Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MÁNUDAGUR
10. ágúst 2009 — 187. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ÞRÆÐIR nefnist samsýning fjögurra glerlistakvenna sem
stendur yfir í Galleríi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Glerlista-
konurnar eru Helle Viftrup Kristiansen og Susanne Aaes frá
Danmörku og þær Ólöf Sigríður Davíðsdóttir í Brákarey og
Dagný Þrastardóttir frá Ísafirði.
„Ég valdi nokkra hluti sem eru í uppáhaldi á mínu heimili. Þeir eru nokkurs konar sett, ólíkir gripir sem eru andlegs eðlis,“ segir Dóra Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður og fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.„Strangt til tekið eru þessir hlutir hálfgert drasl, það er að segja engin eðalhönnun eða dýrt dót,“ útskýrir Dóra. Meðal mun-anna er að finna lítið búk
fleira sameiginlegt með fólki en það sem sundrar því,“ segir hún.Elsti hluturinn er krossinn sjálf-lýsandi sem Dóru áskotnaðist fyrir fimmtán árum. Hún segist þó ekki safna þessum hlutum sjálf. „Mér hafa verið gefnir þessir hlutir í gegnum tíðina af fólki sem mér þykir vænt um,“ segir hún en hlut-irnir hafa því hlotið heiðurheimili
gott og slæmt í öllum trúarbrögð-um.
„En vantar hana ekki eitthvað fleira í safnið? „Jú, örugglega,“ segir hún hlæjandi og bendir á að það sé góð ábending fyrir vini og kunningja sem vanti hugmyndir að afmælisgjöfum. „Ég er þó alveg áþví að þessi hl
Sjálflýsandi kross, bæna-band og búddalíkneski
Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar við Listaháskóla Íslands, á samsafn nokkurra andlegra
smágripa sem hún geymir á góðum stað þar sem hún sér þá á hverjum morgni þegar hún vaknar.
Dóra Ísleifsdóttir með nokkra af þeim andlegu smágripum sem skipa heiðursess á heimilinu og standa fyrir fjölbreytileika mann-
fólksins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Betra lo
betri
Airfree lofth
Byggir á ný
• Frjókornum
• Vírusum o
• Gæludýra
• Er hljóðlaus
• Tilvalið á hei
Hæð aðeins 27 cm
MATUR
VEÐRIÐ Í DAG
Reiknar minna
en fólk heldur
Ingólfur Eðvarðsson
hlaut viðurkenningu
á Ólympíuleikunum í
stærðfræði.
TÍMAMÓT 14
DÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR
Sér búdda og Maríu
mey á hverjum morgni
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Tilboð vikunnar
Upphengt salerni, seta,
innbyggður kassi og þrýstispjald
Tilboð kr.54.900,-
Stundum erfið ást
„Einhver kallaði það „Brussel að-
ferðina“ við úrlausn deilumála að
forðast kjarna málsins í lengstu
lög, svona rétt eins og á Íslandi“,
skrifar Jón Ormur Halldórsson.
Í DAG 12
KOLBRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR
Tískuvikan
endurvakin
Mikil þörf á atburði sem þessum
FÓLK 26
FÓLK Harpa Einarsdóttir hönnuð-
ur er tilnefnd til norrænu CODE-
verðlaunanna
fyrir búninga-
hönnun sína í
tölvuleiknum
EVE Online.
Harpa hóf störf
hjá tölvuleikja-
fyrirtækinu
CCP á Íslandi
fyrir rúmum
tveimur árum
og hannaði bún-
inga fyrir tölvu-
leikinn vinsæla, en hún starfar nú
hjá útibúi fyrirtækisins í Atlanta.
„Við létum prenta út eina stóra
mynd af búningi sem var send-
ur inn sem mitt innlegg í þessa
keppni. Ég fékk svo allt í einu
skilaboð frá vinnunni um að ég
væri tilnefnd til verðlaunanna,“
segir Harpa. - ag / sjá síðu 26
Harpa Einarsdóttir hönnuður:
Tilnefnd til
CODE-verð-
launanna
Situr við skriftir
Anna Svava
Knútsdóttir er ein
sexmenninganna
sem skrifa
Áramótaskaup-
ið í ár.
FÓLK 26
HARPA
EINARSDÓTTIR
HÆGVIÐRI Í dag verður hæg
norðlæg eða breytileg átt. Víða
skýjað með köflum og skúrir en
rofar heldur til síðdegis einkum
sunnanlands. Milt í veðri og hitinn
víðast 12-18 stig, hlýjast syðra.
VEÐUR 4
14
13
15
15
16
ALÞINGI Ekki tókst að ná þverpólit-
ískri samstöðu um lausn á deilum
vegna Icesave-samkomulagsins á
fundi fulltrúa allra flokka í gær,
eins og vonir höfðu staðið til. Til
stóð að ljúka umræðum um málið
í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra
umræðu á Alþingi á morgun, en full-
ljóst er talið að af því verði ekki.
Fulltrúar allra flokka í fjárlaga-
nefnd áttu óformlegan fund í gær
þar sem rætt var um frumvarp
stjórnvalda um ríkisábyrgð vegna
Icesave-samningsins. Þar lagði
Guðbjartur Hannesson, formaður
nefndarinnar, fram nýjar tillögur
að mögulegum fyrirvörum Alþing-
is við frumvarpið.
Fundarmenn vildu í gær ekki
upplýsa hvað kæmi fram í tillög-
unum, en heimildir Fréttablaðsins
herma að um sé að ræða útfærslur
á fyrirvörum sem hafi áður verið
til umræðu. Þeir fyrirvarar snúast
til dæmis um þróun efnahagsmála
hér á landi næstu árin, greiðslugetu
landsins og lagalega þætti.
Engin samstaða náðist um tillög-
urnar í gær, en fyrir fundinn virt-
ust fulltrúar stjórnarmeirihlut-
ans fremur vongóðir um að málið
væri að leysast. Fjárlaganefnd mun
funda um málið í dag.
„Ég er mjög efins um að við
værum að gera rétt með því að
sauma saman einhverja fyrirvara,“
segir Höskuldur Þórhallsson, full-
trúi Framsóknarflokks í nefndinni.
„Það væri hreinlegast að segja
við Breta og Hollendinga að það
sé ekki meirihluti fyrir þessu á
Alþingi, og senda nýja samninga-
nefnd til að reyna að ná mannsæm-
andi samningi,“ segir Höskuldur.
Þingmenn sem rætt var við í gær
fullyrða að ekki sé þingmeirihluti
fyrir því að samþykkja stjórnar-
frumvarpið, hvort sem er með fyr-
irvörum eða óbreytt.
„Ég hefði talið eðlilegast að
Alþingi lýsti því yfir að sátt væri
um að semja um Icesave, en ekki
á þessum grunni,“ segir Kristj-
án Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í fjárlaganefnd.
Hann segir að leita verði samn-
inga á öðrum grunni en gert hafi
verið. Enginn sé að útiloka fyrir-
fram að gera einhvers konar fyrir-
vara við þann samning sem gerður
hafi verið og vinna út frá því. Vandi
ríkisstjórnarinnar sé sá að ekki sé
meirihluti fyrir þeirri lausn.
Þór Saari, fulltrúi Borgarahreyf-
ingarinnar í fjárlaganefnd, segist
vonast til þess að sátt náist um fyr-
irvara við frumvarp ríkisstjórnar-
innar. Náist sátt um þá sé það Breta
og Hollendinga að hafa frumkvæði
að því að semja að nýju. Fyrirvar-
arnir geri því vart annað en að
styrkja samningsstöðu Íslands. - bj
Nýjar útfærslur breyta ekki
afstöðu stjórnarandstöðu
Nýjar tillögur að fyrirvörum við frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave voru kynntar á fundi hluta fjár-
laganefndar í gær. Engin samstaða er um tillögurnar. Stjórnarandstaðan vill að samið verði upp á nýtt.
FÓLK „Þetta er fínt, maður má
bara ekki horfa of mikið niður,“
segir Hildur Arnardóttir, meðlim-
ur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík,
sem varði gærdeginum hangandi í
sjötíu metra hæð yfir jörðu utan í
háhýsinu við Höfðatorg.
Nokkrum meðlimum hjálpar-
sveitarinnar bauðst að þvo glugg-
ana á tveimur efstu hæðum hússins
til að styrkja sveitina, og stendur
verkið nú yfir.
Á menningarnótt mun sveitin
halda björgunarsýningu, meðal
annars strengja um 200 metra línu-
brú frá toppi hússins yfir í Höfða.
„Ég er nú ekkert lofthrædd,“
segir Hildur, sem bæði hefur
prófað að síga í klettum og fara í
ísklifur. Svona hátt hefur hún hins
vegar aldrei hangið fyrr, og segir
hún það jafnvel hafa komið sjálfri
sér dálítið á óvart hversu létt það
reyndist henni. - sh
Hjálparsveit skáta í Reykjavík þrífur glugga í háhýsinu við Höfðatorg:
Þvo í þágu góðs málstaðar
ÓHRÆDD Í HÁLOFTUNUM Bíllinn sem sjá má við höfuð Hildar virðist varla vera nema leikfang úr sjötíu metra hæð. Hildur seg-
ist þó hvergi smeyk, svo lengi sem hún forðast að líta mikið niður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
KR drap FH-grýluna
KR-ingar unnu 4-2
sigur á toppliði FH
í Kaplakrikanum
í gær.
ÍÞRÓTTIR 22