér að setja Símon aðeins út í kuldann um stundarsakir. „Enda hef ég ekki náð þessu sjálfur, að fara holu í höggi,“ segir Hlynur og bætir því við að kylfingurinn ungi hafi verið hálf skömmustu legur þegar hann sagði lærimeistaranum frá þessu öllu. „Það var bara nánast eins og hann hefði gert eitthvað af sér.“ Móðir Símons, Sigríður Gunnars- dóttir, segir drenginn nánast búa á golfvellinum yfir sumartímann, það hafi hann gert nánast frá fyrstu sveiflu. „Ég hleypi honum út á sumrin og sæki hann síðan á haustin,“ segir Sigríður og bætir því við að hún sé afar ánægð með golfið sem áhugamál. „Enda læra börnin þar ákveðinn aga og fram- komu sem þau verða að tileinka sér til að ná árangri.“ Hlynur Geir tekur undir þessi orð. „Hérna mæta Símon og aðrir ungir kylf- ingar klukkan níu á morgnana og eru síðan sóttir á kvöldin. Að öllum líkindum er þetta einhver besta barna- og unglingagæsla sem völ er á.“ freyrgigja@frettabladid.is SÍMON LEVÍ HÉÐINSSON: NÁÐI EINSTÖKUM ÁRANGRI Á SVARFHÓLSVELLI Tólf ára strákur fór tvíveg- is holu í höggi á einni viku SÍMON LEVÍ Þessi efnilegi kylfingur náði þeim einstaka árangri að fara tvisvar holu í höggi á sömu brautinni í sömu vikunni. MYND/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Sólmundur Hólm. 2 Ellisif Tinna Víðisdóttir. 3 Gunnsteinn Sigurðsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.