Fréttablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2009 3farið á fjöll ● fréttablaðið ●
„Hvannarlamb er venjulegt lamb
sem ég el á hvönn í nokkrar vikur
fyrir slátrun,“ segir Halla Sigríð-
ur Steinólfsdóttir, á Ytri-Fagra-
dal í Búðardal, sem ræktar sér-
stök hvannarlömb og selur beint
frá býli.
Halla segir skepnur almennt
sólgnar í hvönn. Jurtin sé bragð-
sterk og því fari keimur af henni
út í kjötið. „Þetta hefur verið sann-
að með prófunum frá Matís en þar
voru gerð bragðpróf, skynmats-
próf og svokölluð gaspróf,“ útskýr-
ir Halla.
Hugmyndin að þessari sérstöku
ræktun vaknaði hjá Höllu
þegar hún vann sem
kjötmatsmaður í
sláturhúsi. „Þá
komu þangað lömb
sem höfðu verið úti
í eyjunum og þeim
fylgdi sterk lykt
af hvönn,“ segir
Halla og í fram-
haldi af því langaði hana
að sanna að hvannarbragðið
yrði eftir í kjötinu.
Engin hvönn er í kringum Ytri-
Fagradal. „Ég er með um sex
hundruð fjár og þeim þykir hvönnin
svo góð að hún kemst ekkert á legg
þar sem kindurnar eru. Ég hef hins
vegar aðgang að eyjum á Breiða-
firði þar sem ég get sett nokkur
lömb,“ segir Halla. Hún er hins
vegar að rækta akur innan girð-
ingar sem hún hugsar sér að beita
næsta haust. „Þetta er svo dásam-
leg jurt að hún fer um eins og ill-
gresi þegar búið er að hjálpa henni
af stað,“ segir hún glettin.
Halla kveður lömbin bragðgóð
og skemmtilegt sé að krydda þau
með tilliti til hvannarbragðs-
ins.
Þá segir hún eftir-
spurnina nokkra þrátt
fyrir að verðið á slíku
kjöti sé nokkuð hærra.
Enn er aðeins hægt að
kaupa kjötið beint frá býli
Höllu. „Það eru nokkr-
ir bitar eftir í kistunni,“
segir hún glettin og býður alla
velkomna í Ytri-Fagradal.
- sg
Lömbin ræktuð með
hvannarbragði
Lömbin fá að dvelja í eyjum á Breiðafirði í nokkrar vikur þar sem þau gæða sér á
safaríkri hvönninni. MYND/ÚR EINKASAFNI
Verkefnið Stefnumót hönnuða
og bænda þykir hafa lukkast
vel og er von á fleiri spennandi
afurðum á næstunni.
„Það er ýmislegt á dagskrá. Næst
er það skyrkonfekt, sem rjómabú-
ið Erpsstaðir, hönnuðir útskrifaðir
úr vöruhönnunardeild Listaháskól-
ans og fleiri vinna að í sameiningu
svo úr verði vörulína sem á svo
hugsanlega eftir að stækka,“ segir
Brynhildur Pálsdóttur hönnuður
um nýjasta afsprengi verkefnisins
Stefnumót hönnuða og bænda.
Í verkefninu, sem var sett á lagg-
irnar árið 2007, eru tvær starfs-
stéttir leiddar saman, bændur og
hönnuðir, með það fyrir augum að
hanna og þróa vörulínu í kring-
um matvæli. Um frumkvöðlastarf
er að ræða þar sem ekkert bendir
til þess að það eigi sér hliðstæðu
á Norður-löndunum né að áður
hafi verið farið í slíka vinnu hér-
lendis. „Þetta er gert til að skapa
efnahagslegan ávinning og styrkja
stöðu íslensks landbúnaðar, hönn-
uða og annarra sem að þessu verk-
efni koma,“ útskýrir Brynhildur.
Frá því að verkefnið hófst hefur
samstarfið getið af sér vörur sem
þykja hafa heppnast vel. „Síðasta
sumar litu sláturkakan og rabar-
barakaramellan dagsins ljós. Í
seinna tilvikinu var grunnur lagð-
ur að heilli vörulínu og unnið með
útlit vörunnar og ímynd. Þannig
gátu til að mynda bændurnir á
Löngumýri, sem tóku þátt í gerð
karamellunnar, sjálfir bætt við
tveimur sultum í sína vörulínu,
sem var kölluð Rabarbia. Þeir
geta síðan haldið áfram að bæta
við í línuna að eigin vild og þannig
aukið verðmætasköpun. Þannig er
alltaf verið að skapa frekari efna-
hagslegan ávinning.“
Verkefnin eru afsprengi af kúrsi
sem Brynhildur og Guðfinna Mjöll
Magnúsdóttir hafa kennt við vöru-
hönnunardeild LHÍ frá árinu 2007.
Hlé var hins vegar gert á kennslu
síðasta vetur. „Við ákváðum að
færa kennsluna yfir á þriðja árið,
gefa okkur meiri tíma í þetta til
þróa vörur af síðasta námskeiði en
hefjum aftur rannsóknarvinnu nú
í ágúst, þar sem tekin verða upp
verkefni sem komu út úr fyrsta
rennsli áfangans,“ segir Brynhild-
ur og bætir við að sjálfsagt eigi
margt spennandi eftir að koma út
úr þeirri vinnu. - rve
Vöruhönnun leiðir til
verðmætasköpunar
Guðfinna og Brynhildur kenna kúrsinn Stefnumót hönnuða og bænda við LHÍ í sjö
vikur. Eftir hann tekur við vinna með sérfræðingum frá Matís, Innovit og landsliðs-
kokkum að útvöldum verkefnum úr áfanganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu,
máltíðir og afþreyingu.
Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús,
sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði.
Verið velkomin!
Bændur selja búvörur beint frá býli.
Fjölbreytt framboð af íslenskum mat
við allra hæfi.
Verði þér að góðu!
Bændahöllinni
107 Reykjavík
sími 563-0300
www.beintfrabyli.is
www.bondi.is
Síðumúli 2
108 Reykjavík
sími 570-2700
www.sveit.is
Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér
nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í
íslenskum sveitum.
Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri!
Velkomin
í sveitina
Allt sem þú þarft að vita um
gistingu, mat og afþreyingu í
sveitinni
Bæklingurinn liggur frammi á öllum
helstu áningarstöðum á landinu.
Pantið bækling á www.uppisveit.is
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið stendur upp úr
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila
sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup
ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af
þessum góða árangri og bendum auglýsendum á
að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja
auglýsingamiðil.
Allt sem þú þarft...
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki