Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 15. júlí 2009 17
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Rúrik Gíslason skrifaði
í gær undir fimm ára samning
við Odense Boldklub í Danmörku,
betur þekkt sem OB. Rúrik vakti
mikla athygli fyrir frábæra
frammistöðu sína með Viborg í
næstefstu deild danska boltans á
síðasta tímabili og var talað um
hann sem besta leikmann deild-
arinnar.
OB hafnaði í öðru sæti dönsku
úrvalsdeildarinnar og er eitt
stærsta félag landsins.
„Þetta er mikilvægt fyrir
minn feril og er nýtt og spenn-
andi verkefni. Ég vil vinna titla
og tækifærin til þess eru í Óðins-
véum,“ sagði Rúrik í viðtali á
heimasíðu OB en hann er 21 árs
og getur spilað allar stöður fram-
arlega á vellinum. - egm
Rúrik Gíslason samdi við OB:
Rúrik tekur
skrefið upp
ÚRSLITIN Í GÆR
Haukar - Þór 1-2
0-1 Einar Sigþórsson, 0-2 Ármann Pétur
Ævarsson, 1-2 Hilmar Geir Eiðsson
KA - HK 1-3
1-0 David Disztl, 1-1 Ásgrímur Albertsson, 1-2
Almir Cosic, 1-3 Rúnar Már Sigurjónsson
ÍR - Víkingur R. 2-4
0-1 Jakob Spangsberg, 0-2 Jökull Elísabetarson,
0-3 Jökull Elísabetarson, 1-3 Árni Freyr Guðnason,
2-3 Guðfinnur Ómarsson, 2-4 Pétur Svansson
ÍA - Selfoss 1-2
0-1 Ingólfur Þórarinsson, 0-2 Sævar Þór Gíslason,
1-2 Andri Júlíusson
Afturelding - Leiknir R. 1-1
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson, 1-1 Albert
Ásvaldsson
STAÐA EFSTU LIÐA
Selfoss 11 8 2 1 23-12 26
Haukar 11 6 2 3 22-15 20
HK 11 6 2 3 22-15 20
Fjarðabyggð 10 6 1 3 20-15 19
KA 11 4 5 2 14-9 17
Víkingur R. 11 4 3 4 19-17 15
1. DEILD KARLA
smyrja bílinn hjá Max1
Max1 verðdæmi á ódýrri smurþjónustu
Toyota Yaris 1,3 Olía, olíusía og vinna: 9.095 kr.
Nissan Almera 1,5 Olía, olíusía og vinna: 9.092 kr.
Mazda3 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.370 kr.
Ford Focus 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.688 kr.
Sparaðu, láttu
Smurþjónusta
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Innifalið 2 lítrar af Max1 rúðuvökva
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar munu ekki
spila heimaleiki sína í Seljaskól-
anum í Iceland Express-deildinni
næsta vetur. Ástæðan er að þeir
eru nú eina liðið á höfuðborgar-
svæðinu sem spilar enn á dúk og
ÍR-ingar standa nú frammi fyrir
því að missa frá sér lykilmenn
nema að liðið fari að æfa og spila
á parketi.
„Við erum að reyna að leysa
þetta mál með Reykjavíkurborg,“
segir Jón Örn Guðmundsson,
stjórnarmaður hjá Körfuknatt-
leiksdeild ÍR og fyrrum leikmað-
ur og þjálfari liðsins en ÍR hefur
barist fyrir því lengi að fá parket í
Íþróttahús Seljaskólans.
„Það hefur verið erfitt fyrir
okkur að fá leikmenn til þess að
spila með ÍR því að það eru ofboðs-
lega margir sem setja gólfið fyrir
sig. Það eru líka til dæmi um að
leikmenn hafi farið frá okkur út
af því,“ segir Jón Örn og nú er svo
komið að nokkrir leikmenn liðs-
ins eru á förum nema að þetta mál
verði leyst.
„Nú er bara staðan þannig að
það eru ákveðnir leikmenn í ÍR-
liðinu í dag sem munu fara ef við
spilum á dúk. Þeir þola ekki dúk-
inn lengur,” segir Jón Örn og bætir
við. „Við stöndum því andspænis
tveimur mjög slæmum kostum,
annars vegar að halda áfram að
spila á okkar heimavelli í Selja-
skóla og missa ákveðna lykilmenn
eða að fara tímabundið inn í annað
íþróttahús sem er með parket,“
segir Jón Örn.
KR, Fjölnir og Breiðablik hafa
öll lagt parket í sín íþróttahús á
síðustu árum og það hafa Keflvík-
ingar, Grindvíkingar og Skalla-
grímsmenn gert einnig. Eins og
staðan er nú spila þrjú félög í Ice-
land Express-deild karla ekki á
parketi, ÍR, Tindastóll og Hamar.
Íþróttahús Víkinga er ekki langt
frá Seljahverfinu og var fyrst nefnt
sem hugsanlegur möguleiki en Jón
Örn segir að menn hafi horfið frá
því þar sem ekki er gert ráð fyrir
körfubolta í Víkinni.
„Það eru ekki körfur í Víkinni og
það er víst alveg jafndýrt að setja
körfur þar eins og að setja park-
et á Seljaskólann. Það væri fárán-
legt að gera það. Það er því Höll-
in sem hefur verið inni í myndinni
hjá okkur,“ segir Jón Örn og það
er mjög líklegt að niðurstaðan
verði að ÍR spili heimaleiki sína í
Laugardalshöllinni næsta vetur.
„Auðvitað finnst manni þetta
hundfúlt að við verðum án heima-
vallar ef svo má segja. Þó að við
fáum einhverjar æfingar með
leikjunum þá er þetta nýtt hús
fyrir mönnum ef Höllin verður
fyrir valinu. Eina forskotið sem
við myndum hafa á önnur lið er
ef við færum alla leið í bikarn-
um,“ segir Jón Örn í léttum tón
en ÍR-ingar eiga góðar minningar
úr Laugardalshöllinni undanfarin
ár því að liðið varð bikarmeistari
2001 og 2007.
Það lítur því út fyrir að leikið
verði í Laugardalshöllinni í úrvals-
deildinni í vetur en ekki í Selja-
skólanum. ooj@frettabladid.is
Leita að nýjum heimavelli
ÍR-ingar geta ekki beðið lengur eftir nýju íþróttahúsi eða parketi á Seljaskól-
ann. Leikmenn liðsins hóta að fara frá liðinu nema að spilað verði á parketi
næsta vetur og nú er líklegast að ÍR spili heimaleiki sína í Laugardalshöllinni.
DÚKURINN SLÆMUR Sveinbjörn
Claessen er einn leikmanna ÍR sem
hefur glímt við meiðsli sem rekja má til
dúksins í Seljaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GÓÐAR MINNINGAR Eiríkur Önundarson hefur lyft bikarnum eftir tvo síðustu leiki
ÍR-inga í Laugardalshöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
> Sævar ekki búinn að ákveða sig
Körfuboltamaðurinn Sævar Ingi Haraldsson er á
heimleið og ætlar að spila á Íslandi næsta vetur en
hann tók sér frí á síðasta tímabili og fór í nám erlendis.
Sævar Ingi spilaði með Stjörnunni áður en
hann fór út og líklegast er að hann spili með
bikarmeisturunum úr Garðabænum næsta
vetur. Það kemur líka til greina að Sævar
spili með Haukum í 1. deildinni þar sem
hann er uppalinn. Sævar er ekki búinn
að ákveða neitt en vill þó helst
spila í úrvalsdeildinni þar sem
hann hefur spilað allan sinn
meistaraflokksferil.
„Menn eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda mikilvægt fyrir
klúbbinn að halda áfram í þessari keppni,“ segir Matthías
Vilhjálmsson, leikmaður Íslandsmeistara FH sem mæta
Aktobe frá Kasakstan í Kaplakrikanum í kvöld.
„Við fengum tölvupóst frá góðum manni sem er búinn
að afla sér einhverra upplýsinga um þetta lið. Svo höfum
við séð einhverjar klippur úr leikjum hjá þeim.
Þetta er langbesta liðið í Kasakstan og vann víst
eitthvert mót í fyrra þar sem bestu liðin frá lönd-
unum í kring tóku einnig þátt. Þeir spila fínan
fótbolta og eru líkamlega vel þjálfaðir,“ segir
Matthías sem hefur verið hreint magnað-
ur í sumar.
Hann segir að þátttaka FH í Evrópu-
keppninni sé skemmtilegur bónus fyrir
leikmenn og einnig góður gluggi fyrir
yngri leikmenn liðsins að sýna sig og
sanna. Heimir Guðjónsson, þjálfari
FH-inga, hafði ekki farið mikið út í
áherslur liðsins fyrir leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í Matthíasi.
„Hann fer vel yfir þetta á hádegisfundi á leikdegi. Ég vona per-
sónulega að við fáum að spila okkar leik og pressa hátt. Ég giska á
að við notum samt fyrstu fimmtán mínúturnar
eða svo í að skoða hvað þeir ætla að gera. Ég
tel það langmikilvægast að við náum að halda
okkar marki hreinu í þessum leik.“
Leikmenn FH skelltu sér saman í bíó í gær
og horfðu á myndina The Hurt Locker til að þjappa
hópnum saman fyrir verkefnið. Seinni leikurinn við
Aktobe verður í Kasakstan í næstu viku. Ferðalagið þangað
er 4.650 kílómetrar en Íslandsmeistararnir staldra ekki lengi við í
landinu.
„Við fljúgum fyrst til Kaupmannahafnar og tökum einkaflug þaðan
til Kasakstan. Með því spörum við einhverja klukkutíma og ferðalag-
ið verður styttra. Við gistum þarna nóttina fyrir leikdag og fljúgum
síðan heim beint eftir leik eiginlega. Mér finnst það fínt enda er ég
ekkert voðalega spenntur fyrir að skoða eitthvað mikið þarna,“ segir
Matthías Vilhjálmsson.
MATTHÍAS VILHJÁLMSSON, LEIKMAÐUR FH: ER SPENNTUR FYRIR LEIKNUM GEGN AKTOBE Í KVÖLD
Mikilvægast að halda okkar marki hreinu