Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 1

Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 15. júlí 2009 — 166. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BEINT FRÁ BÝLI Rjómaís, hvannarlamb, ostur og annað lostæti Sérblaðið Beint frá býli FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG KRISTÍN MARTHA HÁKONARDÓTTIR Vegur sig upp voldugt hamrastál í Öræfum • á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS Síung heiði Fimmtíu ár eru liðin frá því að vegur var lagður um Dynjandis- heiði og akvegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum. TÍMAMÓT 14 FÓLK Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er að flytja til Lúxemborgar. Hreiðar mun opna skrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Consolium ytra en fyrirtækið stofnaði hann í fyrrahaust ásamt samstarfsmönnum úr Kaupþingi. Það veitir ráðgjöf til fjármálastofnana og fyrirtækja. Hreiðar segist flytja utan á næstunni og setj- ast að í Lúxemborg ásamt fjölskyldu sinni. Að sögn Hreiðars eru erlendir viðskipta- vinir mun fleiri en íslenskir. Hann segir að það sé nóg að gera og hann sé ánægður með það traust sem viðskiptavinir hafi sýnt. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns um þessar mundir og líklega mun þeim fjölga á næstunni. „Við höfum hóflegar væntingar um vöxt fyrirtækisins,“ segir Hreiðar. Flutningur Hreiðars tengist ekki bank- anum Banque Havilland sem stofnaður var eftir að Kaupþing í Lúxemborg var selt til Rowland-fjölskyldunnar nú fyrir skömmu. - bþa Fyrrverandi forstjóri Kaupþings opnar ráðgjafarskrifstofu á meginlandi Evrópu: Hreiðar Már til Lúxemborgar HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Kristín er stödd á Hnappavöllum í Öræfum þegar í hana næst og er þar við sína uppáhaldsiðju að vega sig upp voldugt hamrastál. Kveðst hafa nýlokið við að taka þátt í maraþonklifri. „Við vorum hér 90 saman og þar af kepptu 25á ald i mig alla fram,“ segir hún glað-lega. „Liðið sem sigraði kallaði sig 1993 og þar var vísað í fæðingar-ár allra þátttakendanna. Þeir klifr-uðu allar leiðir sem voru boltaða1993 og luk i máltíðum, morgunmat, hressingu um miðjan dag og kvöldkakói. „Miðskjól er útisamkomusvæðiÖræfinga þannig ð Maraþonklifur og ball undir háum hömrumÁherslur fólks eru ólíkar á ferðalögum um Ísland. Sumir róa á kajökum og aðrir komast í beina snertingu við náttúruna með því að klifra í klettum. Kristín Martha Hákonardóttir er ein þeirra síðastnefndu. Kristín vann einstaklingskeppni í maraþonklifri um síðustu helgi í Hnappavallahömrum enda er hún eins og fluga utan í klettun- um.“ MYND/SIGURÐUR MAGNI KÓNGSBRÚ yfir Brúará hefur verið endur-byggð af Ferðafélagi Íslands. Nýja brúin er hin veglegasta og er göngubrú yfir Brúará þar sem Kóngsvegurinn liggur í landi Efstadals og Syðri Reykja, um 10 kílómetrum neðan við Brúarárskörð. Fjölmargar skemmti- legar gönguleiðir eru á svæðinu. www.fi.is Dúnmjúkar BRÚÐARGJAFIR Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemurað brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuðá Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórthlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð-ur vara sem gefur mýkt og hlýju. Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá Lín Design fá gjöf frá versluninnief keypt er af listanum. Hlý og persónuleg þjónusta Nýkomin blómaker og garðvörur Opið: má-fö. 12-18, lokað á laugardögum í sumar Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Nær samhljóma ávörp ólíkra borgarstjóra Ólafur F. og Hanna bjóða túrista velkomna FÓLK 22 beint frá býliMIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N FÍFL stofnað Guðmundur Felix- son vill efla sam- starf milli leikfélaga framhalds- skólanna. FÓLK 18 UTANRÍKISMÁL Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað á milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar vegna afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave. Við- semjendur hafa verið upplýstir um að mögulega verði settir fyrirvarar um samninginn. Viðræðurnar eru mjög óformlegar. Svavar Gestsson, formaður samninganefndar Icesave, kann- ast ekki við viðræðurnar, enda hafi hans hlutverki lokið þegar skrifað var undir samninginn. Hann segir ómögulegt að segja hver yrðu við- brögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum. „Ég veit ekki um það, en mér finnst ekki skrýtið að Alþingi velti öllu mögulegu fyrir sér varðandi pólitíska umgjörð málsins. Alþingi hefur síðasta orðið í því, eins og því hvort það samþykkir samninginn eða synjar honum. Upphaflega var gert ráð fyrir því að málið kæmi úr nefndum fyrir helgi og til annarrar umræðu á Alþingi. Nú eru allar líkur á að það verði ekki fyrr en eftir helgina. Verið er að reyna að ná samstöðu um samþykkt afgreiðslu þingsins, hvaða fyrirvara eða samþykktir þingið gerir vegna ríkisábyrgðar- innar. Mögulegt er að stjórnarand- staðan, eða hluti hennar, sameinist stjórninni um þær tillögur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegt að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Í greinar- gerð með því yrði hins vegar kveðið á um ríkari endurskoðunarákvæði, jafnvel færi á einhliða uppsögn, og greiðslubyrði. Fjármálaráðherra staðfesti í gær frétt Fréttablaðsins um að erlend- ar skuldir þjóðarbúsins stefni í að vera yfir 200 prósent af vergri landsframleiðslu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að miðað við að verg landsframleiðsla verði tæpir 1.430 milljarðar á þessu ári, nemi sú tala um 2.800 til 3.000 milljörð- um miðað við þær uppgjörsaðferðir sem Seðlabankinn og fjármálaráðu- neytið nota. - kóp / sjá síðu 4 Þreifingar við Breta vegna fyrirvara um ríkisábyrgð Óformlegar þreifingar hafa átt sér stað á milli Íslendinga og Breta og Hollendinga vegna fyrirvara sem rætt er um á Alþingi að setja um Icesave. Ekki er reiknað með að málið komi úr nefnd fyrr en eftir helgi. UMHVERFISMÁL „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vega- gerðarinnar á Höfn. Samkvæmt mælum virðist sem vestari kvísl Skeiðarár hafi hætt að renna í farvegi árinnar um klukkan tvö aðfaranótt mánu- dags og flætt yfir í Gígjukvísl. Jón segir að við þessum breyt- ingum hafi verið búist þótt ekki hafi verið fyrirséð hvenær þær myndu verða. „Jökullinn hopar svo mikið að hann er kominn frá háum jökulöldum við upp- tökin. Þannig að vestari hlutinn fossar nú vestur fyrir ölduna og í Gígju,“ útskýrir Jón sem aðspurður telur um varanlega breytingu að ræða. „Nema þá að jökullinn fari að ganga fram aftur.“ Að sögn Jóns getur brúin yfir Gígju annað þessu aukna vatns- magni eins og staðan er núna. „En ef það kemur hlaup er ég smeykur um að vegurinn geti lokast.“ - gar Breytingar um helgina: Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl Litlar breytingar Í dag verður norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s en hvassara við SA-ströndina. Nokkuð bjart suðvestan til en þungbúnara annars staðar og sums staðar lítils- háttar væta, einkum austan til. VEÐUR 4 15 11 10 10 13 Prófskírteini „Fyrir nokkru var þannig stofnuð deild úr Sorbonne í Abúdabí þar sem afkvæmi olíufursta gætu stundað nám gegn ærnu gjaldi,“ skrifar Einar Már Jónsson. Í DAG 12 ALLT Á AÐ SELJAST Sumarútsölur eru nú í algleymingi. Þessar sýningarbrúður stóðu vaktina á Laugaveginum í gær og virtust fylgjast gaumgæfilega með hugsanlegum kaupendum á meðal vegfarenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Spila ekki í Seljaskóla Leikmenn körfuboltaliðs ÍR krefjast þess að spila heimaleiki sína á park- eti næsta vetur og því þarf félagið að finna sér nýjan heimavöll. ÍÞRÓTTIR 17

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.