Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 18

Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 18
 15. JÚLÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● beint frá býli „Núna vorum við að byrja að selja kryddgúrkur, sem eru niður- sneiddar gúrkur í ediki með lauk.“ segir Þórður G. Halldórsson sem, ásamt konu sinni Karólínu Gunn- arsdóttur, rekur Garðyrkjustöðina Akur. „Síðan erum við að búa til pastasósur úr tómötum.“ Þórður segir að á Akri sé l ífræn ræktun í gróður- húsum þar sem meðal ann- ars eru ræktaðir tómatar, agúrkur og chili- pipa r, en hjónin hafa verið að frá árinu 1992. „Síðan erum við með heimavinnslu af því að við erum svo nýtin að í staðinn fyrir að henda grænmeti erum við að sjóða niður, mauka og búa til ýmis- legt í krukkum.“ Vörur Akurs er hægt að nálgast í netversluninni www.graenihlekk- urinn.is og á mörkuðum í sveitinni. - mmf Nýtni á Akri Á Akri eru búnar til pastasósur úr tómötum. Akur hefur hafið sölu á kryddgúrkum, sem eru niðursneiddar gúrkur í ediki. Jónas Helgason, bóndi í Æðey í Ísafjarðardjúpi, hefur um áratuga- skeið selt ferðamönnum heima- gerðar dúnsængur. Ekki segir hann framleiðsluna umfangsmikla enda sé um aukabúgrein að ræða. „Þetta er nú bara svona heimilis- iðnaður. Konan mín, Katrín Alex- íusdóttir, saumar þetta. Mest er ég nú í að flytja ferðalanga á Strand- irnar ásamt því að sinna öðru,“ segir hann. Dúnsængurnar eru ekki seld- ar í verslunum og því aðeins fáan- legar á býlinu. „Menn verða því að gera sér ferð út í Æðey ætli þeir að verða sér úti um eintak,“ útskýrir hann og vonar að eftirspurnin auk- ist í sumar. - rve Saumar dúnsængur fyrir ferðalanga Í Æðey í Ísafjarðardjúpi er hægt að njóta náttúrunnar. Þeir sem vilja taka heim með sér minjagrip geta orðið sér úti um góða dúnsæng. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ábúendur Erpsstaða í Dölum settu fyrir nokkru á markað rjómaís og með haustinu verður hafin fram- leiðsla á ostum. Ísinn er fram- leiddur með nokkrum bragðteg- undum til dæmis súkkulaði, kara- mellu, piparmyntu, lakkrís, toffee og pistasíu. Ísinn ber nafnið Kjaftæði en dóttir hjónanna á Erpsstöðum, þeirra Þorgríms Einars Guð- bjartssonar og Helgu Elínborg- ar Guðmundsdóttur, stakk upp á því. „Það er hægt að leika sér með þetta orð. Mörgum finnst það snið- ugt en öðrum ekki,“ segir Helga. „Við vorum búin að velta miklu fyrir okkur og þetta nafn hafði vinninginn að lokum.“ Þegar Helga er innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að fara af stað með heimaframleiðslu segir hún ástæðuna þá að nýtt fjós var tekið í notkun á síðasta ári. „Við vildum ekki byrja á þessu fyrr en kýrnar byggju við góðar aðstæð- ur.“ Hægt er að nálgast ísinn beint frá býlinu um helgar í sumar frá 13 til 17. - mmf Ísinn Kjaftæði Helga segir að einhverjum hafi fundist að nafnið á ísnum ætti að tengjast sveit- inni. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.